Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið VELFERÐARMÁL Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkja- bandalagsins, segir að ný skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evr- ópusambandsins, um umönnun rími vel við það sem bandalagið hafi haldið fram á undanförnum árum. Að hið opinbera velti ábyrgð- inni yfir á fjölskyldur landsins. Í skýrslunni kemur fram að 8,9 prósent Íslendinga sinni óvinnu- færum ættingjum, annaðhvort öryrkjum eða öldruðum. Til sam- anburðar er Evrópumeðaltalið 4 prósent og öll hin Norðurlöndin eru innan við 3 prósent. „Við höfum gagnrýnt það að hið opinbera skilji aðstandendur eftir með fólk í fanginu,“ segir Þur- íður. „Ef maki eða fjölskyldumeð- limur lendir í slysi eða veikist þá er umönnun hlutverk sem lendir á aðstandendum og oft eru það konur sem bæta þessu við sig. Kerfið er að bregðast okkur.“ Umönnun fylgir oft gríðarmikið vinnuálag, ofan á venjulega dag- vinnu. Rannsókn sem gerð var í Kaliforníuríki sýnir að aðstand- endur Alzheimer-sjúklinga sinntu þeim að meðaltali 84 klukkutíma á viku. Það er jafngildi tveggja vinnu- vikna. Aðstandendur fá ekki nauðsyn- lega þjálfun eða kennslu fyrir hið nýja hlutverk sitt. Þeir eru sjaldn- ast menntaðir umönnunaraðilar. „Foreldrar fatlaðra eða langveikra barna sem hafa leitað til okkar hafa stundum þurft að hætta að vinna til að sinna barninu,“ segir Þuríður. Margir aðstandendur vinna hlutastörf og þurfa sveigjanleika á vinnumarkaðinum. Þuríður telur að almennt hafi atvinnurekendur á Íslandi skilning á stöðunni, en það sé þó ekki algilt. Umönnunarbætur á Íslandi eru hæstar 185.926 krónur, fyrir 100 prósent umönnun. Ekki eru greiddar bætur þegar umönn- un fer fram utan dagvinnutíma. Aðstandendur gefa þann tíma sinn. NPA, notendastýrð persónu- leg aðstoð, á að gefa fötluðu fólki meira sjálfstæði og að sama skapi létta ábyrgð af aðstandendum. Innleiðing löggjafarinnar gengur þó mishratt fyrir sig eftir sveitar- félögum. Í dag er eftirspurnin eftir NPA-samningum mun meiri en framboð hins opinbera, því hún er bundin við fjármagn. Umönnun fylgir mikið álag, bæði líkamlegt og andlegt. Kaliforníu- rannsóknin sýnir að aðstand- endur upplif i frekar en aðrir stress, þreytu, depurð, kvíða, reiði, krónísk veikindi, lélegt líkamlegt ástand, veikingu ónæmiskerfisins og séu í meiri áhættu á að verða ofdrykkju og fíkniefnaneyslu að bráð. Í nýlegri skýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings kemur í ljós að sá hópur sem leggur mest til örorku á Íslandi eru konur yfir fimmtugu. „Við þurfum að skoða það hvað gerist hjá konum,“ segir Þuríður. „Af hverju verða þær öryrkjar á besta aldri? Sennilega af því að þær taka svo mikla ábyrgð og missa oft heilsuna sjálfar. Við þurfum að finna leiðir til að létta á aðstandendum til að fólk brenni ekki upp.“ Skýrsla Eurostat tekur einnig umsjá barna með í jöfnuna og þar er Ísland í þriðja sæti á eftir Írlandi og Tyrklandi. Þegar tölurnar eru teknar saman er Ísland með hæsta umsjárhlutfall Evrópu og eina land- ið sem fer yfir 50 prósent. kristinnhaukur@frettabladid.is Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir hið opinbera velta ábyrgðinni á fjölskyldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðstandendur á Íslandi undir mestu álagi allra í Evrópu Ný skýrsla Eurostat sýnir að íslenskur almenningur sinnir meiri umönnun en aðrar þjóðir og langtum meiri en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir þessar niðurstöður ríma vel við það sem hefur verið haldið hér fram, að hið opinbera velti ábyrgðinni yfir á fjölskyldur. Rannsókn sýnir að aðstandendur Alzheimer- sjúklinga sinntu þeim að meðaltali 84 klukkutíma á viku. Jafngildi tveggja vinnuvikna. JEEP® RENEGADE LIMITED ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 2.0 LÍTRA DÍSEL 140 HÖ • 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING • HÁTT OG LÁGT DRIF • 17” ÁLFELGUR • BLUETOOTH FYRIR TÓNLIST OG SÍMA • AKREINAVARI • LED LJÓS AÐ FRAMAN OG AFTAN • LYKILLAUST AÐGENGI • RAFDRIFNIR UPPHITAÐIR OG AÐFELLANLEGIR HLIÐARSPEGLAR jeep.is FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM 6.088.000 KR. TILBOÐSVERÐ 5.390.000 KR. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 AÐEINS EINN BÍLL EFTIR! Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðskona skoraði loka- markið í stórsigri Íslands gegn Lettlandi í knattspyrnu, en lokaniður- staða var 6-0 fyrir Ísland. Jón Þór Hauksson landsliðs- þjálfari fékk rautt spjald fyrir að æsa sig við dómara. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI sagði lagalega óvissu til staðar um lögmæti innviðagjalda. Verktaka- fyrirtæki og SI stefndu Reykjavíkur- borg fyrir ólög- mæti innviðagjalda sem numið hafa milljörðum króna síðustu ár í innheimtu borgarinnar. Litlu Grá mjaldri gengur vel í aðlögun í Vest- mannaeyjum ásamt systur sinni Litlu Hvít. Mjaldra- systrunum verður líklega sleppt í sjókví í vor, en þær voru fluttar frá Sjanghæ til Íslands í sumar. Þrjú í fréttum Af mjöldrum, gjöldum og rauðum spjöldum 114 starfsmenn Reykjalundar lýstu vantrausti á stjórn SÍBS á starfsmanna- fundi. TÖLUR VIKUNNAR 06.10.2019 TIL 12.10.2019 28 þúsund laxar veidd- ust á stöng í sumar. Til samanburðar veiddust um 45 þúsund á síðasta ári. 963 íbúðarleigu- samningum var þinglýst í sept- ember. Er það 47 prósenta aukning frá september á síðasta ári. 355 milljónir króna voru afhentar íslenskum stjórnvöldum fyrir aðstoð þeirra við upprætingu ólög- legu sölusíðunnar Silk Road. 72 sérnámslækna þarf á ári til að viðhalda sama læknafjölda og í dag og fylgja þróun samanburðarlanda. 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -B 6 F 0 2 4 0 1 -B 5 B 4 2 4 0 1 -B 4 7 8 2 4 0 1 -B 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.