Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 24
Þrír bankar
í Arion appinu
arionbanki.is
Við opnum Arion appið og bjóðum Landsbankann og Íslandsbanka velkomna.
Nú getur þú skoðað alla reikninga og kort í íslenskum bönkum í appinu.
Opin og þægileg bankaþjónusta fyrir alla.
Það eru ekki endilega gönguferð
irnar sem kveikja á hugmyndum.
Þær eiga það til að kvikna þegar hún
er við það að festa svefn. „Þegar ég er
að fara að sofa og heilinn fer að snú
ast hægar og hægar. Eða þegar mér
tekst að tæma hugann. Bestu hug
myndirnar koma þegar hugurinn er
kyrrlátur. Þá kviknar oft eitthvað.
Og þá finnst mér ég stundum verða
að fara á fætur og skrifa það niður.“
Heppin að lenda í kulnun
Guðrúnu Evu er mikilvægi hvíldar
afar hugleikið. Það er rík ástæða
fyrir því. Hún komst sjálf í þrot
fyrir nokkrum misserum. Eða í
kulnunar ástand. Hún hélt marga
fyrirlestra og pistla um mikil
vægi hvíldar og deildi sýn sinni
og reynslu. Henni finnst hún hafa
verið gæfusöm að hafa lent í kulnun
vegna þess að nú skilji hún að það
sé ekki annað í boði en að hafa
hvíldina í forgangi. Annars komi
af leiðingarnar fram með ýmsum
einkennum. Í hennar tilviki var það
stam, málhelti, örmögnun og kvíði.
„Ég var heppin að lenda í kulnun
og það var nú eiginlega fyrir tilvilj
un að um nokkurra mánaða skeið
höfðu ótrúlega margir samband við
mig og báðu um pistla og fyrirlestra.
Ég varð við því og fannst heiðar
legast að tala um það sem stóð mér
næst. Deila nýjustu upplýsingum.
Ég bjóst ekki við því að það yrði
svona mikil vakning um þessi mál
efni og ég fékk yfir mig holskeflu af
skilaboðum,“ segir hún og segir fólk
hafa samsamað sig reynslu hennar.
Svo margir verði óvinnufærir vegna
of mikils álags og of lítillar hvíldar.
„Það er neyðarlegt fyrir Íslendinga
að viðurkenna að þeir hafi verið í
margra mánaða letikasti eins og
maður myndi orða það ef maður
væri rosalega dómharður á sig.“
Guðrún Eva segir að auðvitað sé
best að fólk geti vaknað til með
vitundar um mikilvægi þess að
hvíla sig án þess að fara í kulnunar
ástand. „Það er best að fólk fái þessa
vakningu án þess að keyra á vegg
inn á fullu. Þegar fólk segir mér að
það sé með málstol, að það sé allt í
einu farið að stama, eða segist varla
kunna lengur að tala almennilega
ensku. Þá veit ég að þetta sama fólk
þarf nauðsynlega hvíld. Líka þegar
fólk nefnir að það upplifi það nán
ast sem of beldi bara þegar annað
fólk er að tala við það. Því þá þurfi
það bæði að hlusta og svo að svara!
Þá segi ég stundum við fólk að það
gæti verið að sigla í ákveðna átt sem
það þurfi ekki endilega að fara í.“
Áhugasöm um hið fallega
Er hún einhverju nær um tilvistina
eftir erfiðleikana?
„Ég hef alltaf verið með kórsöng í
hjartanu, mér finnst hversdagsleik
inn aldrei vera allur þar sem hann
er séður. Eða eitthvað hversdags
legur yfirhöfuð. Síðustu árin hef
ég farið æ meira þangað. Mér hefur
fundist það vera ákveðið mótvægi.
Skáldsagnahöfundar hafa áhuga
á fólki og því sem gerir okkur að
manneskjum, því sem við eigum
sameiginlegt. Meira og meira með
árunum hef ég orðið áhugasamari
um það fallegasta og heilagasta í
öllum og sé það í öllum sem ég hitti
svo vel. Þó heimurinn sé oft aga
legur staður þá í staðinn fyrir að
verða kaldhæðnari eða bitrari með
aldrinum þá einhvern veginn finnst
mér ég verða meira lamb.“
Hún segir sumum þykja þessi
milda og rómantíska afstaða barna
leg og jafnvel heimskuleg. En hún
biður fólk að velta því aðeins betur
fyrir sér.
„Þetta þykir svolítið heimskulegt,
en ég held að það sé það skynsam
legasta í stöðunni. Ég held að með
þessari afstöðu þá dragir þú frekar
fram það góða frekar en ef þú býst
við hinu versta. Ef þú ert með þá
skoðun á fólki að það sé svo fyrirlit
legt, þá dregur þú það fram. Ég finn
að ég laða frekar fram fegurðina og
það besta í fólki.“
Í klaustri í miðjum frumskógi
Guðrún Eva er nýkomin úr vist í
nokkurs konar klaustri á Indlandi
í miðjum frumskógi.
„Mér var boðið til Indlands. Ég
er búin að vera í smá kunnings
skap við dásamlegt fólk í Lótushúsi
í Garðabæ. Ég hef stundum verið
þeim innan handar og ég hef líka
farið á dagsnámskeið hjá þeim,
jógahugleiðslu sem þau bjóða upp
á fólki að kostnaðarlausu.
Ég fékk einn daginn ómótstæði
legan tölvupóst frá þeim. Þau væru
að fara til Indlands, hvort ég vildi
ekki fara með? Það er svo miklu
skemmtilegra að segja já þegar það
kemur svona uppástunga. Ferða
lagið reyndist magnað. Aldursfor
setinn í þessum andlega háskóla á
Indlandi er 104 ára gömul, hún var
eiginlega alveg hætt að nenna að
tala og notaði handabendingar.
Ég hef lengi hugleitt og finnst það
rosalega öflugt tæki til að komast í
tengsl við sig og umheiminn. Ég
hef stundað jóga alveg síðan fyrir
tvítugt og hugleiðslan er mér mjög
mikilvæg. Þegar ég fór í kulnun þá
var hugleiðsla það eina sem sló á
einkennin.
Ég kalla þetta klaustur því þarna
voru svokallaðir brahmar sem til
einka líf sitt því að iðka jóga og hug
leiðslu. Þeir eru skírlífir og borða
bara vissar tegundir af mat. Þegar
ég kom í þorpið upplifði ég að þetta
væri helgur staður, þar gengu allir
hægt um hvítklæddir.“
Flutti oft í æsku
Henni finnst gott að búa í Hvera
gerði og vill hvergi annars staðar
vera. Þörf Guðrúnar Evu fyrir að
vera umkringd náttúru er sprottin
úr barnæsku.
Hún er fædd í Reykjavík og
bjó fyrstu árin í Vesturbænum í
Reykjavík. „Ég bjó á Ásvallagötu og
Bræðraborgarstíg en svo f luttum
við í Mosfellssveit þegar ég var sex
ára og mér fannst það eftirminni
lega góð skipti. Mamma er tónlistar
kennari og það var ekki stöðugleiki
í því starfi þannig að við f luttum
mikið á milli að eltast við tónlistar
skólastöður úti á landi.
„Ég ólst því upp á hinum ýmsu
krummaskuðum úti á landi. Best
leið mér á Kirkjubæjarklaustri,
mögulega af því ég var á því sem
Þórarinn Eldjárn kallar hamingju
sama aldrinum. Tíu til tólf ára
gömul, þegar maður getur allt,
kann allt og hefur öðlast sjálfstæði
en hormónarnir ekki komnir til að
brjóta mann niður. Það getur vel
verið að ég sé hér í Hveragerði af
því það er margt í umhverfinu sem
minnir mig á Kirkjubæjarklaustur.“
Hvött til að gerast droppát
Þegar Guðrún Eva varð átján ára
flutti hún til Reykjavíkur, þar hófst
rithöfundarferillinn. Hún bjó í
Reykjavík allt þar til örlögin tóku í
taumana á fullorðinsárum.
„Ég f lutti á slaginu átján. Ég fór
að vinna á Kaffi París og þykir enn
rosalega vænt um þessi hjón sem
ráku staðinn og reka nú Spænska
barinn. Þetta er gott fólk og ótrú
lega mikill lærdómur fyrir mig að
vera þarna og sjá hvernig fullorð
insheimurinn virkaði, án filters og
smá hömlulaus. Þarna kynntist ég
prófarkalesaranum mínum sem var
það svo alla tíð, Hildi Finnsdóttur.
Hún las fyrstu skáldsöguna mína
án þess að fá borgað fyrir það. Það
draup af henni rauða blekið, og
hún sagði, þetta er ekki eins slæmt
og þetta lítur út fyrir að vera. Svo
kom mesta hvatning sem ég hef
fengið, viltu ekki bara taka þér frí
frá menntaskóla og klára þetta? Að
fá ráð frá fullorðinni manneskju um
að gerast droppát er mjög áhrifarík
hvatning. En mér datt það reyndar
ekki í hug, ég hætti hins vegar í
háskólanámi og ákvað bara að sofa
minna á næturnar. Ég sá nefnilega
háskólann í hillingum. Ég ímyndaði
mér að það væri samfélag þar sem
fólk kæmi saman til að mennta sig,
verða frótt og viturt. En svo var það
ekki alveg þannig, mætingarskylda
og svona,“ segir hún og glottir og
leiðir hugann aftur að því hvernig
það er að vera í borg og hvernig það
er að búa í dreif býli.
Hormónarnir réðu
„Við Matti tókum eftir því að við
vorum að hætt að tolla í íbúðinni
okkar í Reykjavík. Vorum alltaf að
fá lánaða bústaði til að dvelja í. Þá
vorum við barnlaus og höfðum ekk
ert betra að gera en að láta okkur
dreyma um að eignast bústað.
Svo gerðist það að fasteignasalinn
vildi endilega sýna okkur þetta
hús. Ég var barnshafandi þegar við
keyptum húsið, hormónarnir réðu.
Ég horfði bara á þetta klifurtré og
auðvitað óskaði ég barninu mínu
þess að alast upp við sama frelsi og
ég úti á landi.“
Hveragerði er mik il l ist a
mannanýlenda, fyrr og nú. Það er
samofið sögu bæjarins. „Þetta er
svo skemmtilegt og gott samfélag.
Bæjarfélagið er vel rekið og mikil
mannúðarstefna í gangi. Hér er
fullkomið umburðarlyndi fyrir
sérvisku og mjög hlýlega tekið á
móti listamönnum. Sem er ekki
alls staðar. Það er gott að finna að
maður tilheyrir og að vera velkom
inn. Ég sé nákvæmlega ekkert að því
að búa hér og margt gott sem ég sá
ekki fyrir.“
AÐ FÁ RÁÐ FRÁ FULLORÐ-
INNI MANNESKJU UM AÐ
GERAST DROPPÁT ER MJÖG
ÁHRIFARÍK HVATNING.
Hversdagsleikinn er ekki hversdagslegur, segir Guðrún Eva. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
4
-8
F
C
4
2
4
2
4
-8
E
8
8
2
4
2
4
-8
D
4
C
2
4
2
4
-8
C
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K