Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 6

Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 6
Við getum ekkert farið af stað í einhver verkefni ef við erum ekki búin að kortleggja vandann áður en við leggj- um af stað. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssambands lífeyrissjóða V I Ð S K I P TI Æsk u lýðssamtök in KFUM leita nú styrkja til að fjár­ magna smíði nýs matsalar í stað þeirrar byggingar sem þjónað hefur því hlutverki í Vatnaskógi frá árinu 1968 eða í rúma hálfa öld. Samkvæmt áætlun KFUM kostar 151 milljón króna að reisa nýja mat­ salinn. Áætlar félagið að rúmur þriðjungur kostnaðarins, eða um 65 milljónir, verði í formi styrkja frá hinu opinbera. „Þetta hús var byggt fyrir sumar­ dvalarstarfsemi en er nú nýtt 10 mánuði á ári og er vissulega barn síns tíma, margt af vanefnum en hugsjónum gert og ekki í takt við nútíma kröfur um einangrun, hita­ kerfi eða hljóðeinangrun,“ segir í greinargerð arkitekts KFUM. Húsið sé ekki múshelt og gólfkuldi mikill. Fram kemur í fylgiskjali sem lagt er fram með styrkumsókn KFUM til opinberra aðila að 7.500 gestir sæki Vatnaskóg á yfirstandandi ári, lang­ flestir börn og ungmenni. Nýliðið sumar hafi verið nítugasta og sjö­ unda sumarið sem sumarbúðir voru starfræktar í Vatnaskógi. Rekstur starfseminnar í Vatna­ skógi virðist vera í góðu jafnvægi samkvæmt ársreikningum félags­ ins sem lagðir voru fram með styrk­ umsókninni. Hagnaður af starf­ seminni nam um tveimur milljónum króna árin 2017 og 2018. Tekjurnar á síðara árinu námu 121 milljón króna, þar af fengust 89 milljónir vegna dvalar ­ og þáttökugjalda. – gar Matsalur í Vatnaskógi stenst ekki nútímakröfur og byggja á nýjan Glatt var á hjalla í matsalnum í Vatnaskógi sumarið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkvæmt áætlun kostar nýr matsalur 151 milljón og munu 65 millj- ónir koma frá hinu opinbera HÚSNÆÐISMÁL „Vitaskuld eru líf­ eyrissjóðirnir alltaf reiðubúnir að skoða alla fjárfestingarkosti en þá að uppfylltum skilyrðum um arð­ semi. En það er staðföst skoðun mín persónulega að það þurfi auð­ vitað að ígrunda mjög vel aðkomu lífeyrissjóða að svona uppleggi með einhverri sértækri fjármögnun fyrir millitekjuhópa,“ segir Guðrún Haf­ steinsdóttir, formaður Landssam­ bands lífeyrissjóða (LL), um þær hugmyndir að lífeyrissjóðir komi að fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að verið sé að teikna upp mögu­ legar f jármögnunarleiðir Blæs. Hann segist sjá fyrir sér að félagið gæti farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni og nefnir nú sérstaklega eldra fólk. Ljóst sé að fjárfestingar upp á tugi milljarða þurfi til svo að verkefnið skili árangri. Guðrún segir að þessar hug­ myndir hafi ekki verið ræddar á vettvangi LL og hafi heldur ekki komið á borð stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, þar sem hún er varaformaður. „Mér finnst liggja beinast við að við beinum kröfum okkar að því að leysa bráðan húsnæðisvanda þess fólks sem býr við verulega skert húsnæðisöryggi. Þar erum við að horfa á lágtekjuhópana sem hafa farið verulega halloka síðustu ár í þessari fasteignabólu sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðrún. Það sé ekki hlutverk lífeyrissjóða að leysa húsnæðisvanda Íslendinga. Hlutverk þeirra sé eingöngu að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau og greiða síðan út lífeyri. Ragnar Þór segir að lífeyrissjóðir séu auðvitað bundnir ströngum lagalegum skilyrðum þegar komi að fjárfestingum. „Við þurfum að fá þá með í að teikna þetta upp. Það getur ekki verið hagur sjóðfélaga að við setjum allt í hlutabréf og vonumst til að stjórnendur nútíðar og fram­ tíðar sneiði framhjá öllum kerfis­ bundnum markaðsáföllum sem verða á okkar vegi,“ segir Ragnar Þór. Hann bendir á að frá árinu 1997 hafi raunhækkun húsnæðis á höf­ uðborgarsvæðinu verið 4,3 prósent sem sé vel yfir ávöxtunarkröfu líf­ eyrissjóða. „Nú eru margir lífeyrissjóðir í stefnumótunarvinnu en í því felst meðal annars að taka ákvarðanir um það hvort sjóðirnir hafi áhuga á því að vera eigendur í félögum eins og Blæ en ekki bara lánveitendur. Ef sú stefnuvinna skilar þeim árangri að sjóðirnir sjái einhvern hag í því, bæði samfélagslegan en líka út frá ávöxtun,“ segir Ragnar Þór. Guðrún segist sakna þess í umræðunni að ekki sé búið að skoða raunverulega þörf á hús­ næðismarkaði áður en farið sé að ræða óljósar hugmyndir. „Við getum ekkert farið af stað í einhver verkefni, þótt þau séu göfug, ef við erum ekki búin að kortleggja vandann áður en við leggjum af stað. Það þarf að vinna heimavinnuna mjög vel og ég geri ráð fyrir að VR sé að því. Ég vil sjá greiningu og tölfræði um hver þessi þörf sé. Við vitum hvorki fjöldann né aldursskiptinguna,“ segir Guð­ rún. sighvatur@frettabladid.is Ekki rætt um Blæ á vettvangi Landssambands lífeyrissjóða Formaður Landssambands lífeyrissjóða (LL) segir að hugmyndir um að sjóðirnir komi að fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs hafi ekki verið ræddar á vettvangi sambandsins. Lífeyrissjóðir séu alltaf tilbúnir að skoða alla fjárfestingarkosti en huga þurfi að arðseminni og greina þörfina áður en lagt er af stað. Formaður Landssambands lífeyrissjóða vill sjá greiningu á þörf uppbygg- ingar á húsnæðismarkaði áður en verkefnið er skoðað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR DÓMSMÁL Lögbannsmál Neyt­ endasamtakanna gegn Almennri innheimtu, sem sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtæki, var þing­ fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið snýst um kröfu Neyt­ endasamtakanna um lögbann á innheimtu smálána sem var hafnað af sýslumanni 17. septem­ ber síðastliðinn. Munnlegur mál­ f lutningur fer fram síðar í mánuð­ inum. Brynhildur Pétursdóttir, fram­ kvæmdastjóri Neytendasamtak­ anna, segir samtökin hissa á því að sýslumaður hafi ekki orðið við lögbannskröfunni. „Meðal röksemda er að ekk­ ert komi í veg fyrir að lántak­ endur geti sótt endurkröfu vegna ofgreiddra krafna með dómstóla­ leið, en sú leið tekur einhver ár,“ segir Brynhildur. „Það er í raun allt sem kemur í veg fyrir það og þess vegna er þessi lögbannsbeiðni ein­ mitt lögð fram. Almenn innheimta vísar fólki á smálánafyrirtækið sem hefur f lutt sig til Danmerkur gagngert til að komast hjá því að fara eftir íslenskum lögum.“ – ab Lögbannsmál fer fyrir dóm Brynhildur Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ADHD, ast i, of æmi, þrosk h mlaðir, blindir, sjónsker- tir, Crohn’s, C litis, h yfiha la ir, einhverfir, heyrnarlau- sir, hey r ker ir, l l di , lifr rsjúklingar, nýrnasjúkir, geðrask nir, e fötl n, HIV, j tasjúklingar, heilaskaði, flogaveiki, Parkinson, stam, talhömlun, málhömlun, ME, MG, MND, MS, lungnasjúklingar, sykursjúkir, endómetríó- sa, berklasjúklingar, brjóstholssjúklingar, psoriasis- og ex- emsjúklingar, stómi, tourette, kæfisvefn, Alzheimer, gig- tarfólk, slagsjúklingar, mænuskaddaðir, ADHD, astmi, ofnæmi, þroskahamlaðir, blindir, sjónskertir, Crohn’s, Co- litis, hreyfihamlaðir, einhverfir, heyrnarlausir, heyrnarsk- ertir, lesblindir, lifrarsjúklingar, nýrnasjúkir, geðraskan- ir, geðfötlun, HIV, hjartasjúklingar, heilaskaði, flogaveiki, Parkinson, stam, talhömlun, málhömlun, ME, MG, MND, ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ! Með því að mæta ekki þörfum fatlaðs fólks er verið að úthýsa því úr samfélaginu.Bjóðum betur. 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -C A B 0 2 4 0 1 -C 9 7 4 2 4 0 1 -C 8 3 8 2 4 0 1 -C 6 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.