Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 6
Enski boltinn
frá Síminn Sport
á Nova TV
2.500 kr./mán.
með ótakmörkuðum Ljósleiðara hjá Nova.
Verð áður 4.500 kr./mán.
Café
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI
AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM
Komdu í kaff i
VE LFE R ÐAR M ÁL Félagsbústaðir
lækka sérstakan húsnæðisstuðn-
ing hjá þeim öryrkjum sem fengu
bætur sínar leiðréttar samkvæmt
lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn
Reykjavíkur hefur ekki verið rætt
um að hækka viðmiðin til þess að
leiðréttingin skilaði sér til íbúanna.
Í júlí var gerð breyting á lögum
um félagslega aðstoð og lögum um
almannatryggingar þar sem upp-
hæðir örorkubóta voru hækkaðar
og skerðingar lækkaðar. 65 prósent
af tekjum örorkuþega hafa nú áhrif
á útreikninga í stað 100 prósenta.
Giltu þessar breytingar frá áramót-
um og því fengu öryrkjar leiðrétt-
inguna greidda afturvirkt í ágúst.
Þann 28. október tilkynntu
Félagsbústaðir að sérstakur hús-
næðisstyrkur myndi lækka eða
falla niður hjá hluta leigjenda vegna
lagabreytinganna þar sem þeir
væru komnir yfir tekjuviðmiðin.
Þá munu almennar húsnæðisbætur
frá Íbúðalánasjóði einnig lækka í
sumum tilfellum. Öryrkjar fundu
fyrir þessari skerðingu í fyrsta
skipti nú um mánaðamótin.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður Öryrkjabandalagsins,
segir bagalegt að leiðréttingar skili
sér ekki til fólksins. Hið opinbera
taki úr öðrum vasa sínum og setji
í hinn.
„Þessi keðjuverkun sem á sér stað
sýnir hvað kerfið okkar er rosa-
lega götótt,“ segir Þuríður. „Það er
hörmulegt að horfa upp á að þegar
öryrkjar ná fram einhverri réttar-
bót, að þeir fá einhverja peninga
í vasann, þá sé það tekið til baka
í einhverju öðru formi. Eins og í
þessu tilviki í lækkun húsnæðis-
stuðnings.“ Segir hún þetta þýða að
fólk verði áfram í framfærsluvanda
og jafnvel í verri stöðu.
Að mati Þuríðar er nauðsyn-
legt að hækka viðmið, bæði tekju-
viðmið og eignaviðmið, á ýmsum
stöðum í kerfinu. Þau hafi ekki fylgt
almennum markaði, til dæmis mik-
illi hækkun á leiguverði húsnæðis.
Heiða Björg Hilmisdóttir, for-
maður Velferðarráðs Reykjavíkur-
borgar, segir að ef viðmiðum hús-
næðisstuðnings yrði breytt yrði það
að hanga saman við viðmið ríkisins
um húsnæðisbætur. Þessi mál séu
endurskoðuð um hver áramót. „Mér
sýnist ríkið vera að hækka lífeyris-
greiðslur en lækka húsnæðisbætur
á móti. Við erum aðeins með við-
bót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“
segir hún.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Lækka styrkinn vegna
leiðréttingar öryrkja
Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá öryrkjum sem fengu
leiðréttingu bóta með lögum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir hið opin-
bera taka úr einum vasa og setja í annan. Leiðréttingar skili sér ekki til íbúa.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir segir nauðsynlegt að bæði tekju- og eignavið-
mið fylgi markaði, til dæmis hækkun húsaleigu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Tíu á slysadeild
Alls voru tíu f luttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut nærri gatnamótum við Krýsu-
víkurveg á fimmta tímanum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær var
einn alvarlega slasaður. Þrír voru með töluverða áverka og sex með minni háttar meiðsli. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þessi keðjuverkun
sem á sér stað sýnir
hvað kerfið okkar er rosa-
lega götótt.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður Örykjabandalagsins
2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
4
-7
2
2
4
2
4
2
4
-7
0
E
8
2
4
2
4
-6
F
A
C
2
4
2
4
-6
E
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
0
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K