Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.08.2019, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 22.08.2019, Blaðsíða 2
Hundrað sóttu um í tölvuleikjagerð hjá Keili – Nýtt nám til stúdentsprófs hafið á Ásbrú Um eitthundrað nemendur sóttu um í nám í tölvuleikjagerð í nýjum Mennta- skóla Keilis á Ásbrú og aðeins tæplega helmingur þeirra komst að. Fyrsta skólasetning nýrrar námsbrautar Menntaskólans á Ásbrú fór fram í gær að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þar komu saman nemendur í fyrsta árgangi tölvuleikjagerðarbrautar skólans en nýbreytni er að boðið sé upp á slíkt nám á framhaldsskólastigi hér á landi. Alls 44 nemendur hefja námið nú og er kennsla hafin. Fleiri möguleikar til náms „Tilurð þessarar nýju brautar er gott dæmi um árangursríkt samstarf stjórnvalda, menntakerfisins og atvinnulífsins og vil ég þakka Keili, Samtökum iðnaðarins, Samtökum leikjaframleiðenda og Sam- tökum verslunar og þjónustu fyrir árangursríka samvinnu við það að koma brautinni á laggirnar. Með þeirri ákvörðun, að veita fjármagni til þessa verkefnis, standa vonir til þess að með auknu náms- framboði á framhaldsskólastigi finni fleiri nem- endur nám við hæfi að loknum grunnskóla. Það er fátt eins nauðsynlegt fyrir okkur sem samfélag en að hver og einn fái notið sín í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði ráðherra við setningu skólans. Námið byggir á kjarna- og valfögum sem ein- skorðast ekki aðeins við forritun heldur á að taka á fjölbreyttum þáttum skapandi starfs leikjagerðarfólks, s.s. hönnun, tónlist, hljóð- upptökum, verkefnastjórnun, heimspeki o.fl. Þá er starfsnám og verkefna- og hópavinna mikil- vægur hluti námsins. Nútímalegir kennsluhættir og engin lokapróf „Við Menntaskólann á Ásbrú ætlum við, í sönnum Keilisanda, að vanda okkur og viðhafa nútímalega vinnuhætti nemenda og kennara. Við „flippum“ kennslunni, við eflum ábyrgð nemenda, við ýtum undir að nemendur fari út fyrir rammann í verkefnum sínum og leiti sér þekkingar á fleiri stöðum en kennslubókum. Við tökum ekki lokapróf, námsmat verður fjölbreytt og oftar en ekki til leið- sagnar. Við stöndum saman að því að þróa kennslu- hætti á þann hátt sem nýtist nemendum, sem eflir áhuga þeirra, kveikir neista og eflir tengsl þeirra innbyrðis. Nemendur fá bæði að vinna í skapandi greinum og í fjölbreyttum greinum sem efla þau í tölvuleikjagerð og eru mikilvægur liður í því að nemendur okkar þrói með sér hæfileika til þess að geta orðið góðir liðsmenn í tölvuleikjagerðarteymi í framtíðinni,“ sagði Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ásbrú. Nanna sagði einnig að lögð yrði áhersla á að nem- endur efli með sér færni í samskiptum. „Það vill svo til að í heimi tölvuleikjagerðar skiptir teymisvinnan og verkefnastjórnin miklu máli en það vill líka svo til að í heiminum almennt skipta samskipti máli. Við þurfum alls staðar þar sem við komum að vinna með fólki og eiga sam- skipti. Við munum gefa nemendum okkar færi á að vinna í samskiptamálum sínum. Við viljum strax frá fyrsta degi að nemendur líti svo á að það sé ákveðin vegferð að verða flinkur í samskiptum. Við getum öll bætt okkur og unnið í sjálfum okkur hvað það varðar.“ FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Það verður plastlaus september, ætlar þú að taka þátt? Grétar Hilmarsson: „Ég tek ekki þátt. Það eru fyrir- tækin sem þurfa að breyta fyrst hjá sér og þá koma einstakl- ingarnir á eftir.“ Naomie Lind Jónasdóttir: „Ég reyni að gera mitt besta. Oftast hugsa ég um að flokka heima, þvo plast og setja í rétta tunnu.“ Róbert Allen: „Ég mun gera mitt besta. Ég tek aldrei plastpoka úr búðum og á fullt af maís- pokum heima sem ég nota þegar ég þarf. Ég kaupi ekki gos í plast- flöskum og lítið af áldósum því þær eru húðaðar með plast- filmu að innan.“ Viktoría Auður Kennethsdóttir: „Já ég er búin að vera plastlaus í hálft ár. Ég tek ekki plastpoka í búðum, heldur set vörurnar í marg- nota poka. Ég kem yfirleitt með fjölnotapoka í grænmetis- deildina. Það fer í taugarnar á mér hversu mikið af grænmeti er pakkað inn í plast, ég vil sjá meira af pappírspokum eða maíspokum þar.“ SPURNING VIKUNNAR Vel heppnuð haustráðstefna fyrir grunnskólana Haustráðstefna fræðslusviðs Reykja- nesbæjar fyrir grunnskólana í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ var haldin í Hljómahöll 13. ágúst. Að sögn Haraldar Axels Einarssonar grunnskólafulltrúa Reykjanesbæjar var mikil ánægja með ráðstefnuna á meðal ráðstefnugesta. Að þessu sinni var sjónum beint að stórum viðfangsefnum sem snerta alla aðila skólasamfélagsins. Breyttir tímar í skólastarfi Fjögur erindi voru á dagskrá ráð- stefnunnar, Menntun og velferð fyrir alla; skóli margbreytileika, fjölmenn- ingar og vináttu. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála í Reykjanesbæ fjallaði um fjölmenn- ingarlegt skólastarf og menningar- næmi í leik og starfi. Hilma kom inn á mikilvægi þess að starfsfólk, íbúar og fyrirtæki stuðli í sameiningu að samfélagi þar sem allir hafi jöfn tæki- færi til félagslegrar þátttöku og upplifi að þeir tilheyri samfélaginu. Að mati hennar liggur lykillinn að því að ná þessu markmiði í vinsamlegu og fag- legu viðmóti, auknum persónulegum tengslum og vináttu á meðal íbúa af ólíkum uppruna. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi á fræðslusviði Reykja- nesbæjar kynnti uppbyggingu á stöðu- mati fyrir nýkomna nemendur af erlendum uppruna sem hefur verið samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar og Árborgar. Stöðu- matið veitir nemendum tækifæri til að segja frá og sýna fram á fyrri þekkingu og reynslu. Niðurstöðurnar gefa skýra mynd af námslegri stöðu nemenda sem auðveldar skipulag á móttöku og kennslu. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræði- kennari með ástríðu fyrir miðlun vísinda fjallaði um mikilvægi þess að setja umhverfismál á oddinn í skólastarfinu í kjölfar sjónvarps- þáttaraðarinnar Hvað höfum við gert? Sævar Helgi flutti erindi sitt af mikilli innlifun enda umhverfismálin hans hjartans mál og hreyfði hann svo sannarlega við ráðstefnugestum. Umhverfismál eru menntamál svo mikið er víst. Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráð- gjafi í tækni, nýsköpun og skólaþróun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði ræddi meðal annars um hinar fjölmörgu leiðir til náms, nauðsyn þess að vinna sem teymi og mikilvægi sköpunar. „Að búast við því að barn læri best með því að lesa í kennslubók er eins og að fletta ferðabæklingi og kalla það sumarfrí,“ sagði Ingvi Hrannar þegar hann var að leggja áherslu á mikilvægi fjölbreytni í námsaðferðum. Kristín María Gunnarsdóttir lauk ráðstefnunni með hugvekju á léttu nótunum sem ráðstefnugestir tóku með sér sem veganesti inn í skólaárið með bros á vör. Jóhann Friðrik Friðriksson, nýr framkvæmdastjóri Keilis, Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Hjálmar Árnason, fráfarandi framkvæmdastjóri Keilis, klipptu á borða við upphaf náms í tölvuleikjagerð. VF-myndir/pket. Fyrsti hópurinn í tölvuleikjagerðarnáminu. Spennt fyrir nýju námi en ekki óvön grjónapúðum Lovísa Gunnlaugsdóttir og Stefán Ingi Víðisson eru í fyrsta hópnum sem fer í tölvuleikjagerðarnámið. Það leggst vel í þau. „Mig langaði að prófa eitthvað annað en þetta hefðbundna nám. Umhverfið og skólastofan leggst vel í mig. Við erum þó ekki óvön þessu því við þekkjum þetta úr skólanum okkar, Heiðarskóla í Reykjanesbæ,“ sagði Lovísa og bætti því við að það opnuðust ýmsir möguleikar í fram- tíðinni eftir svona nám. „Ég hef alltaf haft mikinn áuga á tölvu- leikjum. Þegar tækifærið kom að geta skapað og búið til sjálfur og komast í nýtt og óhefðbundið nám, þá stökk ég á tækifæri. Ég sé alveg fyrir mér að starfa við þetta í framtíðinni. Ég fer mikið í tölvuleiki en hef þó ekki gert neitt í tölvuleikjagerð hingað til. Það verður gott að losna við hefðbundnum hvítu veggina og skjávarpann. Það eru komnir sófar og grjónapúðar sem mér líst vel á þó svo þetta sé ekki alveg nýtt fyrir okkur í Heiðarskóla. Ég held að maður muni fá breiðan grunn eftir námið sem mun nýtast í öðrum störfum,“ sagði Stefán Ingi. Þegar þau voru spurð um vinsælasta tölvuleik unga fólksins í dag var svarið einfalt: „Mind craft er vinsælasti tölvuleikurinn hjá unga fólkinu. Þú byggir þína eigin veröld úr kubbum,“ sögðu þau bæði. 2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.