Smári - 01.06.1929, Qupperneq 1

Smári - 01.06.1929, Qupperneq 1
SMÁRI ÚTGEFANDI: BARNASTÚKAN VORPERLA NR. 64 Kemur út sex sinnum ■ — ■ - Ábyrgðarmaður: 3. árg. á ári. Norðfirði, maí—júní 1929. Vald. V. Snævarr 3. tbl. Opið brjef til ftrmingarbarnanna vorið 1929. Kæru ungmenni. Svo er talið, að fermingardagurinn sje síöasti dagur bernskunnar. Frá þeirri stundu fáið þið smám saman meira og meira frelsi og fyllri rjettindi. En hinsvegar eigið þið þá líka að fara að bera ábyrgð á orðum ykkar og gjörðum. Meðan þið voruð í bernsku, voruð þið ábyrgðarlítil í verndandi skjóli föður og móður, inni á tryggri og lygnri höfn heimilanna, ef þásam- líkingu má nota. Þar var svo fátt að varast, og þó að eitthvað smálegt út af bæri, þá var föðurhöndin altaf útrjett og móðuraugað altaf vakandi til að bæta úr og hugga og hjálpa. Allar yfirsjónir voru fúslega fyrirgefnar, og af- leiðingum heimskulegs hátternis ykkar eytt, svo að segja sársaukalaust fyrir ykkur flest. Þið voruð sæl í öryggi heimilanna — og þið uxuð og tókuð þroska í skjóli kærleikans. Þá fæddist hún — þráin til æfintýra. Þá tók ykkur að dreyma stóra drauma, um mikið stríð og gullna sigra. Þá fóruð þið fyrst að veita því eftirtekt, að lífið utan heitnilanna var altaf að kalla til ykkar; — var sífelt að sýna ykkur ljómandi fegurð og yndislegar myndir; var m. ö. o. að laða ykkur til sín. Og ykkur mun nú öllum finnast, að þeim sje von lítilla æfintýra, er heima húki. Lífið kalli og þroskinn kalli. Á hann verði að reyna. Sá, sem vilji verða að manni og fá æskudrauminn uppfyltan, verði að brjóta sjer braut á eigin ábyrgð og óstuddur. Við þessu er líka gott eitt að segja. Það er þroskavænlegt, að þú fáir fult frelsi til athafna. En gættu þá þess, vinur, að eftir ferminguna ber þú sjálfur ábyrgð orða og gjörða þinna að mestu leyti. Foreldrar þínir fá ekki að taka afleiðingarnar á sitt bak — þú verður sjálfur að tæma bikarinn, hvort sem hann verður Ijúf- ur eða beiskur. Farðu því varlega. Vertu þess minnugur, að mörg eru blind- skerin á leiðum lífsins. Jeg get ekki talið þau öll upp, enda gerir það ekk- ert til. Það er þjer enn þýðingarmeira, að þekkja hvar skerin era ekki, heldur en jafnvel hvar þau eru. A hina skerjalausu leið hefir þjer verið bent i skólanum þínum og heima hjá þjer, og ef þú notar þjer þær bendingar, þá mun þjer oftast vel vegna. Aðeins tvö ægileg blindsker á lífsleið þinni vil jeg nefna. Þau heita vín og tóbak. Þeir eru ærið margir, unglingarnir, sem brotið hafa bát sinn á þeim, bæði heilsufræðilega, siðgæðilega og fjár- hagslega talað. Mörgum glæsilegustu framtíðarvonunum hafa þau fyrirfarið og mörg tárin hafa aldurhnignir foreldrar felt þeirra vegna. Hafðu því, ungur 9ii.-uii.i3 hjözozd -uoxil

x

Smári

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.