Smári - 01.06.1929, Blaðsíða 7
S M Á R I
23
að hann mætir drottningunni. Hann
hefir engin umsvif með það, heldur
tekur í hár drottningar — hún hafði
ekki snoðkoll — og dregur hana á
því inn í saumastofuna, til þess að
hún greiddi saumastúlkunni kaupið
og bæði hana fyrirgefningar. Eins og
nærri má geta, tók drottningin held-
ur betur til að hljóða, og þegar kon-
ungurinn heyrði þau óhljóð og öll
ólætin, þaut hann sem brendur væri,
ásamt öllu hirðfólkinu, til að komast
eftir því, hvað á gengi. „Hver ósköp-
in ganga nú á?“ kallaði konungur
með öndina í hálsinum. „Nei, hvað
gerir þú, þinn langi, ólánlegi mál-
verkaþurkari? Dregurðu hennar há-
tign á hárinu?" — „Já, það geri jeg,
herra!“ mælti Langur og ljet sjer
hvergi bregða. „Sú, er meö nálum
stingur, má þola að veröa dregin á
hárinu. Lát nú mig og saumastúlk-
una fá árskaup okkar, sem við eig-
um með rjettu, og munum við þá
bæði fara leiðar okkar, því hvorugt
okkar vill hjer lengur vera“. „Laun
skulu þið bæði fá“, hrópaði konung-
urinn, þrútinn af reiði. „Hirðmenn,
færið þau bæði í fangelsið í hallar-
turninum". — Var nú Langur og
saumastúlkan tekin og sett sitt . í
hvorn fangaklefann, en þó var að-
eins þunnur veggur milli klefanna, en
geðillur og grimmur hermaður var
settur á vörð við klefadyr þeirra. „Nú
var jeg of-bráður á mjer“, sagði
Langur við sjálfan sig. „Heimskulega
fórst mjer og mun mjer sjálfum í
koll koma. En vesalings stúlkuna verð
jeg að reyna að hugga“. — Svo tók
hann til að blístra, og það gerði
hann svo vel, að innan stundar hafði
saumastúlkan gleymt hörmum sínum,
Enda átti Langur engan sinn jafningja
í blísturslistinni. Þá varð konungi að
orði: „Ojæja, blístri hann og blístri !
Þarna skal hann hýrast, þangað til
annan hávaxnari mann ber að garði,
en þess mun langt að bíða“. Og
auðvitað sagði alt hirðfólkið hiðsama.
Heima í kotinu hjá karli gekk alt
sinn vanagang. Geitin hálfsvalt eins
og áður og mjólkaði því ógerðarlega
lítið. Einn dag sagði Lengri við föð-
ur sinn, að nú vildi hann fara út í
heiminn og freista gæfunnar. Kvaðst
hann brátt mundu koma heim aftur
og færa karli fullan poka gulls. En
nú var karl sínu tregari en áður.
Ljet hann þó tilleiðast, og gaf leyfi
sitt til fararinnar. Heldur þá Lengri
að heiman og fer af tilviljun sömu
leið og Langur hafði farið. Eftir sjö
vikur hafði hann farið um þrjú kon-
ungsríki og var þá kominn að höll-
inni fögru, þar sem Langur bróðir
hans hafði fengið vist. |jFrh.]
Verðlaunaupphöf
Fyrir 2 bestu botnana, sinn við
hvort vísu-upphafið, er heitið verð-
launum, 2 krónur fyrir hvorn botn-
inn. Dómnefnd: Kennararnir Steinn
Jónsson, Jónas Guðmundsson og
Þorvarður Sigurðsson á Norðfirði.—
Botnar frá kaupendum „Smára" koma
aðeins til greina.
I. Vín að drekka, vindling reykja
veldur rekkum þungu fári.
II. Yndislegur vetur var.
Vorið köldu hótar.
Botnarnir sendist ábyrgðarmanni
Smára fyrir 1. júlí n. k. Verðlauna-
botnarnir verða birtir í „Smára“ í
sumar.
<sVa/Ue>t ■CjóU ozdúzayd!