Fréttablaðið - 02.11.2019, Page 12

Fréttablaðið - 02.11.2019, Page 12
Við tökum einn dag í einu. Jason Wolak, aðgerðastjórnandi Þegar Alban sótti um félagslega íbúð var henni neitað á grundvelli þess að hún hefði stundað hústöku.Alþjóðlegt samstarf, áherslur og tækifæri í rannsóknum Þriðjudaginn 5. nóvember kl. 14.00-16.30 á Grand Hótel Reykjavík RA N N S Ó KN AÞ ING 2019 DAGSKRÁ Forstöðumaður Rannís, Hallgrímur Jónasson, býður gesti velkomna Setning Rannsóknaþings Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Hvað er framundan í alþjóðasamstarfi? Næstu samstarfsáætlanir ESB og norrænt samstarf Aðalheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís Áherslur og tækifæri í rannsóknum Áskoranir og tækifæri fyrir ungt vísindafólk á Íslandi í alþjóðasamstarfi Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Sóknarfæri sérhæfingar og samstarfs Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum Árangur og tækifæri í orkurannsóknum Sigurður H. Markússon, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun Áherslur í alþjóðaáætlunum – Pallborðsumræður: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík Bryndís H. Snæbjörnsdóttir, prófessor í myndlist við Listaháskóla Íslands Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri hugvísindasviðs Háskóla Íslands Eiríkur Steingrímsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs Kristján Leósson, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir valinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir verðlaunin Fundarstjóri er Ragnhildur Helgadóttir, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs Skráning fer fram á rannis.is Þú færð rúðuþurrkurnar og allar hinar vetrarvörurnar fyrir bílinn hjá Olís. Sjáðu betur í vetur Vinur við veginn *Lykil- og korthafar Olís og ÓB eru sjálfkrafa meðlimir í Vinahópnum og njóta afsláttarkjara þegar greitt er með lykli eða korti. 10% afsláttur af bílavörum fyrir Vinahóp Olís* BANDARÍKIN Um fjögur hundruð fangar í karlafangelsi sýslumanns- ins í Los Angeles eru í einangrun vegna hettusóttarfaraldurs. Fangi á þriðju hæð fangelsisins var skoðaður af lækni vegna flensu- einkenna og bólginna kirtla í hálsi og þá kom í ljós að hann var með hettusótt. Síðan þá hafa 18 fangar smitast og var ákveðið að einangra bæði aðra og þriðju hæðina. Grunur leikur einnig á að þrír starfsmenn fangelsisins séu smitaðir. „Við tökum einn dag í einu,“ sagði Jason Wolak sem hefur umsjón með einangruninni sem standa mun yfir til 21. nóvember. Alls hafa 350 fangar og 200 starfsmenn þegar verið bólusettir. Karlafangelsið er stærsta fang- elsi borgarinnar og eitt af þeim stærri í heiminum. Það var opnað árið 1963 og hýsir að jafnaði 4.300 fanga. Margar stjörnur hafa setið í fangelsinu um hríð, til dæmis O.J. Simpson, Sean Penn, Richard Pryor og Tommy Lee. Hettusótt, sem er veirusýking, er mun alvarlegri í fullorðnum en börnum. Hún getur leitt af sér heilahimnubólgu, bólgur í brisi, hjarta og eistum og valdið varan- legu heyrnarleysi. Hettusótt smit- ast bæði með beinni snertingu og óbeinni, svo sem með því að taka upp hlut sem sýktur einstaklingur hefur haldið á. Bóluefni var fundið upp árið 1948 og hefur tilfellum fækkað æ síðan. Reglulega koma upp hettusóttarfar- aldrar í þróunarlöndunum þar sem minna er til af bóluefninu. – khg Hettusóttarfaraldur í einu stærsta fangelsi heims SPÁNN Sameinuðu þjóðirnar hafa skipað spænskum yfirvöldum að greiða einstæðri sex barna móður bætur fyrir ólögmæta brottvísun af heimili þeirra í höfuðborginni Madríd. Tugþúsundum Spánverja hefur verið vísað af heimilum sínum síðan í bankakreppunni sem hófst árið 2008. Mariel Viviana Lopez Alban kærði spænska ríkið til nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahags- leg, félagsleg og menningarleg rétt- indi í júnímánuði árið 2018 fyrir að meina henni að leita réttar síns. Alban hafði borgað óprúttnum aðila leigu í ár af umræddri íbúð, en sá hinn sami reyndist ekki vera eigandinn. Raunverulegur eigandi íbúðarinnar krafðist brottvísunar en nefnd Sameinuðu þjóðanna hafði óskað eftir frestun á því á meðan mál konunnar leystist. Þegar Alban sótti um félagslega íbúð var henni neitað á grundvelli þess að hún hefði stundað hústöku. Í kjölfarið ruddust lögreglumenn í óeirðabúningi inn á heimili hennar og báru fjölskylduna út. Síðan þá hefur fjölskyldan þvælst á milli neyðarskýla. Í kærunni sagði Alban að börnin hennar hefðu reglulega fengið kvíðaköst vegna ástandsins. Nefndin, sem hefur engar beinar valdheimildir, úrskurðaði að neitun spænskra yfirvalda um félagslegt húsnæði stæðist ekki sáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Auk þess að bæta Alban tjónið bæri þeim að uppfæra löggjöfina innan hálfs árs. kristinnhaukur@frettabladid.is Lagði spænska ríkið með sex börn á götunni Nefnd Sameinuðu þjóðanna segir að spænska rík- ið hafi ekki fylgt alþjóðasáttmála í máli sex barna móður sem var fórnarlamb húsnæðissvikara. Lögreglan í Madríd ber fólk út af heimilum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 4 -6 D 3 4 2 4 2 4 -6 B F 8 2 4 2 4 -6 A B C 2 4 2 4 -6 9 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.