Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 32
Kynferðisofbeldi 2. hluti af 5 Fa ngelsismá la stof nu n býr ekki yfir sérstökum úrræðum fyrir aðstand-endur kynferðisbrota-manna. En veitir ráðgjöf í samvinnu við fangann eftir aðstæðum. „Við stöndum ekki fyrir neinni sérstakri ráðgjöf en vísum í þau úrræði sem í boði eru í samfélaginu eftir því hvað á við. Við veitum aðstandendum ráðgjöf í samvinnu við fangann en einnig veitum við almennar upplýsingar,“ segir Sólveig Kjærnested, sálfræð- ingur og sviðsstjóri meðferðarsviðs hjá Fangelsismálastofnun. „Það eru til ýmis úrræði í sam- félaginu sem taka á einhverjum af þessum þáttum. Svo eru einnig sjálfstætt starfandi sálfræðingar.“ Hvað varðar einstaklingsmeðferð fyrir kynferðisbrotamenn í afplán- un segir Sólveig oft forsenduna vera að þeir vilji þiggja hana. „Þetta getur oft verið langtímaferli og reynum við eftir því sem við best getum að vekja upp áhuga fólks á að nýta sér meðferð. Hins vegar á reynslu- lausnartíma getum við sett sérskil- yrði sem meðal annars taka mið af því að einstaklingur þarf að mæta í viðtöl,“ segir Sólveig og skýrir betur meðferðarúrræðin sem eru í boði á Íslandi. „Einstaklingar í afplánun hafa aðgang að einstaklingsmeðferð sem byggir á gagnreyndum aðferðum eins og hugrænni atferlismeðferð og hugmyndafræði „The Good Lives Model“ (GLM). Í réttarvörslukerfinu er einnig meðal annars notast við RNR-módelið (Risk – Need – Re- sponsivity). RNR metur þætti, með einstaklingsbundnum hætti, sem spá fyrir um brotahegðun. GLM er líkan sem er hannað með af brotahegðun í huga, það er, að GLM telur að brotatengd hegðun einstaklingsins sé tilkomin vegna þess að hann er að sækja sér grunn- þarfir eða gildi á óæskilegan máta. Dæmi um óæskilega leið sem sumir velja til að uppfylla grunngildi svo sem tilfinningastjórn er að nota vímuefni eða kynferðislega útrás sem bjargráð. Í GLM eru taldir upp tíu þættir sem einkenna grunngildi manneskjunnar, en þau eru: Heilsa og líkamleg vellíðan, þekk- ing og færni, innri friður, tilfinn- ingastjórn, náin tengsl, sjálfstæði og trú á eigin getu, að tilheyra, gleði, sköpunarhæfni og tilgangur í lífinu. Í GLM er byggt ofan á styrkleika einstaklingsins sem hafa áhrif á hvernig hann getur nýtt sér þá til að ná settum markmiðum með félags- lega viðurkenndum leiðum,“ skýrir Sólveig og segir hugræna atferlis- meðferð einnig gefa árangur. „HAM er það meðferðarform sem rannsóknir sýna að hefur náð hvað bestum árangri til að ná og viðhalda bata á ýmsum geð- rænum vanda, svo sem þunglyndi, vímuefnavanda, kvíða og ýmsum tegundum fælni. Í HAM er unnið út frá hugrænni og atferlislegri nálgun. Markmiðið er að einstaklingurinn auki innsýn í áhrif hugsana á til- finningar og hegðun, það er, samspil hugsana, tilfinninga og hegðunar er skoðað. Tilgangurinn er að efla, meðal annars, eigin stjórn, auka getu til að sjá hluti frá öðrum sjón- arhornum, bregðast við á meðvit- aðri máta, aðstoða einstaklinga að þekkja og varast tilteknar aðstæður og bera kennsl á hugsanir sem fela í sér aukna hættu, þannig að þeir fremji ekki brot að nýju,“ segir hún. Sólveig segir markmið inngripa og meðferðar vera að einstaklingar geti betur borið kennsl á þætti sem tengjast af brotahegðun og geti sett það í samhengi við eigin hegðun. „Einnig að efla getu dómþola til að takast á við aðstæður, sálræna og félagslega þætti sem auka líkur á brotatengdri hegðun. Þá er mikil- vægt að huga einnig að þáttum sem draga úr líkum á brotum, það er þeim styrkleikum sem einstakl- ingurinn býr yfir.“ DÆMI UM ÓÆSKILEGA LEIÐ SEM SUMIR VELJA TIL AÐ UPPFYLLA GRUNNGILDI SVO SEM TILFINNINGA- STJÓRN ER AÐ NOTA VÍMU- EFNI EÐA ÚTRÁS SEM BJARGRÁÐ. Hún segir þessa verndandi þætti geta verið ýmiss konar. „Að stunda nám eða vinnu, uppbyggileg áhuga- mál, vinátta, sjálfsstjórn, mark- miða setning, þrautseigja, lausna- miðuð nálgun og að geta rætt um vandamál.“ Þá geti jákvæð og stöðug sam- skipti við aðstandendur sem eru jákvæðar fyrirmyndir haft góð áhrif. En hvað ef aðstandendur geta ekki átt jákvæð samskipti við brota- mann? Eða telja það jafnvel ekki öruggt? „Eins og við vitum þá er það ekki alltaf þannig gagnvart öllum aðstandendum. Hins vegar getur brotamaður átt marga aðstand- endur með mismunandi tengsl og í einhverjum tilfellum getur for- senda verið til staðar. Tengsl við sína nánustu er fyrir marga mikil- vægur þáttur í góðum lífsgæðum.“ Sólveig segir að það geti líka reynst nauðsynlegt að grípa til svo- kallaðra verndandi aðgerða. „Til dæmis í því að virkja dómþola til athafna sem tengjast ekki brotum, forða honum frá aðstæðum sem geta kveikt á gömlum hegðunar- mynstrum, þá einkum brota- hegðun. Auka færni í að sjá fyrir sér afleiðingar brotahegðunar sem eru neikvæðar. Hafa áhrif á þætti sem tengjast viðhorfum, aðstæðum eða hegðun sem hefur áhrif á brota- hegðun.“ Hún bendir á að breytilegir áhættuþættir geti sveif last hratt, jafnvel innan daga eða klukku- stunda. Og eykst hættan sem af dómþola stafar á slíkum tíma- punktum. „Í þessu samhengi má nefna neyslu, samskiptavanda eða húsnæðis- eða atvinnumissi.“ Sólveig segir að stundum séu sett skilyrði í meðferð þegar þörf er talin á að minnka líkur á frekari brota- hegðun. „Getur þetta til að mynda verið takmörkun á því í hvaða fang- elsi dómþoli afplánar eða hver skil- yrði reynslulausnar eru með hlið- sjón af áhættuþáttum. Dæmi um skilyrði eru til að mynda að mega ekki; umgangast ákveðna einstakl- inga, vinna ákveðna vinnu eða búa á tilteknum stöðum. Skilyrði þessi þurfa að vera einstaklingsmiðuð, sanngjörn, réttlætanleg og raunhæf svo hægt sé að fylgja þeim eftir.“ Þá þurfi stundum eftirlit, eftir aðstæðum. „Svo sem rafrænt eftirlit, upplýsingagjöf til lögreglu, barna- verndar, félagsþjónustu eða ann- arra opinberra aðila sem að mál- inu koma. Hér er verið að reyna að draga úr kveikjum í umhverfinu og tækifærum, til dæmis með því að takmarka aðgang þeirra að ákveðn- um stöðum.“ 21 FANGI AFPLÁNAR REFSINGU FYRIR KYNFERÐISBROT Í DAG. ÞAÐ ERU 14% ALLRA FANGA. 4 STÖÐUGILDI SÁL- FRÆÐINGA ERU HJÁ FANGELSIS- MÁLASTOFNUN. Forsenda að þiggja meðferð „Meðferð í fangelsum er einn þáttur af mörgum í að laga kynferðisbrotamenn aftur að samfélaginu og draga úr hættu á síbrotum. Það er mikilvægt að samfélag- ið sé einnig tilbúið að taka á móti ein- staklingum þegar afplánun lýkur,“ segir Sólveig Fríða Kjærnested sem svarar spurningum um stuðning til aðstandenda og um meðferð kynferðisbrotamanna. Sólveig Fríða Kjærnested, sálfræðingur og sviðs- stjóri meðferðarsviðs hjá Fangelsismálastofnun. 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -A 8 2 0 2 4 0 1 -A 6 E 4 2 4 0 1 -A 5 A 8 2 4 0 1 -A 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.