Alþingiskosningar - 01.12.1993, Qupperneq 26

Alþingiskosningar - 01.12.1993, Qupperneq 26
24 Alþingiskosningar 1991 9. Breytingar á framboðslistum Changes in candidate lists Samkvæmt 84. gr. kosningalaga er kjósanda heimilað að breyta röð frambjóðenda á þeim lista, er hann kýs, með því að rita tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni og svoframvegis. Vilji kjósandi hafnaframbjóðanda á þeim lista, sem hann kýs, strikar hann yfir nafn hans. Frambjóðandinn hlýtur þá ekkert atkvæði af þeim seðli, en þeir sem neðar standa á listanum færast upp um sæti. 12. og 3. mgr. 115. gr. segir síðan hvernig finna skal hverjir frambjóðendur hafa náð kosningu áhverjum listaíkjördæmi. A að reikna frambjóðendum atkvæðatölu á þennan hátt: „Yfirkjörstjórn tekur saman þá kjörseðla þar sem engin breyting hefur verið gerð á listanum. Þar telst efsta nafn listans vera í fyrsta sæti, næsta nafn í öðru sæti o.s.frv. Næst tekur yfirkjörstjórn alla þá kjörseðla þar sem kjósendur hafa gert einh verj ar breytingar á röð frambjóðanda og telur atk væði hvers frambjóðenda í hvert sæti listans. Landskjörstjórn skal raða nöfnum frambjóðenda á hverjum lista þannig að sá, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. sæti, samkvæmt næstu málsgrein hér á undan, hlýtur það sæti. Sá frambjóðandi, að þessum slepptum, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti samanlegt, hlýtur 2. sætið o.s.frv. uns raðað hefur verið í sæti svo mörgum frambjóðendum listans 10. Kjörnir þingmenn Elected Members ofthe Althing I töflu 10 á bls. 64-66 eru taldir kjörnir þingmenn og varamenn í hverju kjördæmi í alþingiskosningunum 1991. Þar er sýnt hvaða stjórnmálasamtök þeir eru kjömir fyrir og úthlutunartölur þær sem kjör þeirra byggist á og lýst er í töflum 4-9 og í 8. og 9. kafla þessa inngangs. Sex þingmennkjörnir í alþingiskosningunum 1987 afsöluðu sérþingmennskuákjörtímabilinu: SverrirHermannssonl988, AlbertGuðmundsson 1989, KjartanJóhannsson 1989,Kristín Halldórsdóttir 1989, Guðrún Agnarsdóttir 1990 og Birgir Isleifur Gunnarsson 1991. Varamenn þeirra tóku sæti á Alþingi sem aðalmenn: Kristinn Pétursson (f. 12. mars 1951), Benedikt Bogason (f. 17. september 1933), Rannveig Guðmundsdóttir (f. 15. september 1940), Anna Olafsdóttir Björnsson (f. 4. júní 1952), Guðrún Halldórsdóttir (f. 28. febrúar 1935) og Sól veig Pétursdóttir (f. 11. mars 1952). Benedikt Bogason lést 30. júní 1989 og tók þá Ásgeir Hannes Eiríksson (f. 19. maí 1947) sæti sem aðalmaður á Alþingi. Fimm þingmenn sem setið höfðu sem aðalmenn við lok nýliðins kjörtímabils voru ekki í framboði. Þeir voru Ásgeir Hannes Eiríksson, Guðmundur G. Þórarinsson, Hreggviður Jónsson, Stefán Valgeirsson og Þorvaldur Garðar Kristjáns- son. Af öðrum fráfarandi þingmönnum voru 8 svo neðarlega á lista að þeir stefndu augljóslega ekki að endurkjöri: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Alexander Stefánsson, Friðjón Þórðarson, Geir Gunnarsson, Karvel Pálmason, Matthías Á. Mathiesen. Ragnhildur Helgadóttir og Skúli Alexandersson. Aðrir 4 þingmenn tóku sæti neðar á lista en nægði til kjörs í að ljóst sé hverjir teljast þingmenn hans í kjördæminu og hverjir varaþingmenn." Reglur þessar eru allt aðrar en þær sem giltu frá hausti 1959 til 1983. Samkvæmtþeimreglumskyldireiknaframbjóðanda atkvæðatölu að tveim þriðju hlutum eins og engin breyting hefði verið gerð á listanum, en að einum þriðja hluta eftir listanum að teknu tilliti til breytinga. Fyrsta sæti á lista hlaut atkvæðatölu listans, en hvert sæti er á eftir fór hlaut það brot af þessari atkvæðatölu að í teljara væri tala þeirra þingmanna og varaþingmanna sem kjósa átti, að frádreginni tölu þeirra sæta sem á undan voru á listanum og í nefnara tala þeirra þingmanna og varaþingmanna sem kjósa átti. Framtilsumars 1959 varatkvæðatalaframbjóðendareiknuð á sama hátt nema að hún fór að öllu leyti eftir listanum eins og hann var eftir breytingar. Samkvæmt þeim reglum sem gilda nú skipta frambjóðendur um sæti ef meiri hluti kjósenda færir þann sem ofar er niður fyrir hinn með því að strika yfir nafn hans eða lækka hann á lista með nýrri tölusetningu. í aftasta dálki í töflu 10 á bls. 64-66 sést atkvæðatala sem hver þingmaður hlaut í sitt sæti á lista eða ofar. Breytingar á listum breyttu engu um röð manna á þeim í alþingis- kosningunum 1991. kosningunum 1987: Guðmundur H. Garðarsson var í 11. sæti á lista, en listinn hafði haft 6 þingmenn í kjördæminu, Kristinn Pétursson var í 3. sæti á lista sem hafði haft 2 þingmenn í kjördæminu og Guðrún Halldórsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir voru í 4. og 6. sæti á lista, en listinn hafði haft 3 þingmenn í kjördæminu. Átta hinna 46 þingmanna, sem sóttust eftir endurkjöri, náðu ekki kosningu: Árni Gunnarsson, Danfríður Kristín Skarphéðinsdóttir, GuðmundurÁgústsson. Jóhann Einvarðs- son, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Júlíus Sólnes, Málmfríður Sigurðardóttir og Óli Þ. Guðbjartsson. Náðu því kjöri 38 af fráfarandi þingmönnum en nýkosnir þingmenn voru 25: Árni R. Árnason, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Einar K. Guðfinnsson, Finnur Ingólfsson, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Hallvarðsson, Gunnlaugur Stefánsson, Ingibjörg SólrúnGísladóttir.IngibjörgPálmadóttir, JóhannÁrsælsson, JóhannesGeirSigurgeirsson.JónaValgerðurKristjánsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Sigbjörn Gunnars- son, Sigríður A. Þórðardóttir, Sturla Böðvarsson, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson og Össur Skarphéðinsson. Þrír þessarajúngmanna höfðu verið kjörnir sem aðalmenn á þing áður: Arni Johnsen (1983), Gunnlaugur Stefánsson (1978) og Ólafur Ragnar Grímsson (1978 og 1979). Árniog Ólafur Ragnar höfðu einnig tekið sæti á Alþingi sem varamenn. Það höfðu einnig þau Einar K. Guðfinnsson, Finnur Ingólfs- son, Jóhann Ársælsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Kristín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Alþingiskosningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþingiskosningar
https://timarit.is/publication/1387

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.