Gistiskýrslur - 01.08.2000, Blaðsíða 23

Gistiskýrslur - 01.08.2000, Blaðsíða 23
Gistiskýrslur 1999 21 gistiheimila eða orlofshúsabyggða. Margir hefja rekstur gistiheimilis í smáum stíl en stækka síðan við sig. Heima- gististöðunum fjölgaði síðan aftur á milli ára og var tala þeirra komin í 153 árið 1999, einum fleíri en árið 1997. Gistinóttum á heimagististöðum fækkaði um 3 þúsund á ári, milli áranna 1996 og 1998, en á árinu 1999 fjölgaði þeim um rúmlega 7 þúsund (16%) og helst það í hendur við fjölgun staða á milli ára. Hlutfall gistinátta útlendinga af heildarfjölda gistinátta á heimagististöðum var 61 % árið 1998 en um 59% árin tvö á undan sem og á árinu 1999. I yfirliti 16 er gerð grein fyrir gistináttafjölda og hlutfalli gistinátta útlendinga eftir landsvæðum árin 1997-1999. Fjöldi nœturgesta og meðaldvalarlengd. Íjúníárið 1995 var byrjað að safna upplýsingum um fjölda næturgesta. Tilgangurinn með talningu næturgesta er fyrst og fremst sá að afla upplýsinga um meðaldvalarlengd gesta en hún er mismunandi bæði eftir landsvæðum og ríkisfangi. Auk þess geta tölur um næturgesti gefið góða hugmynd um fjölda ferðamanna á einstökum svæðum. Meðaldvalarlengd er reiknuð með því að fjölda næturgesta er deilt upp í fjölda gistinátta. Þess ber að gæta að með dvalarlengd er átt við dvalarlengd á gististað en ekki lengd dvalar í landinu eða á ferðalagi. I yfirliti 17 kemur fram meðaldvalarlengd árin 1997-1999. Þar sést að litlar breytingar eru á milli ára. Á hótelum og gistiheimilum dvelja íslendingar lengst á höfuðborgarsvæðinu (1,9 nætur) en á Vesturlandi (2 nætur) þegar valin er önnur tegund gistingar. Utlendingar dvelja lengst á höfuðborgar- svæðinu, hvort sem þeir velja að gista á hóteli eða gistiheimili (2,6 nætur) eða á annars konar gististað (1,6 nætur). Þaulsetn- astir allra eru þeir útlendingar sem dvelja á höfuðborgar- svæðinu, á hótelum og gistiheimilum (2,6 nætur). 17. yfirlit. Meðaldvalarlengd eftir tegund gististaða og landsvæðum 1997-1999 Summary 17. Average length ofstay by type of accommodation and region 1997-1999 Hótel og gistiheimili Hotel and guesthouses Aðrir gististaðir en hótel og gistiheimili Other accommodation than hotels or guesthouses íslendingar Icelanders Útlendingar Foreigners íslendingar Icelanders títlendingar Foreigners 1997 1998 1999 1997 1998 1999 1997 1998 1999 1997 1998 1999 Alls Total 1,6 1,6 1,5 2,1 2,0 2,0 1,4 1,5 1,6 1,3 1,4 1,4 Höfuðborgarsvæði Capital region 1,9 2,0 1,9 2,7 2,5 2,6 1,9 2,0 1,8 1.5 1,7 1,6 Suðumes Southwest 1,3 1,3 1,3 1,4 1,6 1,4 1,1 1,5 1,3 1,3 1,2 1,2 Vesturland West 1,5 1,4 1,5 1,7 1,5 1,5 1,7 1,9 2,0 1,8 1,3 1,4 Vestfirðir Westfjords 1,6 1,5 1,5 1,3 1,4 1,3 1,4 1,2 1,6 1,2 1,4 1,5 Norðurland vestra Northwest 1,3 1,3 1,2 1,0 1.1 1,2 1,4 1,7 1,8 1,0 1,1 1,4 Norðurland eystra Northeast 1,6 1,6 1,6 1,8 1,6 1,6 1,3 1,6 1,5 1,3 1,3 1,4 Austurland East 1,4 1,4 1,4 1,2 1,2 1,1 1,3 1,5 1,3 1,1 1,3 1,3 Suðurland South 1,5 1,5 1,4 1,7 1,5 1,6 1,4 1,5 1,7 1,5 1,4 1,4 Heildarjjöldi gistinátta 1986-1999. Árið 1996 varífyrsta skipti, samkvæmt öruggum heimildum, hægt að áætla heildarfjölda gistinátta í öllum tegundum gistingar. Áætlun fjölda gistinátta á gististöðum sem ekki hafa sent Hagstofunni gistiskýrslur er aðallega byggð á vitneskju um gistirými og nýtingu. Gistirými er þekkt á öllum gististöðum nema á svefnpokagististöðum og tjaldsvæðum enda er oft erfitt að gera sér grein fyrir gistirými á þeim stöðum. Áætlanir um gistingu á svefnpokagististöðum og tjaldsvæðum, sem ekki berast skýrslur frá, eru því aðallega byggðar á samtölum við þá sem tengjast ferðaþjónustunni, t.d. við þá sem selja gistingu í félagsheimilum og skólum, ferðamálafulltrúa, starfsmenn sveitarfélaga og fleiri. Einnig er notast við eldri gögn þar sem þau eru til. Árin 1986-1994 voru áætlanir fyrir hótel og gistiheimili, farfuglaheimili og bændagististaði gerðar á grundvelli gagna um framboð og nýtingu. Sama á við árið 1995 en þá var auk þess áætlað á heimagististaði með sama hætti. Fram til ársins 1996 bárust skýrslur frá helmingi skráðra svefnpokagisti- staða, lítið var vitað um þá staði sem ekki skiluðu skýrslum og því var farið varlega í gerð áætlana. Árin 1986-1994 má ætla að gistitölur á tjaldsvæðum nái til u.þ.b. 75-80% þeirra en heimtur skýrslna árin 1995 og 1996 voru mun betri. í 18. yfirliti kemur fram að gistinóttum á tjaldsvæðum og í skálum fjölgaði árið 1995 miðað við árið 1994 en aukninguna ber að skoða með fyrirvara. Hún á aðallega rætur að rekja til betri skýrsluskila, auk þess hefur eflaust verið vanáætlað á tjaldsvæði og skála árið 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gistiskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.