Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.08.2019, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 22.08.2019, Blaðsíða 10
Allir leikskólar á Íslandi fá nú heildstætt efni úr verkefninu Lærum og leikum með hljóðin, sem er framlag Bryndísar Guðmundsdóttur, talmeinafræðings, til allra barna landsins. Bryndís hefur starfað í rúmlega þrjátíu ár sem talmeina- fræðingur hérlendis og hefur gefið út efni ætlað barnafjölskyldum og skólum. Efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar en í pakkanum sem leikskólarnir hlutu að gjöf á dögunum má finna verkefnabók, myndaspjöld, kennslubók fyrir bókstafinn R, kennslubók fyrir bókstafinn S, límmiðasett, málhljóðapúsl, tvö púsl með samhljóðum og sérhljóðum og vinnusvuntur. Að lokum verða fimm smáforrit fyrir iPad gefin til allra skólanna. „Börn fæðast með misjöfn spil á hendi og við þurfum alltaf að leggja áherslu á að öll börn fái sömu tækifæri. Þessi grunnur að jöfnuði er lagður í leikskólana, að öll börn, sama úr hvers konar umhverfi þau koma, hafi sömu tækifæri þegar þau hafa lokið skólagöngu sinni. Mér finnst þetta rosalega mikils virði,“ sagði Bryn- dís við afhendingu pakkanna til leikskólanna í Reykjanesbæ sem fram fór í Fjölskyldusetrinu í síðustu viku. Læsi eykur framtíðarmöguleika Námsefnið byggir á fagþekkingu talmeinafræð- innar, rannsóknum og reynslu Bryndísar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. „Við vitum að það er mikilvægt að leggja grunn að læsi frá unga aldri með áherslu á þá þætti sem rannsóknir sýna að skipta meginmáli fyrir framtíðarnám barnanna okkar. Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðavitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd að setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslenskunnar. Það er von okkar allra sem stöndum að verkefninu að með góða íslenskukunnáttu og læsi í farteskinu aukist fram- tíðarmöguleikar og jöfnuður á meðal allra barna sem alast upp á Íslandi,“ segir Bryndís en sam- starfsaðilar verkefnisins eru fyrirtækin Marel, Lýsi, IKEA og hjónin Björgólfur Thor og Kristín Mikilvægt að leggja grunn að læsi frá unga aldri Gefur til allra leikskóla landsins „Þurfum að leggja áherslu á að öll börn fái sömu tækifæri,“ segir talmeinafræðingurinn Bryndís GuðmundsdóttirBryndís Guðmundsdóttir hefur starfað sem talmeinafræðingur í 30 ár. Bryndís afhendir Brynju og Halldóru frá leikskólanum Vesturbergi gjöfina. Læsi er mikilvægt að hafa í farteskinu að sögn Bryndísar. FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS KRÍURNAR Í NORÐURKOTI Menntaskólinn á Ásbrú tekinn til starfa TÖLVULEIKJAGERÐ Á ÁSBRÚ Á FJÓRHJÓLUM FRÁ REYKJANESI Á LANGANES Horn í horn Fyrsti þáur eftir sumarfrí! 10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.