Neyslukönnun - 01.07.1993, Síða 11

Neyslukönnun - 01.07.1993, Síða 11
Neyslukönnun 1990 9 þj óðskrá. Þátttakendur urðu allir sem voru á heimili þess sem dreginn var út, án tillits til heimilisgerðar eða fjölda heimilismanna. Heimili: Þeir sem bjuggu undir sama þaki og höfðu sameiginlegt heimilishald á meðan á neyslukönnun stóð. Höfuðborgarsvæði: Reykjavík, Kópavogur, Hafnar- fjörður, Seltjarnarnes, Garðabær, Mosfellsbær og Bessa- staðahreppur. Kaupstaðir og bæir: Öll sveitarfélög með kaupstaðar- og bæjarréttindi önnur en þau sem teljast til höfuðborgar- svæðisins. Önnur sveitarfélög: Sveitarfélög sem eru ekki með kaupstaðar- eða bæjarréttindi. Heimilisgerð: Tegund heimilis sem ræðst af fjölda, aldri og innbyrðis tengslum heimilismanna. I þessari neyslukönnun er heimilum skipt í fimm flokka. Allir flokkar, að undan- skildum einum, eiga við fjölskyldur. 1 fimmta flokknum þurfa tengsl heimilismanna ekki að vera fjölskyldutengsl, en geta verið það. Með fjölskyldutengslum er átt við hjúskapar- eða blóðtengsl milli heimilismanna. Barn: Einstaklingur 19 ára og yngri sé hann sonur eða dóttir húsráðenda, búi hjá þeim og hafi ekki eigin fjölskyldu á framfæri sínu. Skilgreining á barni er hér aðeins önnur og víðtækari en almennt gerist. Aðalfyrirvinna: Heimilismaður sem hefur hæstar tekjur árið 1990, samkvæmt skattframtali 1991. Atvinna: Starf aðalfyrirvinnu heimilis. Þátttakendur: Allir heimilismenn á þeim heimilum sem voru valin sbr. skilgreiningu á úrtaki. Tekjur: Heildartekjur heimilis, þ.e. tekjur allra heimilismanna, eins og þær birtast á skattframtali ársins 1991 fyrir tekjuárið 1990 (tekjuskattsstofn). Ekki er tekið tillit til greiddra skatta til ríkis eða sveitarfélaga né bótagreiðslna tengdum þeim frá ríkinu. Hér er því ekki um ráðstöfunartekjur að ræða heldur einungis þær tekjur sem eru taldar fram til skatts. Neysla: Utgjöld heimilis í krónum vegna kaupa á vörum og þjónustu til heimilishalds, umreiknuð til heils árs. Ekki eru taldar með vörur sem framleiddar eru á heimilinu eða fengist hafa gefins. I þessum útgjöldum eru ekki taldir með greiddir skattar til ríkis og sveitarfélaga, framlög í lífeyrissjóði, kaup á fasteignum eða sparnaður. 3. Framkvæmd 3. Conduct ofthe Survey 3.1 Þýðiogúrtak ídesember 1989 vartekiðtilviljanakennt úrtak995 mannaúr þeim sem voru á þjóðskrá, bjuggu á Islandi og voru 70 ára og yngri. Um mitt ár 1990 var síðan tekið 940 manna aukaúrtak háð sömu skilyrðum. Skyldi könnunin taka til allra sem voru á heimili þess sem kom í úrtakið. Heildarúrtakið varð því 1935 heimili og heimilismenn á þeim. 3.2 Svörun Af 1935 heimila úrtaki samþykktu 1019 að taka þátt í könnuninni, 620 neituðu, ekki náðist í 251, en 45 féllu út af öðrum orsökum svo sem vegna þess að fulltrúi heimilisins sem var dreginn úr þjóðskrá, dvaldist erlendis, var veikur eða hafði látist. Af þeim 1019, sem upphaflega samþykktu að takaþáttíkönnuninni,skiluðu790heimilinothæfumsvörum. Astæður fyrir því að ekki fengust svör nema frá 790 hei milum af þeim 1019, sem samþykktu að taka þátt í könnuninni, geta verið margvíslegar. Aðalástæðan var samt eflaust sú að könnunin gerði miklar kröfur til þátttakenda án þess að þeir fengju greitt fyrir þá vinnu sem þeir lögðu á sig. Því var eðlilegt að ýmsir heltust úr lestinni. Þrátt fyrir þessi afföll hafa þátttakendur í neyslukönnun Hagstofunnar aldrei verið fleiri en í könnuninni 1990. Alls svöruðu því 790 heimili sem er 40,8% úrtaksins og 41,8% endanleg svörun þegar frá eru talin heimili þeirra sem dvöldu erlendis, voru veikir eða látnir þegar könnunin var gerð. 3.3 Gagnasöfnun Heimilum, sem lentu í úrtakinu, var sent bréf frá Hagstofunni þar sem könnunin var kynnt. Þar var tekið fram að starfsmaður Hagstofunnar myndi hringja fljótlega til þess að biðja heimilismenn að taka þátt í könnuninni. Urtakinu var skipt niður á 26 tveggja vikna tímabil. Hvert heimili fékk sent bréf viku áður en starfsmaður Hagstofunnar hringdi til þess að grennslast fyrir um hvort heimilismenn hefðu áhuga á að taka þátt í könnuninni. Bréfið var yfirleitt stílað á fjölskyldu- móður (væri hún til staðar á heimilinu) þar sem reynsla fyrri neyslukannana hefur sýnt að þær sjá yfirleitt um búreikn- ingshald. Þær voru því yfirleitt tengiliður Hagstofunnar við heimilið. Ef það búreikningstímabil, sem heimilinu var ætlað, hentaði ekki, var heimilinu úthlutað öðru tímabili sem betur hentaði. Ef heimili samþykkti að vera með í könnuninni, var tengilið heimilisins (yfirleitt fjölskyldumóður) sent búreikningshefti ásamt leiðbeiningum, í vikunni áður en hið eiginlega búreikningtímabil hófst, en það stóð alltaf frá mánudagsmorgni til sunnudagskvölds. Haft var samband símleiðis 1-2 kvöldum áður en búreikningshaldið hófst og farið yftr helstu leiðbeiningar með þeim aðila innan heimilisins sem tók að sér að færa búreikninginn, sem eins og áður segir var í flestum tilfellum fjölskyldumóðirin. Aftur var haft samband við tengiliðina nokkrum dögum eftir að búreikningshaldið hófst, til að vera þeim innan handar ef einhver vafaatriði hefðu komið í ljós í sambandi við færslu búreikningsins. Mikillar nákvæmni var krafist við búreikningshaldið. Öll útgjöld allra heimilismanna voru skráð daglega og þurfti að skrá hverja tegund vöru og þjónustu sérstaklega, stutta lýsingu, magn og verð. Að loknu tveggja vikna búreikningstímabili sendu þátttakendur búreiknings- heftið til Hagstofunnar. I seinni hluta könnunarinnar voru þátttakendur beðnir um upplýsingar um tiltekin veigamikil útgjöld heimilisins yfir þriggja mánaða tímabil. Þannig gáfu þeir sem fært höfðu

x

Neyslukönnun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neyslukönnun
https://timarit.is/publication/1396

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.