Alþingiskosningar - 01.03.2002, Side 14
12
Alþingiskosningar 1999
sjálfkrafa kosningarrétt lengdur úr fjórum árum í átta ár, talið
frá 1. desember næstum fyrir kj ördag. Hafi menn átt lögheimili
erlendis lengur en átta ár geta þeir áfram átt hér kosningarrétt
hafi þeir sótt um það til Hagstofu íslands. Sé umsókn
fullnægjandi skal umsækjandi tekinn ákjörskrá í því sveitar-
félagi þar semhann átti síðast lögheimili hér á landi. Akvörðun
um að einh ver sé þannig tekinn á kjörskrá gildir í ljögur ár frá
1. desember næstum eftir að umsókn var lögð fram.17
I 3. yfírliti er sýnd tala kjósenda á kjörskrá sem lögheimili
áttu erlendis í kosningum frá því árið 1987. Sést þar að þeir sem
áttu lögheimili erlendis við alþingiskosningar 1999 voru 7.984
eða4,0%kjósendatölunnarogsvararþaðtil2,9%afíbúatölunni.
Þessum kjósendum fjölgaði frá alþingiskosningunum 8. apríl
1995 um 1.653 eða 26%. Kjósendum með lögheimili á íslandi
fjölgaði á sama tímabili um 7.854 eða 4,2%.
Breytingar á hlutfalli kjósenda af íbúafjölda hafa að hluta
ráðist af íbúaskráningu námsmanna. Þeir sem fara utan til
náms halda yfirleitt lögheimili sínu og kosningarrétti á
Islandi. í lögum um lögheimili segir: „Sá sem dvelst erlendis
við nám eða vegna veikinda, getur áfram átt lögheimili hér á
landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því sveitarfélagi
þar sem hann átti lögheimili er hann fór af landi brott enda sé
hann ekki skráður með fasta búsetu erlendis.“18 Hliðstætt
ákvæði var í lögheimilislögum frá 1960.19 Island gerðist aðili
aðNorðurlandasamningi um almannaskráningu í febrúar 1969
er tók gildi 1. október saiua ár.20 Núverandi samningur um
þetta efni er frá árinu 1990.21 Samningurinn felur það meðal
annars í sér að sérhver einstaklingur, sem tekinn er á íbúaskrá
í einu aðildarríki, skal um leið felldur af skrá í því landi sem
hann flytur frá. Til þess að leysa þann vanda um ákvörðun
kosningarréttar sem myndaðist vegna þessa, var sá háttur
hafður árin 1971-1983 að fólk innan tiltekins aldurs (28 ára og
yngra) sem flust hafði til annarra Norðurlanda var tekið á
kjörskrárstofna. Sveitarstjórnir felldu þá af kjörskrárstofhum
sem ekki voru námsmenn. Námsmenn sem voru yfir aldurs-
markinu voru teknir á kjörskrá bæru þeir fram ósk um það.
Islensku námsfólki á hinum Norðurlöndunum fj ölgaði mikið á
árunum 1968-1983, ogþar sem það komfram í kjósendatölunni
en ekkimannfjöldatölunni hækkaði kjósendahlutfallið umfram
það sem annars hefði orðið.
Með breytingum þeim á kosningalögum sem komu til
framkvæmda árin 1987 og 1991 og fyrr var getið eiga allir
þeir sem flust hafa af landi brott kosningarrétt tiltekinn
áraljölda að öðrum lagaskilyrðum fullnægðum. Þar með er
fallin niður hin sérstaka aðferð þjóðskrár til þess að koma
námsmönnum annars staðar á N orðurlöndum á kj örskrárstofn
fyrir alþingis- og forsetakosningar.
Samkvæmt eldri kosningalögum skyldu menn vera á kj ör-
skráí því sveitarfélagi þarsem þeiráttu lögheimili 1. desember
næst áundan þeim tíma er kjörskrár skyldu lagðar fram. Við
forsetakjör 25. júní 1988 áttu menn því kosningarrétt þar sem
lögheimili þeirra var 1. desember 1987. Árið 1991 breyttust
kosningalög þannig að þá skyldi taka menn á kjörskrá í því
17 1. og 4. gr. laga nr. 10/1991.
'* l.mgr. 9. gr.laganr. 21/1990.
15 1. mgr. 10. gr. laganr. 35/1960.
20 Auglýsing nr. 2/1969 í C-deild Stjórnartíðinda.
21 Auglýsingnr. 13/1990 í C-deild Stjórnartíðinda.
sveitarfélagi þar sem þeir voru skráðir með lögheimili
samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár sjö vikum fyrir kjördag.22
Árið 1995 var viðmiðunartíma kjörskrár breytt úr sjö
vikum í þrjár vikur fý’rir kjördag.23 Samkvæmt því skal taka
menn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eru skráðir
með lögheimili þremur vikum fýrir kjördag. Kjörskrá fyrir
alþingiskosningar var því miðuð við skráð lögheimili 17.
apríl 1999 samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár.
Hagstofa Islands lætur sveitarstjórnum í té stofn að
kjörskrá24 sem þær gera síðan svo úr garði að úr verður gild
kjörskrá. Hana skal leggja fram eigi síðar en 10 dögum fyrir
kjördag.25 Sveitarstjórn ber að leiðrétta kjörskrá fram á
kjördag berist henni vitneskja um andlát eða að einhver hafi
öðlast íslenskt ríkisfang eða misst það, svo og vegna
athugasemda sem við hana eru gerðar efvið á. Hins vegar er
óheimilt er að breyta kjörskrá vegna flutninga sem hafa ekki
verið tilkynntir þjóðskrá fyrir viðmiðunardag kjörskrár
þremur vikum fyrir kjördag.26 Með þessum ákvæðum féll
niður hin sérstaka kærumeðferð hjá sveitarstjórn eða fyrir
dómi sem var í gildi samkvæmt eldri lagafyrirmælum.
Fjöldi einstaklinga á kjörskrárstofni hefur ævinlega verið
hærri enáendanlegrikjörskrá, enfráárinu 1991 hefurmunað
sáralitlu. Stafar það fýrst og fremst af því að ekki eru lengur
teknir ákjörskrárstofn aðrir en þeir sem náð hafa kosningaaldri
á kjördegi. Aðrar ástæðureru styttri framlagningarfresturen
áðurogafnám kjörskrárkæra. Flestarbreytingarfrákjörskrár-
stofni til endanlegrar kjörskrár verða nú vegna dauðsfalla en
ríkisfangsbreytingar geta einnig skipt máli.
I 4. yfirliti er sýndur fjöldi einstaklinga á kjörskrá og
kjörskrárstofni eftir kjördæmum við alþingiskosningar 1999.
Lögheimili erlendis áttu 7.984 manns eða 4,0% af öllum
einstaklingumákjörskrá.Kjósendurákjörskrámeðlögheimili
erlendis voru tiltölulega flestir í Reykjavík, 4,9% af öllum á
kjörskrá þar, en fæstir í Norðurlandskjördæmi vestra. 1,9%
af kjósendum á kjörskrá.
Kjósendur sem á sínum tíma hefðu ekki getað tekið þátt
í alþingiskosnum 1995 (ekki orðnir 18 ára á kjördag) voru
17.668 eða 8.8% þeirra sem voru á kjörskrá nú.
Tafla 1 á bls. 34-38 sýnir fjölda kjósenda á kjörskrá eftir
kyni í hverju kjördæmi, í hverju sveitarfélagi og á hverjum
kjörstað þegar þeir eru fleiri en einn. I 5. yfírliti er sýnd tala
kjósenda á hvern þingmann í hverju kjördæmi í alþingis-
kosningum 1983-1999.
í töflu 2 á bls. 39-41 sést einnig fjöldi kjósenda á kjörskrá
í hverju kjördæmi og sveitarfélagi sem lögheimili áttu hér á
landi og erlendis. Á skýrslum þeim til Hagstofunnar sem
undirkjörstjórnir gera um kosninguna, ber að tilgreina tölu
kjósenda sem lögheimili eiga erlendis. Nokkur misbrestur
hefur orðið á því að þessu væri sinnt sem skyldi. Hér eru
birtar tölur þessara kjósenda samkvæmt kjörskrárstofnum
Hagstofunnar, enda mun fátítt að sveitarstj órnir geri breyting-
ar á kjörskrá varðandi þá.
22 4. gr. laga nr. 10/1991.
23 6. gr. laga nr. 9/1995.
24 14. gr. laga nr. 80/1987, sbr. 3. gr. laga nr. 10/1991.
25 1. mgr. 19. gr. laga nr. 80/1987, sbr. 8. gr. laga nr. 9/1995.
26 1. mgr. 21. gr. laga nr. 80/1987, sbr. 10. gr. laga nr. 9/1995.