Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 100

Fréttablaðið - 12.10.2019, Page 100
Lífið í vikunni 06.10.19- 12.10.19 SAXINN ER SEXÍ, JÚ JÚ. ÞAÐ ÞARF EIGIN- LEGA AÐ BARA AÐ SEMJA LAG UM ÞETTA: „SAXINN ER SEXÍ, SAXINN ER SEXÍ …“ SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is DORMA LUX heit dúnsæng Dásamleg, heit dúnsæng frá Quilts of Denmark. Stærð: 140×200 cm. 800 g. 90% hreinn andadúnn. 10% smáfiður. Má þvo á 60°c en það er hitastig sem rykmaurar þola ekki – því er gott að nota sæng sem þolir þennan þvottahita ef um rykofnæmi er að ræða. Fullt verð: 27.900 kr. 30% AFSLÁTTUR Afmælis Aðeins 19.530 kr. Mistral Home sængurföt Fullt verð: 8.900 kr. AFMÆLISVERÐ aðeins 6.900 kr. MISTRAL HOME Rúmfötin frá Mistral home eru úr bómullarsatíni og með rennilás. Rúmfötin eru ofin úr 300 gsm bómullarþræði sem tryggir frábæra endingu, viðkomu og mýkt. TILBOÐ á Mistral Home Afmælis Við eigum afmæli og nú er veisla www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Afgreiðslutími Rvk Mán. til fös. kl. 11–18.30 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði BARNAPLATA BYGGÐ Á VIÐBJÓÐI Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur smalað saman einvalaliði tónlistarfólks til að gefa út barnaplötuna Bland í poka. Kringlubarnið, fyrsta lagið af plötunni, kom á allar helstu streymisveitur fyrr í vikunni. Grínarinn og myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson syngur eitt lag, sem þeir Snorri sömdu saman, á plötunni. DANI TÍMAFLAKKAR TIL ÍSLANDS Tímaflakkarinn og myndasögu­ hetjan Mort­ ensen hefur borið hróður danska höfundar­ ins Lars Jakobsen víða um lönd. Draumur hans um íslenska þýðingu á Mort ensen var loks að rætast í krafti vináttu hans og Árna Beck Gunnarssonar sem snaraði bókinni Dularfulla hand­ ritið á ástkæra ylhýra. JÓKERINN HLEYPIR ÖLLU Í BÁL OG BRAND Kvikmyndin Joker hefur ært óstöðuga úti um allan heim og fólk skiptist nokkurn veginn í tvennt; þá sem sjá í myndinni stórbrotið tíma­ mótaverk og hina sem sundlar beinlínis af leiðindum. Gagn­ rýnandi Fréttablaðsins fetaði hinn gullna meðalveg og slengdi 3 og ½ stjörnu á „eftirminnilega mynd sem geldur fyrir tilraunir til þess að þóknast sem flestum“. UPPGJÖR OG NÝTT UPPHAF Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir varð 37 ára í síðustu viku og gaf plötuna Rótina út á afmælisdaginn. Hún segir að á plötunni hljómi afrakstur sjálfs­ skoðunar og platan marki á sama tíma uppgjör og nýtt upp­ haf. Andrea Gylfadóttir hefur af og til á síð-ustu árum sungið við miklar vinsældir lög úr sígildum kvik-myndum við undir- leik Bíóbandsins. Hún hefur nú vetursetu á Akureyri annað árið í röð þar sem hún kennir við Tón- listarskóla Akureyrar. Fyrir norðan er hún umkringd úrvalstónlistarfólki, heilli sinfóníu- hljómsveit og úrvalshljóðfæraleik- urum úr röðum gamalla og nýrra vina og kunningja. Hún ætlar því að sæta færis um næstu helgi og sprengja Bíóbandspælinguna út í nýja og stærri vídd. „Ég var í Bíóbandinu og það er vonandi enn til en við spiluðum tónlist úr kvikmyndum og lög sem eru samin sérstaklega fyrir bíó og þemað er það sama hérna núna,“ segir Andrea sem ætlar að syngja rómuð lög eins og James Bond-lagið Goldfinger og Calling You úr Bag- dad Cafe. „Og lög eftir svona mógúla úr kvikmyndatónlistarbransanum eins og Quincy Jones, Ennio Morri- cone og Henry Mancini,“ sagði Andrea þegar Fréttablaðið náði í skottið á henni á milli kennslu- stunda. Stórt skref á glæsilegum ferli Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, félag i Andreu úr Todmobile, hefur einnig haslað sér völl fyrir norðan þar sem hann er tónlistar- stjóri Menningarfélags Akureyrar. „Andrea er að stíga það merka skref á sínum glæsilega ferli að syngja heila tónleika með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands,“ segir Þorvaldur býsna ánægður með vinkonu sína og sinfóníuhljómsveitina. Það er ekki nóg með að Andrea hafi sér til fulltingis í það minnsta 25 manna hljómsveit og bakraddir heldur er hún umkringd gömlum vinum og nýjum sem allir skara fram úr hver á sínu hljóðfæri. Þannig mun „saxófónsnillingur- inn“ Pillip Doyle keyra tónaflóðið áfram með henni en Andrea segir þennan bandaríska samkennara sinn í Tónlistarskólanum vera mik- inn happafeng. „Hann var hérna í fyrra líka og ég kynntist honum þá þótt hann hefði ekki verið að kenna og við höfum verið að spila svolítið saman frá því að hann kom. Hann er alger happa- fengur.“ Þokkafullir tónar Saxófónninn er vitaskuld magnað hljóðfæri sem lyftir allri tónlist í æðra veldi þegar vel er í hann blásið og aðspurð segir Andrea að óneitan- lega sé saxinn kynþokkafullur. „Saxinn er sexí, jújú. Það þarf eigin- lega að bara að semja lag um þetta: „Saxinn er sexí, saxinn er sexí…“ syngur hún seiðandi í símann eins og henni einni er lagið. Andrea þarf hvorki að sækja úrvalslið sitt yfir læk eða heiði þar sem trommarinn Einar Scheving er með annan fótinn á Akureyri, bassahetjan Pálmi Gunnarsson er heimamaður sem og Kjartan Valde- marsson sem hefur útsett lögin og verður hljómsveitarstjóri á þessum sérstöku sinfóníutónleikum. Andrea segist hafa tekið sum lögin á efnisskránni áður með Bíó- bandinu en eitthvað sé um frum- raunir og útsetningarnar eru nýjar. „Það er svo eitthvað instrúmental inn á milli þannig að aðrir en ég fái að njóta sín, þótt ég sjái nú um bróður partinn af þessu,“ segir Reykjavíkurdóttirin sem unir hag sínum vel fyrir norðan og segir óljóst hvað framtíðin beri í skauti sér og hvort hún fari víðar með þessa dagskrá. „En ég kem svo í soll- inn með vorinu.“ Tónleikarnir verða í Hofi á Akur- eyri laugardagskvöldið 19. október og hefjast klukkan 20. toti@frettabladid.is Sexí saxi með bíótónum Andreu Andrea Gylfadóttir hefur vetursetu á Akureyri og mun láta hressilega að sér kveða um næstu helgi þegar hún mun teygja Bíóbandið út í nýjar víddir með risa sinfóníukvikmynda- tónleikum í Hofi. Andrea Gylfa segist vona að hún geti lífgað eitthvað upp á bæjarbraginn á Akureyri þótt menningar- og tónlistarlífið standi þar í miklum blóma en öllum efa verður væntanlega eytt í Hofi eftir viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R60 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 1 -C 5 C 0 2 4 0 1 -C 4 8 4 2 4 0 1 -C 3 4 8 2 4 0 1 -C 2 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.