Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.08.2019, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 22.08.2019, Blaðsíða 1
NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT - Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða sækja í Nettó. Innflutningur á flugvélaeldsneyti um Helguvíkurhöfn hefur hrunið á þessu ári. Það sem af er ári hefur 37% minna magn eldsneytis farið um olíuhöfnina í Helguvík miðað við sama tíma í fyrra. Allir eldsneytisflutningar fyrir Kefla- víkurflugvöll fara um olíuhöfnina í Helguvík. Á mánudagskvöld kom þangað eldsneytisflutningaskipið Star Osprey með um 40.000 tonn af elds- neyti sem skipað er upp í höfninni og geymt á tönkum í Helguvík. Halldór Karl Hermannsson, hafnar- stjóri Reykjaneshafnar, segir að skipa- komum í Helguvík hafi fækkað mikið í ár. Það sem af er ári hafa 19 fraktskip komið til hafnar í Helguvík en í fyrra voru þau 23 á sama tíma. Þetta eru mun færri skip en árið 2017, því þá höfðu 56 fraktskip komið til hafnar í Helguvík á fyrstu sjö mánuðum ársins. Þá var starfsemi kísilversins í Helguvík í fullum gangi. Þegar talað er um fraktskip þá er átt við öll flutn- ingaskip. Með minni innflutningi á eldsneyti hafa tekjur hafnarinnar einnig dregist saman. Þannig hafa tekjur vegna inn- flutnings á eldsneyti dregist saman um 30% það sem af er ári. Hafnsögubátar aðstoða Star Osprey til hafnar í Helguvík á mánudagskvöld. Skipið er með um 40.000 tonn af flugvélaeldsneyti. VF-mynd: Hilmar Bragi VF-mynd: Páll Ketilsson Hrun í innflutningi á flugvéla- eldsneyti um Helguvíkurhöfn Tölvuleikjanemar með menntamálaráðherra á Ásbrú Makrílævintýrið heldur áfram Alls hafa 1.200 tonn af makríl komið á land í Keflavíkurhöfn það sem af er yfirstandandi makrílvertíð. Vertíðin hófst 13. júlí eða um hálfum mánuði fyrr en í fyrra. Aflinn er meiri og makríllinn stærri og feitari. Nú eru á milli 30 og 40 bátar sem landa makríl í Keflavíkurhöfn. Bát- arnir þurfa heldur ekki að fara langt eftir aflanum. Síðustu daga hafa þeir verið bundnir við bryggjuendann í Keflavíkurhöfn þar sem þeir hafa mokað upp makríl í tonnavís. Annars hafa veiðisvæðin verið rétt við höfn- ina, undir Berginu og í Helguvík. Verð fyrir markílinn er einnig gott en um 100 krónur eru að fást fyrir kílóið. Makrílbátar að veiðum en samt bundnir við bryggju. Ljósmynd: Einar Guðberg Alls er talið að um 570 þúsund erlendir ferðamenn hafi heimsótt Reykja- nesbæ árið 2018 þar sem rúmur helmingur þeirra kom á tímabilinu maí til september. Flestir heimsóttu staðinn vegna nálægðar hans við flug- völlinn og Bláa lónið en heimsóknin var einnig gjarnan hluti af lengri ferð um landið. Flestir komu frá Bandaríkjunum en dreifing búsetulanda var nokkuð jöfn meðal næstu sjö landa. Meðan á dvöl stóð var vinsælast að fara í náttúruböð, heimsækja söfn, fara í hvalaskoðun og smakka mat úr héraði. Þetta kemur fram í skýrslu með niðurstöðum ferðavenjukönnunar 2018 sem ferðamálastofa tók saman. Ferðamenn voru almennt ánægð- ir með dvölina og á skalanum 1-5 mældist ánægjustigið 4,3. Um 52% ferðamanna töldust líklegir til að mæla með Reykjanesbæ sem áfanga- stað og meðmælaskor staðarins (Net Promoter Score - NPS) mældist +42. Það sem helst hvatti ferðamenn til meðmæla var fegurð staðarins þó staðsetning hans og viðmót heima- manna hafi einnig haft talsverð áhrif. Af þeim sem voru hlutlausir eða töldust ólíklegir til að mæla með staðnum sögðu flestir að of lítið væri um að vera og að auka þyrfti framboð afþreyingar og þjónustu á staðnum. Samgöngur og verð á ferðaþjónustu þyrftu auk þess að batna til að þeir yrðu líklegri til meðmæla. Meðalút- gjöld ferðamanna á sólarhring mæld- ust 18.400 kr. í Reykjanesbæ. Út- gjöldin voru hæst í flokki veitinga og matvöru. Í langflestum tilvika (78%) var megintilgangur ferðarinnar frí og ferðafélagarnir fjölskylda og vinir. Flestir ferðamanna (36%) tengdu meginástæðu heimsóknar við flug eða flugvöll. Af þeim sögðu flestir nálægðina við Keflavíkurflugvöll hafa ráðið vali á áfangastað og allnokkrir voru í stopover á lengra ferðalagi. Um 16% sögðu heimsóknina vera hluta af heildarferð um landið og 7% nefndu sérstaklega Bláa lónið. – Fegurð og gott viðmót heimamanna. Tæplega 600 þúsund sóttu bæinn heim árið 2018 Ferðamenn ánægðir í Reykjanesbæ Um eitthundrað nemendur sóttu um í nám í tölvuleikjagerð í nýjum Menntaskóla Keilis á Ásbrú og aðeins tæplega helmingur þeirra komst að. Fyrsta skólasetning nýrrar námsbrautar Menntaskólans á Ásbrú fór fram á mánudag að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Þar komu saman nemendur í fyrsta árgangi tölvuleikjagerðarbrautar skólans en nýbreytni er að boðið sé upp á slíkt nám á framhaldsskólastigi hér á landi. Alls 44 nemendur hefja námið nú og er kennsla hafin. Hér er Lilja með nokkrum kátum tölvuleikjanemum. Sjá bls. 2. „Fyrir okkur er krían tákn sumarsins“ - Sjá miðopnu Víkurfrétta og í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld fimmtudagur 22. ágúst 2019 // 31. tbl. // 40. árg. S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M ■ A Ð A L S Í M A N Ú M E R 4 2 1 0 0 0 0 ■ A U G L Ý S I N G A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 1 ■ F R É T T A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.