Neyslukönnun - 01.07.1993, Page 13

Neyslukönnun - 01.07.1993, Page 13
Neyslukönnun 1990 11 4. Upplýsingar um þátttakendur í neyslukönnun 1990 4. Particpants in the Survey 4.1 Fjöldi á heimili Alls tóku 790 heimili með 3072 einstaklingum, eða um 1,2% af þjóðinni, þátt í neyslukönnuninni 1990. Meðalfjöldi á heimili var 3,89 einstaklingar. Miðað við þjóðskrá var hlutfall heimila þar sem voru hjón og sambýlisfólk með börn of hátt í könnuninni en hlutfall heimila einhleypra og einstæðra foreldra of lágt. Vægi hjóna og sambýlisfólks með börn var því lækkað en vægi einhleypra og einstæðra foreldra hækkað til samræmis við þjóðskrá til þess að niðurstöður könnunar- innar endurspegluðu sem best fjölskyldusamsetningu þjóðarinnar. Meðalstærð heimilis varðþví 3,63 einstaklingar. Til samanburðar má nefna að meðalstærð heimilis í neyslukönnuninni 1985/1986 var 3,48 einstaklingar. Meðal- stærð heimila í könnuninni var nokkuð breytileg eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu voru að meðaltali 3,49 einstaklingar í heimili, í kaupstöðum utan höfuðborgarsvæðis 3,72 einstaklingar og í öðrum sveitarfélögum 3,95 einstaklingar. I töflu 2 sést meðalstærð heimila eftir búsetu samkvæmt niðurstöðum neyslukönnunar 1990 borið saman við niðurstöður neyslukönnunar 1985/1986. Fjölskyldumynstur á heimilum sem tóku þátt í neyslu- könnuninni var mj ög fjölbreytt, allt frá einstaklingsheimilum upp í heimili þar sem þrír ættliðir bjuggu saman. Meðalfjöldi barna í fjölskyldu í könnuninni var 1,54. I töflu 3 má sjá hvernig stærð heimila og barnafjöldi skiptist á einstakar heimilisgerðir og eftir búsetu. Tafla 2. Meðalstærð heimila eftir búsetu í neyslukönnunum 1985/1986 og 1990 Table 2. Average household size by regions in the expenditure surveys of1985/1986 and 1990 Neyslukönnun 1985/1986 Household Expenditure Survey 1985/1986 Neyslukönnun 1990 Household Expenditure Survey 1990 Fjöldi heimila Number of households Hlutfall heimila Per cent of households Meðalstærð heimila Size of household Fjöldi heimila Number of households Hlutfall heimila Per cent of households Meðalstærð heimila" Size of household Höfuðborgarsvæði Capital area 206 54,8 3,24 422 53,4 3,49 Suðumes 29 7,7 3,59 41 5,2 3,72 Vesturland 26 6,9 4,04 47 5,9 3,99 Vestfirðir 18 4,8 4,00 33 4,2 2,98 Norðurland vestra 12 3,2 3,92 33 4,2 3,91 Norðurland eystra 45 12,0 3,60 95 12,0 4,03 Austurland 20 5,3 3,40 41 5,2 3,88 Suðurland 20 5,3 4,15 78 9,9 3,82 Landið allt Whole country 376 100,0 3,48 790 100,0 3,63 Höfuðborgarsvæði Capital area 206 54,8 3,24 422 53,4 3,49 Kaupstaðir og bæir Towns outside Capital area 93 24,7 3,54 232 29,4 3,72 Önnur sveitarfélög Other communes 77 20,5 4,05 136 17,2 3,95 Landið allt Whole country 376 100,0 3,48 790 100,0 3,63 n Vegin meðalstærð heimila, þ.e. búið er að taka tillit til mismunandi svörunar milli hópa. Weightedaverage householdsize, i.e. allowing fordifferent response rates between categories.

x

Neyslukönnun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neyslukönnun
https://timarit.is/publication/1396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.