Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.08.2019, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 22.08.2019, Blaðsíða 8
KRÍAN MERKT MEÐ GPS-TÆKJUM „Þetta er ótrúlega merkilegt verkefni og við erum í fyrsta skipti á Íslandi að setja út GPS-tæki á þessa athyglis- verðu fugla. Þetta er líka í fyrsta skipti í heiminum sem við erum að skoða þetta far með tækjum sem gefa okkur þessa miklu nákvæmni. Kríur fara lengst allra fugla í sínu árlega fari. Þetta er heimsmeistarinn í farflugi sem við erum núna í fyrsta skipti að skoða með þessari nákvæmni. Krían hefur verið skoðuð áður með tækjum sem eru kölluð ljósritar en þau gefa bara 150-200 km. nákvæmni á meðan GPS-tækin segja okkur nákvæmlega hvar þær eru,“ segir Dr. Freydís í samtali við blaðamann Víkurfrétta, sem fylgdist með vísindafólkinu að störfum í heiðinni ofan við Norðurkot í Sandgerði í sumar. „Nú getum við svarað spurningum um hvert þær fara nákvæmlega, hvar þær eiga stoppistöðvar á þessari far- leið alveg suður á Suðurskautslandið. Stoppa þær í Vestur-Afríku eða stoppa þær í Brasilíu? Hvað eru þær lengi á Antartíkuskaganum og svo fram eftir götunum.“ Verkefni vísindafólksins er þríþætt. Einn þáttur þess, sem er mikilvægur fyrir okkur á Íslandi, er hvar krían fer í æti. „Það er svo merkilegt við þau tæki sem við erum að nota í dag að þau gefa okkur gögnin í svokallaðan beini. Við erum með tæki sem við setjum á kríurnar og núna í morgun fengum við fyrstu niðurstöðurnar, þannig að við vitum hvar þær voru í æti í gær og í morgun. Þær flugu héðan frá Norðurkoti og allt upp í 20 km. út á Faxaflóa þar sem þær voru í æti og komu svo til baka og skiptu við makann sinn á hreiðrinu, þar sem þær eru ennþá að unga út eggjum,“ sagði Dr. Freydís þegar Víkurfréttir ræddu við hana 24. júní. „Þetta er í fyrsta sinn sem við fáum þessar upp- lýsingar fyrir Ísland. Þessi tæki með beini eru núna í fyrsta skipti notuð til að skoða far þessara fugla.“ KRÍAN ANNAST LOFTVARNIR FYRIR ÆÐARBÆNDUR — Erum við að fá mun nákvæmari mynd af ferðalagi þessara fugla en áður var þekkt? „Miklu nákvæmari mynd. Þetta er í fyrsta skipti fyrir vísindaheiminn og að þetta sé gert hér í Norðurkoti er bara dásamlegt“. Einn þátturinn í verkefninu er að skoða þetta sambýli á milli æðarfugla, æðarbænda og kríunnar. Þar er velt upp spurningunni hvort það sé kostur fyrir æðarræktina að vera með kríur og er það kostur fyrir kríurnar að fá að verpa innan æðarvarpsins? „Fyrstu upplýsingar sem við erum að fá út úr þeirri rannsókn er að það er betri álega, fleiri egg í hreiðri og álegan fór fyrr af stað inni í æðarvarpinu heldur en hérna utan æðarvarpsins. Ég hugsa að æðarbændurnir veiti kríunni skjól. Og þar sem við höfum verið að tala við æðarbændur, þá er kostur fyrir þá að vera með kríurnar sem loftvörn fyrir æðarvarpið sitt.“ — Er krían það skynsamur fugl að hún veit að hún fær verndina hér í æðarvarpinu? „Já, ég er alveg sannfærð um það og svo eru Hanna Sigga og Palli svo dá- samleg. Hver vill ekki vera hjá þeim?“ segir Dr. Freydís og vísar þar til Sig- ríðar Hönnu Sigurðardóttur og Páls Þórðarsonar sem eru æðarbændur í Norðurkoti en þau hafa skotið skjóls- húsi yfir vísindafólkið. MEÐ STUÐNING FRÁ NATIONAL GEOGRAPHIC — Þú ert með fullt af fólki hérna með þér í þessu verkefni. Hvað ætlið þið svo að gera við þessar niðurstöður og hversu umfangsmikil er rann- sóknin? „Við erum að minnsta kosti fimm þjóðlönd samankomin hér. Þetta byrjaði þegar ég var sjálf í starfi við Exeter Háskóla í Bretlandi og kynntist þar samstarfskonu minni, henni dr. Lucy Hawkes sem svo kynnti mig fyrir samstarfskonu sinni, dr. Söru Maxwell. Sara er við Washington- háskóla í Seattle í Bandaríkjunum. Hér eru svo tveir doktorsnemar frá Exeter háskóla. Svo eru meistaranem- endur mínir hérna og einnig breskur fuglaljósmyndari sem hjálpar okkur að finna fótamerkin og tækin. Við erum í það minnsta átta hérna að vinna bara í þessu. Við byrjuðum að vinna að rannsókn- ina í fyrra, fengum styrk frá Natio- nal Geographic þannig að við gætum keypt svolítið af þessum tækjum. Ég fékk svo styrk frá Háskóla Íslands til að kaupa fleiri tæki sem við erum að setja út núna í ár. Sara fékk einnig styrk frá háskóla sínum. Þetta er umfangsmikið verkefni, þvert á vísindalegt samfélag. Það fara tals- verðir fjármunir í þessa rannsókn. Við erum að svara mikilvægum spurningum og það verður frábært þegar við náum tækjunum og upp- lýsingunum til baka. Þá kemur það í hlut okkar að leiðbeina doktors- nemum og meistaranemendum að skrifa góða pistla og vísindagreinar sem ég er sannfærð um að verði veiga- mikið fyrir vísindaheiminn og þessa þekkingu í vísindaheiminum. Einnig fyrir samfélag okkar því fyrir okkur er krían tákn sumarsins. Hún er svo mikilvæg fyrir okkur eins og aðrir sjófuglar. Hún segir okkur hvað er að gerast í hafinu sem ávitar á heilbrigði hafsins. Hingað til hefur krían sagt okkur að miklar breytingar hafi átt sér stað í umhverfi sjávar- ins í kringum Ísland. Sérstaklega hér við sunnanvert landið þar sem sandsíli hefur hrunið og sjófuglum hefur gengið illa. Kríurnar gefa okkur þessar upplýsingar mjög hratt, þær munu gefa okkur þær ennþá hraðar og miklu betur með þessum tækjum. Hvert þær fara í æti, hvað þær eru lengi í ætisleitinni, hvað þær eru að koma með til baka og það sjáum við þegar þær koma aftur að hreiðrinu. Þessar upplýsingar eru bæði mikil- vægar fyrir vísindasamfélagið og einnig okkar íslenska samfélag. Með þessum upplýsingum getum við betur tekið ákvarðanir um hvernig við ætl- um að stjórna umhverfismálum og málefnum hafsins.“ KRÍAN LENTI Í KREPPU EINS OG ÍSLENSKT SAMFÉLAG — Við sem ólumst upp við kríuvarpið sjáum að varpsvæði hennar hefur tekið miklum breytingum á fáum árum. „Já. Það kemur að því sem ég sagði áðan með þessa krísu sem hefur verið Vísindamenn frá fimm þjóðum hafa síðustu tvö sumur unnið að rann- sóknum á kríu í landi Norðurkots í Sandgerði undir stjórn Dr. Freydísar Vigfúsdóttur sjávarlíf- fræðings og sérfræðings við Háskóla Íslands. Krían er merkilegur fugl. Kríur fara lengst allra fugla í sínu árlega fari. Þær eru heimsmeistarinn í farflugi sem núna er í fyrsta skipti skoðað með nýjustu tækni af mikilli nákvæmni. „Fyrir okkur er krían tákn sumarsins“ Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is VIÐTAL LJÓSMYNDIR Kristinn Ingvarsson og úr safni Víkurfrétta Dr. Freydís Vigfúsdóttir fangar kríur í gildrur í æðarvarpinu við Norðurkot. GPS-tæki sett á kríu. Búnaðurinn mun skrá allar ferðir hennar næsta árið. 8 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.