Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 72

Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 72
Lonely Planet hefur valið tíu bestu borgirnar til að heimsækja á næsta ári. Efst á listanum er Salzburg í Austur- ríki. Á næsta ári verður hin fræga Salzburg Festival 100 ára og verður mikið um alls kyns tón- listarviðburði á árinu. Þar fyrir utan er borgin ákaf lega falleg og geymir margar minningar. Frábær söfn, leikhús og tónleikasalir. Washington DC er númer tvö á listanum ekki síst vegna þess að á næsta ári verður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna fagnað þar í borg með ýmsum hætti. Merki- legar sýningar verða af því tilefni í National Museum of Women in the Arts og National Museum of American History. Þá mun lífið í Washington að miklu leyti snúast um forsetakosningar sem fram fara í nóvember 2020. Í þriðja sæti er Kaíró en á næsta ári verður opnað þar nýtt nútíma egypskt safn. Í fjórða sæti er Galway á Írlandi þar sem eru spennandi pöbbar, lifandi tónlist og skemmtileg kaffihús. Galway verður menningarborg Evrópu árið 2020. Fimmta borgin er Bonn í Þýska- landi. Bonn var einu sinni höfuð- borg V-Þýskalands. Á næsta ári verður haldið upp á 250 ára fæðingarafmæli Beet- hovens og heimsfrægar hljóm- sveitir munu koma fram um alla borg. Bestu borgirnar árið 2020 Salzburg er ákaflega falleg borg. Það gefur heimagerðum karamell- um nýja vídd að hjúpa þær súkku- laði og strá á þær svolitlu salti. Þegar kólnar úti er fátt nota-legra en að dunda í eldhús-inu. Á laugardegi má iðulega háma í sig sætindi og því er tilvalið að gleðja börnin með því að gera með þeim heimagerðar kara- mellur. Í þær fara: 1 msk. smjör 2 dl rjómi 1 dl sykur 1 dl púðursykur 1 dl síróp 1 tsk. vanillusykur Bræðið smjör í potti. Setjið rjóma, sykur og síróp saman við. Sjóðið við vægan hita þar til karamellan fer að þykkna. Hrærið þá vanillu- sykri saman við, en einnig má nota vanilludropa. Látið nokkra dropa af karamellu drjúpa í kalt vatn til að athuga hvort hún sé tilbúin. Klæðið ílangt form með smjör- pappír og hellið karamellunni í formið. Farið gætilega því heit karamella getur valdið slæmum bruna. Skerið eða klippið kara- melluna í bita þegar hún er orðin köld og njótið, eða dýfið bitunum í bráðið súkkulaði og stráið yfir örlitlu sjávarsalti. Heimagerðar karamellur Á tónleikunum verða meðal annars flutt lög Skunk Anansie. Söngkonan Katrín Ýr og bassaleikarinn Erla Stefáns-dóttir, í samvinnu við VOX Collective, standa fyrir tónleikum á Hard Rock Café í kvöld þar sem þær munu flytja marga stórgóða slagara sem koma allir úr vopna- búrum kvenna í rokki víðs vegar úr heiminum í gegnum tíðina. Þær munu heiðra konur og hljóm- sveitir á borð við Cranberries, Janis Joplin, 4 Non Blondes, Evan- escence, Skunk Anansie, Alanis Morrisette, No Doubt og fleiri. Katrín er Reykvíkingur en hefur búið í London og starfað við tón- list síðastliðin 13 ár. Hún hefur starfað með fjölda tónlistarmanna á borð við Jamie Cullum, Ray BLK, Tim Rice, Aggro Santos, Senser, Liam Howe (Sneaker Pimps) o.fl. Erla hefur starfað við tónlist frá unglingsárum, og þá nýlega með hljómsveit sinni Dalí, og einn- ig með hljómsveitinni Grúsku Babúska. Húsið opnað klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkan 22. Konur í Rokki  Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ SÚPA OG FJÓRIR RÉTTIR Kjúklingur í karrýsósu Núðlur með grænmeti Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu Lambakjöt í piparsósu Tekið með heim 1.890 kr. (á mann) Borðað á staðnum 2.200 kr. (á mann) Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 4 -9 4 B 4 2 4 2 4 -9 3 7 8 2 4 2 4 -9 2 3 C 2 4 2 4 -9 1 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.