Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 20

Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 20
1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Ein augnabliksmistök íslenska liðsins urðu Strákunum okkar að falli í 0-1 tapi fyrir ríkjandi heimsmeisturum Frakka í undan- keppni Evrópumótsins 2020 í gær. Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum eftir að slakur dómari leiksins dæmdi víta- spyrnu á Ara Frey Skúlason fyrir brot á Antoine Griezmann. Gegn liði á borð við franska landsliðið má ekki gera nein mistök og nýtti það sér einu mistök Íslands í gær. Heilt yfir gekk íslenska liðinu vel að loka á franska liðið framan af en leikurinn opnaðist þegar Ísland færðist framar á völlinn án þess að annað mark kæmi í leikinn. Þetta var fyrsta tap Íslands á heimavelli í undankeppni EM eða HM í sex ár eða síðan Slóvenar unnu 4-2 sigur árið 2013. Eftir leiki gærdagsins er Ísland sex stigum á eftir Tyrklandi og Frakklandi á toppi riðilsins og því ekki lengur með örlögin í eigin höndum. Í næstu umferð riðla- keppninnar mætast toppliðin tvö, Frakkland og Tyrkland, í Frakk- landi þar sem Ísland þarf að treysta á franskan sigur. Takist Frökkum að sigra Tyrkina dugar Íslandi að vinna síðustu þrjá leikina gegn Andorra heima og Tyrklandi og Moldóvu úti til að tryggja sér þátttökurétt næsta sumar. Annars þarf Ísland líklegast að fara leiðina í gegnum umspilið. Erik Hamrén tók ákveðna áhættu og tef ldi fram Guðlaugi Victori Pálssyni í stöðu hægri bakvarðar og leysti Guðlaugur Victor verk- efnið vel eftir smá hökt framan af leik. Um leið varð Guðlaugur Vic- tor fjórði leikmaðurinn sem byrjar keppnisleik sem hægri bakvörður á því eina ári sem Hamrén hefur stýrt liðinu. Annað var eins og búist var við, Gylfi Þór Sigurðsson fremstur á miðjunni fyrir aftan Kolbein Sig- þórsson. Íslenska liðið átti fína sókn á fyrstu mínútum leiksins en Frakk- arnir tóku strax stjórn á leiknum eftir það. Íslenska liðið komst lítt áleiðis í sóknaraðgerðum sínum en lék vörnina með prýði og kom í veg fyrir að hið geysisterka lið Frakka næði að ógna marki Íslands. Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Jóhann Berg Guð- mundsson þurfti að koma af velli í 75. landsleik sínum og leysti Jón Daði Böðvarsson hann af hólmi. Íslenska liðið hélt sama skipulagi og fékk fyrsta alvöru færi leiksins þegar boltinn féll fyrir fætur Jóns Daða en skot hans fór af varnar- manni í hendur Steve Mandanda. Það var ekki fyrr en á lokasek- úndum fyrri hálf leiks sem Frökk- unum tókst að finna glufur á varn- arleik Íslands. Fyrst fékk Antoine Griezmann gott færi við vítateigs- línuna sem Hannes Þór Halldórs- son varði og mínútu síðar komst Kingsley Coman í gott færi en setti boltann í hliðarnetið. Franska liðið kom ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og var farið að banka á dyrnar án þess að fá dauða- færi þegar fyrsta og eina mark leiks- ins kom. Vel útfærð aukaspyrna leiddi til þess að Giroud skallaði boltann fyrir fætur Griezmann og fór hann niður eftir snertingu frá Ara Frey. Griezmann gat haldið hlaupinu áfram en fór niður og víta- spyrna réttilega dæmd. Giroud steig á punktinn í fjarveru Griezmann og sendi Hannes Þór Halldórsson í vit- laust horn. Erik Hamrén blés til sóknar og sendi Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson inn á á lokakafla leiks- ins sem gaf Frökkunum tækifæri á skyndisóknum. Upp úr einni slíkri átti Blaise Matuidi stangarskot og var hársbreidd frá því að gera út um leikinn. Á lokamínútum leiksins hörfaði franska liðið aftar á völlinn og leyfði Íslandi að vera með boltann á þeim stöðum sem Frakkarnir vildu. Ísland átti erfitt með að finna álit- leg færi og komust Frakkarnir aftur nálægt því að skora annað mark á lokamínútum leiksins. Ísland fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina á mánu- daginn og þarf að fylgjast vandlega með stöðunni í leik Frakklands og Tyrklands á sama tíma. Með sigri á Andorra og frönskum sigri þarf Ísland að vinna sína leiki en útlitið verður kolsvart ef Frakkar og Tyrkir skilja jafnir. kristinnpall@frettabladid.is Dýrkeypt mistök urðu Íslandi að falli  Strákarnir okkar léku vel en það dugði ekki til gegn hinu ógnarsterka liði Frakka á Laugardalsvelli í gær. Mistök eftir fast leik­ atriði gáfu Frökkunum víti sem dugði þeim. Örlög Íslands eru ekki lengur í höndum Strákanna okkar þegar þrír leikir eru eftir. Þetta var fyrsta tap Íslands á heimavelli í undan- keppni EM eða HM í sex ár eða síðan Slóvenar unnu Íslendinga 4-2 árið 2013. Ari Freyr horfir örvæntingarfullum augum á ítalska dómarann Gianluca Rocchi stuttu eftir að hann braut á Antoine Griezmann innan vítateigs Íslands í gærkvöld. NORDICPHOTOS/GETTY Sissoko átti öflugan leik inni á miðju franska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -C 0 D 0 2 4 0 1 -B F 9 4 2 4 0 1 -B E 5 8 2 4 0 1 -B D 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.