Neyslukönnun - 01.07.1993, Page 9

Neyslukönnun - 01.07.1993, Page 9
1.Inngangur 1. Introduction 1.1 Aðdragandi I gildandi lögum um vísitölu framfærslukostnaðar og skipan Kauplagsnefndarnr. 5,22. mars 1984, segirað Kauplagsnefnd skuli eigi sjaldnar en á fimm ára fresti láta fara fram athugun á þ ví hvort ástæða sé til að endurskoða grundvöll vísitölunnar. Telji allir nefndarmenn að lokinni athugun að endurskoðunar sé þörf getur nefndin ákveðið að fram fari neyslukönnun til endurnýjunar á grundvelli vísitölunnar. Að fengnum niðurstöðum er nefndinni - sé hún sammála - heimilt að ákveða framfærsluvísitölunni nýjan grunn án þess að koma þurfi til lagasetningar. Á grundvelli neyslukönnunar, sem fór fram frá miðju ári 1985 til miðs árs 1986, var gerður nýr grundvöllur fyrir vísitölu framfærslukostnaðar. Var vísitalan reiknuð eftir honum í fyrsta skipti í maí 1988. Síðari hluta árs 1989 ákvað Kauplagsnefnd að ný neyslukönnun skyldi fara fram árið 1990 en þá voru liðin fimm ár frá þeirri síðustu. Könnunin hófst í ársbyrjun 1990 og stóð til lokaþess árs. Nýr grundvöllur vísitölu framfærslukostnaðar, byggður á þeirri könnun, var tekinn í notkun í nóvember 1992. 1.2 Fyrri kannanir Fyrsta neyslukönnunin, sem Hagstofan gerði, var ákveðin meðlögumnr. 10,4.apríl 1939. Hagstofanbyrjaði hinsvegar þegar árið 1915, á öðru starfsári sínu, að safna skýrslum um verð á algengum matvörum og nokkrum öðrum nauðsynja- vörum, alls 61 vörutegund. Varupplýsingum safnað íbyrjun hvers ársfjórðungs í verslunum í Reykjavík. Verðbreytingar þessa vörusafns voru fyrstu árin reiknaðar með einföldu meðaltali og án þess að þær væru vegnar eftir samsetningu útgjalda. Árið 1922 gerði Hagstofan hins vegar áætlun um útgjöld tiltekinnar fjölskyldugerðar með tilteknar tekjur. Var þar með fenginn grundvöllur til útreiknings neysluverðs- vísitölu sem síðar var nefnd vísitala framfærslukostnaðar. Vísitala samkvæmt þessum grunni var reiknuð aftur til ársins 1914 á grundvelli þeirra verðupplýsinga, sem Hagstofan hafði áður safnað, og síðan reglulega í októbermánuði ár hvert allt til ársins 1939. Árið 1939 var ákveðið að reikna vísitölu framfærslu- kostnaðar mánaðarlega og var þá ennfremur ákveðið, til þess að grundvöllur vísitölunnar yrði ekki vefengdur, að gerð yrði sérstök rannsókn á útgjöldum heimila. Könnunin fór fram á tímabilinu frá júlí 1939 til júní 1940 og tóku um 40 heimili í Reykjavík þátt í henni. Næst gerði Hagstofan neyslukönnun á árunum 1953 og 1954 og tóku 80 heimili í Reykjavík þátt í henni. Þriðj a ney slukönnunin fór fram á árunum 1964-1965 og tóku þátt í þeirri könnun 100 heimili í Reykjavík. Fjórða neyslukönnun Hagstofunnar hófst síðan á vormánuðum 1979 og lauk snemma sumars 1980. 176 heimili á höfuðborgar- svæðinu tóku þátt í þeirri könnun. Auk þess var til hliðsjónar aflað upplýsinga frá 75 heimilum á fimm stöðum úti á landi, á Isafirði, Akureyri, Neskaupstað, í Vestmannaeyjum og á Hvolsvelli. Aðaltilgangur með neyslurannsókn á lands- byggðinni var að afla upplýsinga um hvort neyslusamsetning þar væri frábrugðin því sem var á höfuðborgarsvæðinu. Við endanlega úrvinnslu var þó eingöngu miðað við heimilin á höfuðborgarsvæðinu. Neyslukönnun sú, sem gerð var árin 1985/1986, var mjög frábrugðin fyrri könnunum. Einstaklingar voru valdir af handahófi úr þjóðskrá án tillits til búsetu. Einingin í könn- uninni var heimili þeirra einstaklinga sem voru valdir. Þátttakendur urðu allir heimilismenn á þeim heimilum. AIls tóku 376 heimili þátt í könnuninni. Þetta var í fyrsta sinn sem heimili í neyslukönnun voru valin af landinu öllu. Þá var einnig horfið frá öllum takmörkunum varðandi heimilisgerð og atvinnu fjölskylduföður. Áður höfðu neyslukannanir Hagstofunnar alltaf einskorðast við hjón, ýmist með eða án barna; auk þess var það skilyrði sett að fjölskyldufaðir væri jafnframt launþegi. Árið 1990 gerði Hagstofan sjöttu neyslukönnun sína. Sú könnun fór fram fr á ársbyrj un til ársloka árið 1990. Hér á eftir verður gerð grein fyrir neyslukönnuninni 1990, framkvæmd hennar og niðurstöðum, og einnig reynt, eftir því sem við verður komið, að bera niðurstöður hennar saman við niður- stöður könnunarinnar 1985/1986. 1 töflu 1 er yfirlit yfir helstu einkenni neyslukannana Hagstofunnar frá 1939. Nánari lýsingu á neyslukönnunum Hagstofunnar fram til könnunarinnar 1985/1986 erað finna í grein Vilhjálms Olafssonar, Neyslurannsóknir sem grundvöllur að útreikningi á vísitölu framfœrslukostnaðar, sem birtist í Klemensarbók, bls. 311-327, útg. í Reykjavík 1985. 1.3 Tilgangur neyslukannana Megintilgangur neyslukannana er að finna grundvöll fyrir útreikning vísitölu framfærslukostnaðar, þ.e. að meta vægi hinna ýmsu vöru- og þjónustuflokka í vísitölunni. Hinn svonefndi vísitölugrunnur er í raun safn hvers kyns heimilisútgjalda. Utgjaldasafnið tekur ekki aðeins til daglegra innkaupa á matvörum, hreinlætisvörum, fatnaði o.þ.h. heldur eru einnig talin með útgjöld vegna rafmagns, hita, síma, reksturs á eigin bíl, ferðalaga, tómstundaiðkana og fleira. I útgjaldasafninu eru því flest þau útgjöld sem snerta rekstur á heimili og daglegt lff fólks. Neyslukönnun er ætlað að leiða íljós hvemikilþessi útgjölderuoghvernigþau skiptast. Ekki er á neinn hátt reynt að meta hvort viðkomandi útgjöld teljast nauðsynleg framfærsla eða ekki. Þar sem þjóðfélagið er sífellt að breytast, breytist neyslumynstur almennings. Því er nauðsynlegt að endurskoða útgjaldasafn vísitölugrunnsins reglulega. Þær upplýsingar, sem safnað er í ney slukönnunum, eru mikilvægar heimildir um breytingar á neysluvenjum landsmanna. Loks má beita könnunum af þessu tagi til þess að athugaheimilisútgjöld og samsetningu þeirra með tilliti til ýmissa félagslegra og efnahagslegra þátta, svo sem búsetu, heimilisgerðar, starfsstéttar og tekna.

x

Neyslukönnun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neyslukönnun
https://timarit.is/publication/1396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.