Fréttablaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 30
Kynferðisofbeldi 4. hluti af 5
sem hefur alltaf verið svo ljúfur. Við
þurftum að kalla til lögreglu og það
þurfti að handtaka hann, þetta var
skelfilega erfitt og mér þungbært.
Lögregla spurði mig hvort ég vildi
kæra son minn fyrir heimilisof-
beldi. Ég spurði hann hvort hann
væri að grínast, ég myndi vilja kæra
annan mann fyrir það sem hefði
gerst.“
Einblínt á fíkniefnaneyslu
Hann er í kjölfarið vistaður á
Stuðlum þar sem barnaverndar-
starfsmaður ræðir við hann. Það er
þar sem sonur þeirra ákvað að kæra
Þorstein.
Móðir hans seg jr að sy ni
sínum haf i augljóslega verið
mjög létt. „Við fundum það öll.
Ég hugsa að margir hafi skakka
mynd af aðstæðum. Við misstum
son okkar ekki í fíkniefni. Við
misstum hann í hendur barna-
níðings sem tældi hann í langan
tíma og braut svo ítrekað á honum,
misnotkunin varð til þess að hann
fór að deyfa sig,“ segir móðir hans.
„Í gegnum allt þetta ferli til dagsins
í dag hefur alltaf verið einblínt á
fíkniefnaneyslu hans frekar en
skaðann sem hann varð fyrir eftir
kynferðisof beldi Þorsteins gagn-
vart honum,“ segir móðir hans.
„Við íhuguðum að taka málin í
okkar hendur. Við skildum ekki
aðgerðaleysi lögreglu, það fór ekki
á milli mála að Þorsteinn braut á
barninu okkar og myndi halda því
áfram,“ segir faðir hans.
Reyndi að slíta samskiptum
Í janúar árið 2017 kom sonur þeirra
heim frá Stuðlum. „Hann opnar sig
fyrir okkur. Við leyfum honum að
tjá sig án þess að spyrja spurninga
og þá heyrum við allar þær áhyggj-
ur sem hann hefur af því hvernig
Þorsteinn hefur setið um hann.
Þorsteinn beitti drenginn okkar
miklum þrýstingi og yfirgangi til
að fá að hitta hann. Hann hringdi
stöðugt í hann, sendi ótal skilaboð
í síma og í gegnum samskiptaforrit.
Hann mætti óvænt á staði þar sem
sonur okkar var að vinna til þess að
krefjast kynferðismaka við hann.
Sonur okkar reyndi oft að slíta við
hann samskiptum en hann krafði
hann þá um að greiða sér til baka
peninga og gjafir,“ segir móðir hans.
Þolandi sekkur í þunglyndi og
foreldrar komast að því að Þor-
steinn hefur aftur sett sig í samband
við hann.
„Karlinn lætur hann ekki í friði.
Sonur okkar situr með okkur við
eldhúsborðið og síminn rauðgló-
andi. Í eitt skiptið tók ég símann og
svaraði Þorsteini og öskraði á hann
að láta hann í friði,“ segir faðir hans.
Nálgunarbann sett á
Þann 22. janúar hleypur faðir þol-
anda út á eftir honum eitt kvöldið.
Hann sér hann setjast upp í bíl hjá
Þorsteini og stekkur fram fyrir bif-
reiðina. „Hann keyrir næstum því
yfir mig en skilaði syni mínum
nokkur hundruð metrum seinna.
Þarna hafði hann lofað syni okkar
að greiða fyrir hann dópskuld.
Móðir hans greiðir skuldina.“
Nokkrum dögum síðar er sett
nálgunarbann á Þorstein. Það er
gert eftir að faðir þolanda missir
stjórn á skapi sínu á lögreglustöð-
inni að eigin sögn eftir ítrekaðar
beiðnir um hjálp.
Þann 26. janúar 2017 er sonur
þeirra fyrst kallaður til skýrslutöku
til lögreglu.
Næstu mánuðir reynast pilt-
inum erf iðir. Um vorið skrif-
ar hann kveðjubréf til foreldra
sinna og móðir hans kemur að
honum meðvitundarlausum. Eftir
útskrift af gjörgæslu er hann lagður
beint inn á barna- og unglingageð-
deild.
Foreldrarnir geyma á meðan síma
og tölvu sonar síns. „Og karlinn
heldur áfram að hringja og senda
skilaboð,“ segir faðir hans. Sonur
þeirra var í framhaldinu vistaður
á Stuðlum og um sumarið fóru for-
eldrarnir með hann í sumarfrí til
útlanda. En um leið og sonur þeirra
var kominn aftur heim hafi Þor-
steinn farið að sitja um hann aftur.
Aðdragandi gæsluvarðhaldsins
Þann 9. janúar 2018 stöðvar lögregla
Þorstein í bifreið með þolanda undir
miklum áhrifum fíkniefna og með
nýjan síma. Hann telur sig í fullum
rétti þar sem þolandi sé nú orðinn
átján ára gamall og nálgunarbann
útrunnið. „Þegar lögregla hefur
afskipti af þeim sagði Þorsteinn
þeim að þeir hefðu bara hist fyrir
tilviljun. Sonur okkar var í annar-
legu ástandi með nýjan síma í hönd-
unum sem Þorsteinn hafði gefið
honum. Lögregla leyfir Þorsteini að
fara. Þótt hann sé kærður fyrir kyn-
ferðisof beldið gegn syni okkar. Ég
bara skil þetta ekki. Það hefði verið
hægt að koma í veg fyrir svo mörg
skelfileg brot,“ segir móðir hans.
„Og tveimur dögum síðar þá
sendi sonur okkar neyðarkall á
móður sína á Snapchat eftir að Þor-
steinn nauðgar honum á gistiheim-
ili. Það er fyrst þá sem Þorsteinn er
úrskurðaður í gæsluvarðhald.“
Syni þeirra tókst einnig að opna
fyrir stillingu á símanum sínum
í Google Maps þannig að það var
hægt að staðsetja símann. Þegar
lögregla kom á vettvang hafi hann
komið grátandi út af gistiheimilinu
og hafi síðan verið færður til rann-
sóknar á neyðarmóttöku kynferðis-
brota, segja þau.
Degi síðar eða þann 12. janúar er
Þorsteinn handtekinn og 15. janúar
er hann ákærður fyrir nauðgun. Um
þremur mánuðum síðar eru mál
gegn Þorsteini sem varða brot gegn
syni þeirra sameinuð í eitt og dóm-
tekin. Og þann 18. maí þetta sama
ár er Þorsteinn dæmdur í sjö ára
fangelsi. Rúmu ári seinna er dómur-
inn styttur í fimm ár í Landsrétti.
Þarf að sækja bætur
Sonur þeirra á rétt á um það bil
þremur og hálfri milljón króna í
miskabætur frá Þorsteini. Ríkið
sækir bætur að hámarki þremur
milljónum. Faðir hans segir það
skjóta skökku við að hann þurfi
sjálfur að sækja til hans þær bætur
sem eru umfram þrjár milljónir.
„Þorsteinn sem hefur tælt son minn
með peningagjöfum fær þarna
aðgang að honum aftur. Á sonur
minn að sækja bætur til níðingsins.
Ég mun auðvitað ganga eftir þessu
en ekki hann en hvað með þolendur
sem hafa ekki bakland? Hvernig á
kerfið eiginlega að virka?“ spyr faðir
hans.
Þau gagnrýna hversu svifaseint
kerfið er og segja ríka ástæðu til að
endurskoða viðbrögð lögreglu og
barnaverndar þegar rökstuddur
grunur er um kynferðisof beldi
gegn barni. Í langan tíma hafi þau
talið að lögregla væri að gera eitt-
hvað í málinu. Svo hafi ekki verið.
Sá tími sem hafi liðið í aðgerðaleysi
hafi verið þeim dýrkeyptur. Þá hafi
í öllu viðmóti verið einblínt á fíkni-
vanda sonar þeirra en ekki kyn-
ferðisof beldið og afleiðingar þess.
„Það þarf að taka þetta allt í gegn.
Það skortir allan skilning á eðli
kynferðisof beldis í gegnum allt
þetta kerfi og ferli. Frá upphafi til
enda.“
Afplánar í opnu fangelsi
Foreldrarnir hafa fengið staðfest
að Þorsteinn afpláni refsingu sína
í opnu fangelsi, Sogni, og Fang-
elsismálastofnun hefur boðið
þeim að þau verði látin vita um
frekari tilhögun afplánunar hans,
til dæmis þegar hann fer í dags-
leyfi, fær ökklaband og reynslu-
lausn. Þá fengu þau staðfest að
hann hafi aðgang að tölvu og
geti til dæmis sent tölvupóst.
„Við spurðum hvort það hefði ekk-
ert að segja að gefin hefur verið
ákæra á hendur honum fyrir brot
gegn öðru barni. Og hvort ekki sé
óeðlilegt að maður sem er dæmdur
fyrir alvarleg kynferðisbrot fari
í opið úrræði meðan málsmeð-
ferð er í gangi í óskyldu máli gegn
öðru barni. Þorsteinn braut ítrekað
gegn nálgunarbanni og stór hluti
brotanna sem hann var dæmdur
fyrir voru framin eftir að hann var
kærður. Ég spyr mig hvort þau hafi
yfirhöfuð lesið dóminn yfir honum
þegar það var ákveðið að hann færi í
opið úrræði,“ segir faðirinn og móð-
irin bætir við: „Mér finnst réttmæt
spurning vera, í ljósi reynslu okkar:
Er kerfið meðvirkt með gerendum
frá upphafi til enda?“
Framhald af síðu 28
„VIð spurðum hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
HANN ER GÓÐUR VIÐ
SYSTKINI SÍN, BÓNGÓÐUR,
MIKILL DÝRAVINUR, ÁTTI
KÆRUSTU OG VAR
ÁGÆTUR NÁMSMAÐUR.
Föngum ætlað að stunda vinnu eða nám
Saga Sogns sem opins fangelsis
hófst vorið 2012. Fram til þess
hafði verið starfrækt þar réttar-
geðdeild en ákveðið var að sú
starfsemi skyldi flutt á Klepps-
spítala. Nokkrar breytingar þurfti
að gera á húsnæðinu svo það
hentaði fyrir starfsemi opins
fangelsis. Minnka þurfti herbergi
og fjölga þeim þannig að vista
mætti fleiri þar en áður var. Opið
fangelsi var áður í Birtu í Flóa-
hreppi og var starfsemi þar hætt
samhliða breyttu hlutverki Sogns.
Nokkur styr stóð um þessar
breytingar þegar þær voru
gerðar og voru þær meðal annars
ræddar í sölum Alþingis. Bæði
deildu menn þar um hversu skyn-
samlegt það væri að færa rétt-
argeðdeildina og eins að fangar
yrðu hafðir í opnu úrræði þar eins
og varð.
Sogn er í Ölfusi, skammt austan
Hveragerðis, og er þar rúm fyrir
22 fanga. Engar girðingar eða
múrar afmarka fangelsið en
fangar þurfa að fara að skýrum
reglum. Þeim er ætlað að stunda
vinnu eða nám og vera tilbúnir að
taka þátt í þeirri starfsemi sem
fram fer í fangelsinu á hverjum
tíma, að því er fram kemur á vef
Fangelsismálastofnunar.
2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
4
-6
3
5
4
2
4
2
4
-6
2
1
8
2
4
2
4
-6
0
D
C
2
4
2
4
-5
F
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
0
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K