Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 27

Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 27
ÉG MYNDI TELJA ÞAÐ ALGJÖR HELGISPJÖLL OG VANVIRÐINGU VIÐ MÍNA FORFEÐUR EF ÉG FÆRI AÐ KJÓSA EITTHVAÐ ANNAÐ. ÞETTA ER GENETÍSKT. Jafnréismál á vinnustöðum Ráðstefna um jafnréismál í Valaskjálf á Egilsstöðum á föstudaginn 12:45 Léur hádegisverður 13:30 Setning ráðstefnu, fundarstjóri Dagmar Ýr Stefánsdóir, yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli 13:35 Lilja Björk Einarsdóir bankastjóri Landsbankans: Hvar eru þær? 13:55 Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar: Jafnréismál eru að hraða þróun vinnustaðarins 14:15 Guðný Björg Hauksdóir framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alcoa Fjarðaáli: Höfum kjark til að ögra vinnustaðamenningunni 14:35 Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi jafnréis- og félags- málaráðherra: Hverju skilar jafnlaunavoun okkur? 14:55 Þórey Vilhjálmsdóir ráðgjafi hjá Capacent: Lærdómur af vinnunni með Jafnréisvísi 15:15 Kaffihlé 15:35 Pallborð með frummælendum dagsins, spurningar úr sal og vonandi ‹örugar umræður 16:00 Ráðstefnulok og Jafnréisvísi Capacent. Við hvetjum alla, sem hafa áhuga á að auka veg jafnréismála í atvinnulífinu, til að mæta. Skráningarform er að finna á Facebook-síðu Fjarðaáls undir viðburðinum „Jafnréismál á vinnustöðum“og á alcoa.is. Hvers vegna eru jafnréismál mikilvæg á vinnustöðum? Þrjú stórfyrirtæki sem öll hafa se jafnréismál á oddinn um árabil munu ræða jafnréismál á ráðstefnu á Egilsstöðum þann 8. nóvember nk. Einnig verða innlegg um jafnlaunavoun Dagskrá Dagmar Ýr Stefánsdóir Lilja Björk Einarsdóir Hörður Arnarson Guðný Björg Hauksdóir Þorsteinn Víglundsson Þórey Vilhjálmsdóir Hann var líka með gríðarleg tæki- færi í Bretlandi sem á endanum fóru út um gluggann og hefði getað orðið megamega stór í Bandaríkjunum, en það varð ekki. Þá var hann með eigin verksmiðju í Úkraínu með öllu því brölti sem því tilheyrði, og svona eftir á að hyggja hlýtur hann bara að hafa átt sinn þátt í því að Sovétríkin leystust upp,“ segir Magnús glettinn. „Jóhannes í Bónus kom einu sinni í þessa umræðu með Hemma og vildi gefa út um mig hrakfallasögur, bindi eitt til fimm,“ skýtur Halldór inn í. „En þetta eru líka sigrar, Hall- dór, það má ekki gleyma því,“ segir Magnús. Halldór segir sína mestu gæfu hafa verið að kynnast eiginkonu sinni, Esther Magnúsdóttur. Hún styðji við hann og raunar vinni þau mikið saman. Þau eiga tvö börn, Bergþóru fædda 1975 og Einar Bjarna fæddan 1979. Þau Esther eru andstæður. Á meðan Halldór er á f leygiferð í félagslífinu er hún heimakær. „Þegar maður lítur svona um öxl þá sér maður líka hvað maður hefur haft það gott. Ég er ennþá með sömu konunni sem ég kynntist 1965. Og það þarf alveg spes manneskju til að sigla í gegnum þetta með manni. Þetta er ekkert venjuleg gella, þetta er bara mjög f lott kona. Það hefðu sko margir viljað taka við keflinu! En þetta hefur auðvitað reynt á hana og á einhverjum tímapunkti í lífinu hef ég staðið frammi fyrir því að ég gæti ekki haldið áfram svona ef fjölskyldan ætti að þola þetta. En þrátt fyrir að ég væri stundum að fara þvert á það sem hún vildi og jafnvel seinna krakkarnir, þá komst ég upp með þetta. Kannski vegna þess að ég var eini strákurinn í fjöl- skyldunni í mínum uppvexti en ég á fjórar frábærar systur,“ segir Halldór. Foreldrar Halldórs voru Einar Halldórsson sem er ættaður úr Vest- mannaeyjum og Sigrún Bjarnadótt- ir. Halldór eyddi mörgum sumrum í Eyjum hjá ömmu sinni og afa en ólst að mestu upp í Vesturbænum og er einn fimm systkina. Hann segist lík- lega myndu vera greindur ofvirkur í dag. Hann var stöðugt að og fann sér misskynsamleg verkefni. Genetískur hægrimaður „Ég er gallharður Sjálfstæðismaður og hef aldrei komist upp með annað. Ég myndi telja það algjör helgispjöll og vanvirðingu við mína forfeður ef ég færi að kjósa eitthvað annað. Þetta er genetískt,“ segir Halldór og hlær og segir sögu af því þegar hann ætlaði sér að fara að dreifa Þjóðvilj- anum í Vestmannaeyjum. Þá hafði hann kynnst góðri fjölskyldu í bænum, Hermanni og Kristínu. „Hermann vann í Vinnslustöð- inni, barðist fyrir verkafólk og dreifði Þjóðviljanum. Mér fannst þetta sómafólk og eitt kvöldið segi ég afa að ég ætli að bera út Þjóð- viljann. Það sé fínasta vinna. Afi brást illa við. Leit fast á mig og sagði að þá gæti ég allt eins farið heim til Reykjavíkur. Ég skyldi ekki ganga um Eyjar með Þjóðviljann. Þetta var auðvitað aldrei rætt aftur,“ segir Halldór og hlær. Magnús, hvernig hefur þetta ferli verið fyrir þig? Að kynnast svona náið einni manneskju á tiltölulega stuttum tíma? „Við Dóri erum mjög ólíkir ein- staklingar og þetta hefur líka verið ákveðið lærdómsferli fyrir mig að hlusta á hann lýsa sínu lífi. Hann er að lýsa þessum glötuðu tækifærum sem hann bjó til og það sem mér hefur fundist aðdáunarvert er að fylgjast með þessari áræðni, hverri fjallgöngunni á eftir annarri. Mér hefur ekki fundist þetta snúast um að standa á tindinum heldur ferða- lagið sjálft. Þetta hugrekki og þessi áræðni finnst mér merkileg. Þetta hefur verið svona frá því hann var lítill gutti. Hann hefur haft ríka þörf til að búa til verðmæti, hvort sem það var að tína ánamaðka úti í kirkjugarði til að eiga fyrir ís eða verða stór í bissness í Bandaríkj- unum.“ Rússíbanareið Halldór var aðeins 22 ára gamall þegar hann stofnaði Henson. Hann fór á sýningu í London og sá þar í fyrsta sinn nælonefni í treyjur. Hann fann fyrirtækið RW Lowe sem framleiddi nælon, rétt utan við Manchester, og fékk að kaupa af þeim. Þannig varð Henson fljótt mjög leiðandi fyrirtæki á Íslandi. Halldór segir margt hafa breyst í fataiðnaði. Gullöldin sé löngu liðin. „Í Þýskalandi vilja 73 prósent Þjóðverja frekar kaupa þýska vöru en innflutta. Ég kalla okkur góð ef við náum 7,3 prósenta hlutfalli á Íslandi. Það er búið að vera rússíbanareið að reka framleiðslufyrirtæki,“ segir hann og rifjar það upp að um tíma hafi þúsundir Íslendinga starfað að framleiðslu fatnaðar hér á landi. Í dag séu það líklega um tvö hundruð manns. „Það hefur margt breyst en þegar ég byrjaði þá var framboð á íþrótta- fatnaði lítið sem ekkert. Ég sá tæki- færi í þessu. Ég fann fyrirtæki á Eng- landi og pantaði hjá þeim fatnað en það kom allt vitlaust til baka. Þetta var mikið vesen og fyrir daga inter netsins. Það kostaði formúu að hringja til útlanda og ég skrifaði þess vegna bréf. Þannig kviknaði nú hugmyndin að því að framleiða hér heima frekar en að flytja inn.“ Og hvernig er það fyrir þig, Hall- dór, að líta svona um öxl? „Ég hef nú lært eitthvað,“ segir Halldór. Ég hef auðvitað gert mistök og sum viðskiptaævintýrin enduðu illa. Ég lærði að stökkva ekki svo glatt út í einhverja vitleysu! En þótt ég vilji velgengni og að láta drauma mína rætast, finna hugmyndunum farveg, þá er ég ekki drifinn áfram af peningagræðgi. Það hefur aldrei verið þannig. Ég vil hins vegar að af seðlunum verði eitthvert líf, einhver framþróun. En reyndar, þá vil ég að þessi bók seljist. Ég vil sko ekki sjá að vera einhvers staðar í kjallaran- um!“ segir Halldór og hlær smitandi hrossahlátri. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 4 -7 C 0 4 2 4 2 4 -7 A C 8 2 4 2 4 -7 9 8 C 2 4 2 4 -7 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.