Alþingiskosningar - 01.03.2002, Side 15
Alþingiskosningar 1999
13
3. Kosningaþátttaka
Participation in the elections
Við kosningarnar 8. maí 1999 greiddu atkvæði alls 169.424
kjósendur eða 84.1% af öllum kjósendum á kjörskrá. Er þetta
minnsta þátttaka í alþingiskosningum síðan 1942. Mest varð
hún 92.1%árið 1956. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20.-23.
maí 1944 um niðurfellingu sambandslagasamningsins við
Dani frá 1918 og stofnun lýðveldis var þátttakan 98.4%.
í 2. yfirliti er sýnd kosningaþátttaka síðan 1874, íýrir
kjósendur í heild svo og karla og konur sérstaklega. Við
kosningamar 1999 greiddu atkvæði 83,8% karla sem voru á
kjörskrá, en 84,4% kvenna. Þátttaka karla var meiri en
kvenna í öllum alþingiskosningum til ársins 1991 en árið
1995 varð þátttaka kvenna meiri en karla í fyrsta skipti. Við
forsetakjör 1980. 1988 og 1996 var þátttaka kvenna einnig
meiri enkarla. Kosningaþátttakakvennaí alþingiskosningunum
1999 var meiri en þátttaka karla í fimm kjördæmum en minni
í V esturlandskj ördæmi og N orðurlandskj ördæmunum tveimur.
16. yfirliti sést hve kosningaþátttaka var mikil í einstökum
kjördæmum. Mest var kosningaþátttaka í Vesturlands-
kjördæmi, 88,7%, og þar var jafnframt mest þátttaka karla,
90,1% en kvenna í Suðurlandskjördæmi, 89,2%. 1 Reykja-
víkurkjördæmi var þátttakan minnst, 82,1%. Þátttaka karla
og kvenna var einnig minnst þar, 81,3% og 82,8%. Hér
verður þó að hafa í huga að þar eru langflestir á kjörskrá sem
eiga lögheimili erlendis en nýta sér ekki kosningarrétt sinn.
í töflu 1 er sýnt hve margir kjósendur greiddu atkvæði og
hlutfallsleg þátttaka þeirra í hverju sveitarfélagi. Hver
kjósandi er talinn í því sveitarfélagi þar sem hann stóð á
kjörskrá en ekki þar sem hann greiddi atkvæði ef hann nýtti
sér heimild til þess að greiða atkvæði í öðru sveitarfélagi í
kjördæminu. I 7. yfirliti sést hvernig sveitarfélögin innan
hvers kjördæmis og á landinu í heild skiptust eftir kosninga-
þátttöku. Við alþingiskosningarnar 1999 liggja fyrir tölur
um kjörsókn í 64 sveitarfélögum eftir því hvort kjósandi átti
lögheimili hér á landi eða erlendis. I þessum sveitarfélögum
voru kjósendur á kjörskrá 174.722, 167.470 með lögheimili
á íslandi og 7.252 erlendis. Af þeim kusu 146.098 alls, þar
af 144.655 með lögheimili innan lands og 1.443 utan lands.
Kosningaþátttaka í þessum sveitarfélögum varð 83.6% í
heild, 86,4% meðal þeirra sem áttu lögheimili hérlendis og
19,9% meðal þeirra sem áttu lögheimili erlendis.
4. Atkvæðagreiðsla á kjörfundi
Voting at polling stations
Heimild til þess að hafa fleiri en eina kj ördei ld í sveitarfélagi27
hefur verið notuð á ýmsum stöðum eins og sjá má í töflu 1.
í Reykjavík voru 98 kjördeildir, þar af 97 í Reykjavíkur-
kjördæmi og 1 í Reykjaneskjördæmi, 17 í Kópavogi, 12 í
Hafnarfirði og 9 á Akureyri. Alls voru kjördeildir á landinu
325. Í 8. yfirliti sést tala kjördeilda í almennum kosningum
frá því að hennar er fýrst getið í skýrslu um alþingiskosning-
arnar 1931.
Kjörstjóm má leyfa manni að greiða atkvæði þótt nafn hans
1. mgr. 6. gr. laga nr. 80/1987.
standi ekki á kjörskrá í kjördeildinni ef hann sannar með
vottorði að hann sé á kjörskrá í annarri kjördeild innan sama
kjördæmis, hafi afsalað sér kosningarrétti þar og vottorðið sé
gefíð út af undirkjörstjóm þeirrar kjördeildar.28 Mikilvægi
þessa ákvæðis, sem hefur gilt ffá því 1916,29 hefúr farið
síminnkandi frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 1918, er 2,9%
kjósenda neyttu þessa réttar. Þá og allt til sumarkosninga árið
1959 voru þessi atkvæði að hluta aðsend atkvæði sem fýrirséð
var að kæmust ekki í heimakj ördeild kj ósenda áður en kj örfundi
lyki. Við alþingiskosningar 1999 greiddu aðeins 5 kjósendur
atkvæði á kjördegi í öðru sveitarfélagi en þar sem þeir stóðu á
kjörskrá. Heimild 82. gr. kosningalaga nær einnig til atkvæða-
greiðslu í annarri kjördeild innan sama sveitarfélags. Við
kosningarnar 1999notfærðu 83 kjósendur sér þessaheimild. I
Reykjavík hefur hún einkum verið notuð af kjósendum sem
nýttu sér gott aðgengi fýrir fatlaða í húsi Sjálfsbjargar, en þar
var kjördeild í öllum kosningum á árunum 1978-1998. Við
alþingiskosningarnar 1999 var ekki talin þörf fýrir kjördeild
þar því að aðgengi væri gott á öllum kjörstöðum í kjördæminu.
I 9. yfirliti er sýnd tala þeirra karla og kvenna sem kusu í
hverju kjördæmi samkvæmt útgefnu vottorði, og í 6. yfirliti
sést hlutfallstala þessara atkvæða af heildartölunni.
5. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Absentee voting
Kjósandi sem gerir ráð fýrir því að hann geti ekki vegna
fjarveru eða af öðrum ástæðum sótt kjörfúnd á kjördegi á
þeim stað þar sem hann er á kjörskrá, hefúr heimild til að
greiða atkvæði utan kjörfundar.30
Skilyrði þess að mega greiða atkvæði utan kj örfundar hafa
verið rýmkuð á síðari árum. Við kosningarnar árið 1916, er
slík atkvæðagreiðsla fór fýrst fram samkvæmt lögum frá
árinu 1914, og lengi síðan var heimildin bundin við sjómenn
og aðra, sem staddir yrðu utan þess hrepps eða kaupstaðar
þar sem þeir stóðu á kjörskrá þá er kosning færi fram, og
neyttu ekki hins almenna réttar til þess að greiða atkvæði á
öðrum kjörstað í samakjördæmi (sbr. 4. kaflahéráundan).31
Arið 1974 var heimildin látin ná til þeirra sem samkvæmt
læknisvottorði var ráðgert að dveljast myndu á sjúkrahúsi á
kjördegi svo og barnshafandi kvenna sem ætla mátti að ekki
gætu sótt kjörfund á kjördegi.32
Frá árinu 1983 máttu þeir einnig greiða atkvæði utan
kjörfundar sem gátu ekki sótt kjörfund á kjördegi af trúar-
ástæðum.33
Með nýjum kosningalögum árið 1987 er kjósanda, sem
greiðir atkvæði utan kjörfundar, ekki lengur gert að tilgreina
ástæðu þess að hann muni ekki geta sótt kjörfund á kjördegi.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram hjá
2' 1. mgr. 82. gr. laga nr. 80/1987.
29 32. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 28/1915.
30 62. gr. laganr. 80/1987.
31 1. gr. laga nr. 47/1914. Um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar giltu sérstðk
lög sem voru ekki hluti laga um kosningar til Alþingis. Með nýjum
kosningalögum árið 1934 voru ákvæði um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
felld inn i lög um alþingiskosningar.
32 2. gr. laganr. 15/1974.
33 2. gr. laga nr. 4/1983.
27