Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 28
Kynferðisofbeldi 4. hluti af 5 Við teljum að Þor-steinn Halldórsson barnaníðingur hafi byrjað að tæla dreng-inn okkar með gjöf-um, fíkniefnum og peningum þegar hann var fimmtán ára gamall. Hann níddist á honum og sat fyrir honum stanslaust næstu þrjú árin og í stóran hluta þess tíma sagðist lögregla lítið sem ekkert geta gert. Þorsteinn gat nánast óáreittur níðst á barninu okkar.“ Þetta segja foreldrar þolanda sem lýsa nokkurra ára baráttu fyrir vel- ferð og öryggi sonar síns. Var í tíunda bekk Þorsteinn var dæmdur í maí 2018 fyrir að hafa ítrekað tælt til sín son þeirra með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum. Þá höfðu brotin staðið yfir í tvö ár. Hann var dæmdur fyrir að hafa gefið honum peninga, tóbak og farsíma og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi en Landsréttur stytti dóminn í vor í fimm og hálfs árs fangelsi. Nú í haust var Þorsteinn ákærður af héraðssaksóknara í öðru máli þar sem honum er gefin svipuð háttsemi að sök gegn öðru barni. Meint brot voru framin bæði fyrir og eftir að það varð fimmtán ára gamalt. Málið hefur verið þing- fest fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þau vita núna að Þorsteinn setti sig fyrst í samband við son þeirra á vefsíðunni einkamal.is snemma árs 2015, þá var hann enn í tíunda bekk. Hann hafi hitt hann fyrst nokkrum mánuðum síðar. Þau lýsa syni sínum sem ljúfum ungum manni með góða námshæfi- leika. „Hann er góður við systkini sín, bóngóður, mikill dýravinur, átti kærustu og var ágætur náms- maður. Þrátt fyrir mikla erfiðleika þá náði hann samt að klára fyrstu tvö ár framhaldsskólans,“ segir móðir hans. Í febrúar árið 2016 fór foreldrana að gruna að ekki væri allt með felldu. Þau urðu vör við grunsam- legar mannaferðir inn og út af heim- ili sínu. Þau komu því upp öryggis- myndavélum á heimilinu. Þá kom í ljós að Þorsteinn mælti sér oft mót við son þeirra í kjallara hússins. Faðir hans sýnir blaðamanni eitt slíkt myndskeið úr öryggismynda- vél og þar sést Þorsteinn ráfa um í myrkrinu í kjallaranum kominn þangað til að hitta son þeirra. Debetkortið hjá syninum Þau fara niður á lögreglustöð og leita til barnaverndar þar sem þau lýsa því sem þau telja að eigi sér stað. Ekkert er aðhafst annað en að lögregla sýnir því áhuga að um fíkniefnasölu geti verið að ræða og leitar að ummerkjum í kjallaranum. „Þrátt fyrir myndefnið þá sagðist lögregla ekki geta gert neitt. Þegar við nefndum hins vegar að hann gæti verið að selja syni okkar fíkni- efni þá brugðust þeir strax við og mættu með fíkniefnahunda. Sonur okkar nefndi það sjálfur þegar við gengum á hann. Við vissum samt að það er enginn sextugur karl að koma um miðjar nætur inn á heim- ili fimmtán ára drengs til að selja honum fíkniefni. Fíkniefnasala var hins vegar eitthvað sem var hægt, samkvæmt verklagi lögreglu, að bregðast við en ekki að það væri verið að níðast á barninu okkar,“ segir faðir hans. Það voru ekki eingöngu upp- tökur úr öryggismyndavélum sem foreldrar lögðu fyrir lögreglu. Þau finna á honum nýjan síma, sjá að einhver borgaði inneign á símann og þá finna þau loks debetkort Þor- steins. Foreldrar máttu ekki kæra Þrátt fyrir þennan rökstudda grun sagðist lögregla ekki geta aðhafst. „Lögregla sagðist ekkert geta gert því sonur okkar væri orðinn fimmtán ára gamall. Hann yrði að kæra sjálfur. Það er algjör skelfing að fyrir komulagið sé með þessum hætti. Við vissum að sonur okkar hefði enga burði til þess að kæra Þorstein. Þetta er ekki hægt að leggja á herðar barns,“ segir móðir hans. Vending í málinu Næstu mánuði taka foreldrarnir eftir vaxandi vanlíðan hjá syni sínum. „Hann hættir með kærust- unni sinni og er þunglyndur,“ lýsa þau. Ekki hægt að setja þetta á herðar barns Foreldrar þolanda brota Þorsteins Hall- dórssonar lýsa nokkurra ára baráttu fyrir velferð sonar síns og aðgerðaleysi lögreglu og barnaverndar um langt skeið. Þau gagn- rýna að nú sé hann í opnu úrræði á Sogni. Nokkrum vikum seinna hverfur sonur þeirra heila helgi. Foreldr- arnir hringja í Guðmund Fylkisson lögreglumann sem hefur sýnt mikla lagni í að skoða málefni ungmenna í vanda. Hann fær undirritað leyfi foreldranna til þess að grennslast fyrir um síma sonar þeirra. Hann sér mikil samskipti á milli Þor- steins og sonar þeirra og gerir þeim viðvart. „Þá óskuðum við eftir því að það færi almennileg rannsókn fram á málinu,“ segir faðir hans. Í desember þetta sama ár hefur lögregla afskipti af Þorsteini í Heið- mörk. Þar er hann á ferð í bíl með þolanda. Lögregla keyrir þolanda heim en sleppir Þorsteini. Skömmu eftir það atvik eiga foreldrarnir alvarlegt samtal við son sinn og taka af honum símann. Og þá verð- ur vending í líðan hans og málinu öllu. Hann truflast og ræðst á móður sína. Lögregla er kölluð til á heimili þeirra og þolandi er handtekinn. „Þegar ég hafði náð af honum símanum vissi hann að hann gæti ekki leynt neinu lengur. Hann varð ógurlega reiður og réðst á mig. Hann Framhald á síðu 30 Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is VIÐ MISSTUM SON OKKAR EKKI Í FÍKNIEFNI. VIÐ MISSTUM HANN Í HENDUR BARNANÍÐINGS SEM TÆLDI HANN Í LANGAN TÍMA OG BRAUT SVO ÍTREKAÐ Á HONUM, MISNOTKUNIN VARÐ TIL ÞESS AÐ HANN FÓR AÐ DEYFA SIG. 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 4 -7 7 1 4 2 4 2 4 -7 5 D 8 2 4 2 4 -7 4 9 C 2 4 2 4 -7 3 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.