Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 22

Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 22
ALDURSFORSETINN Í ÞESSUM ANDLEGA HÁSKÓLA Á INDLANDI ER 104 ÁRA GÖMUL, HÚN VAR EIGINLEGA ALVEG HÆTT AÐ NENNA AÐ TALA OG NOTAÐI HANDABEND- INGAR. Kötturinn Guðbrandur liggur makindalega í stól í anddyri heimil-is Guðrúnar Evu Mín-ervudóttur rithöf-undar í Hveragerði. „Ég á hann eiginlega ekki. Hann vinnur bara hér,“ segir Guðrún Eva og býður blaðamann og ljós- myndara velkomin. Hér hefur hún búið í sjö ár með eiginmanni sínum Marteini Thorssyni og dóttur þeirra Mínervu. „Það voru mýs á milli lofts og þaks, það er allt í lagi að hafa nokkr- ar. En of margar, manni fer að líða eins og boðflennu á eigin heimili. En þær þögnuðu mjög f ljótt eftir að Guðbrandur f lutti inn,“ segir Guðrún Eva sposk og lagar kaffi á meðan Guðbrandur músaskelfir fer hægt um stofuna ögn forvitinn um gestaganginn. Þó ekki meira forvitinn en svo að hann ratar fljót- lega upp í gluggakistu sem snýr að garði prýddum mörgum fallegum og háum trjám. Í miðjum garð- inum er einstaklega fallegur álmur með mörgum greinum sem fléttast út frá trjábolnum. Ómótstæðilegt börnum. Og kannski köttum. Lítið þorp í garðinum Hér og þar í garðinum eru forvitni- legir munir og styttur sem Guðrún Eva hefur fundið á nytjamörkuðum. Hún segist seinna, spásserandi um garðinn, hljóta að vera með snilli- gáfu í því að finna forvitnilega muni. Í garðinum eru einnig tvö afar snotur smáhýsi sem þau hjón leigja til ferðamanna. Á milli húsanna er tunnulaga saunaklefi og pottur. Þá er eitt smáhýsi til viðbótar staðsett yst í garðinum, það er þvottahúsið og það vill svo til að þar finnst Guð- rúnu Evu best að skrifa og hefur komið þar fyrir skrif borði og stól. Það er ekki skrýtið að smáhýsin sem þau leigja út kalli þau Backyard vill age því það er raunverulega lítið þorp í stórum garðinum. Guðrún Eva gaf nýverið út skáld- söguna Aðferðir til að lifa af. Sagan gerist í sumarbústaðalandi, ef til vill ekki ólíku og á Laugarvatni eða á Flúðum. Sagan hverfist um fjórar aðalpersónur, Borghildi sem rekur gistiaðstöðu, Hönnu sem glímir við átröskun, Aron Snæ ellefu ára umkomulausan dreng í sálarháska og öryrkjann ástlausa Árna. Í bók- inni er alltumlykjandi háski en líka sú hlýja og öryggi sem felst í góðum vilja fólks til þess að koma öðrum til hjálpar. „Ég byrjaði mjög f ljótlega að skrifa þessa skáldsögu eftir að ég lauk við Ástin, Texas. Oft hef ég þurft að hvíla hausinn og lesa á milli bóka og það kom á óvart hversu fljótlega ég byrjaði að skrifa því þótt Ástin, Texas sé ekki stór bók þá er hún samt fimm sögur, fimm heimar. Hætt að reyna að stýra Þessi saga kom til mín á auðveldan og náttúrulegan hátt, ég þurfti lítið að endurskrifa. Hún skrifaði sig eiginlega svolítið sjálf. Ég held það hafi verið síðla árs á síðasta ári sem ég gat ekki sofnað því ég sá fyrir mér þessa ungu stúlku í sumarbústað. Ég vissi ekkert hvert það ætlaði en ég hélt áfram að fá f leiri hugmyndir um hana. Svo fer ég út að ganga í skóginum hér í hnausþykkri þoku og mæti manni með hund. Og hann ófst samstundis inn í söguna, þann- ig leiddi eitt af öðru. Bókin varð hins vegar ekki að skáldsögu fyrr en söguhetjan Aron Snær kom til sög- unnar. Hann er miðja bókarinnar.“ Guðrún Eva segist löngu hætt að reyna að stýra ferlinu við skriftir. „Ég er farin að treysta því að hug- myndirnar komi. Ég bíð. Og ég þarf yfirleitt ekki að bíða lengi. Ef ég þarf að bíða lengi þá veit ég að það er vegna þess að ég þarf hvíld. Maður getur orðið veikur ef maður skrifar meira en maður les. Blaðamenn hljóta að geta lent í þessu líka,“ segir hún. Gæfusöm að lenda í kulnun Maður getur orðið veikur ef maður skrifar meira en maður les, segir Guðrún Eva Mínervudóttir sem er mikilvægi hvíldar afar hugleikið. Hún segist heppin að hafa fyrir nokkrum misserum komist í kulnunar­ ástand. Hún kunni betur að sleppa takinu. Bestu hug- myndirnar koma þegar hugurinn er kyrrlátur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 4 -7 C 0 4 2 4 2 4 -7 A C 8 2 4 2 4 -7 9 8 C 2 4 2 4 -7 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.