Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 70

Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 70
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is TVÖFÖLD VIRKNI Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli FYLLIR LOKAR VERNDAR STYRKIR SensiVital+ Hannyrðapönk er mín laus-lega þýðing á enska orðinu „craftivism“, sem er samsett úr orðunum „craft“ og „activism“. Orðið lýsir því þegar fólk notar handverk eða hannyrðir í sínum aktívisma,“ útskýrir Sigrún. „Þann- ig lætur fólk gott af sér leiða, vekur samborgara til umhugsunar eða vekur athygli á einhverju tilteknu málefni og notar til þess hvers konar hannyrðir, handavinnu eða handverk. Þess vegna þýddi ég þetta sem hannyrðapönk.“ Sigrún segir „pönk“-liðinn í hug- takinu vísa í baráttuandann sem sé órjúfanlegur þáttur í „craftivism“. „Pönkið tengist þessu þannig að nú til dags er sagnorðið „að pönkast“ í einhverju eða einhverjum, gjarnan notað um ákveðið hreyfiafl þegar fólk vill knýja fram breytingar.“ Hannyrðapönk sé einstaklings- bundið en markmiðið sé sameigin- legt; að berjast fyrir betri heimi. „Hannyrðapönk er alls konar og þitt hannyrðapönk þarf ekki að vera það sama og mitt, bara svo framarlega sem við erum að láta gott af okkur leiða.“ „Ekki nýtt af nálinni“ Hannyrðapönk á sér lengri sögu, en fólk hefur tjáð sig um hin ýmsu málefni í gegnum handverk öldum saman. Orðið „craft“, sem þýðir meðal annars „færni“ og „handiðn“, á sér líka ýmsar aðrar neikvæðar merkingar á borð við „svik“ eða „blekkingar“, og þá hefur það einn- ig verið tengt göldrum. „Betsy Greer hefur verið titluð ljósmóðir orðsins „craftivism“, en hún ýtti því úr vör 2003. En hvorki orðið né verknaðurinn að nota handavinnu til góðs er nýtt af nálinni. Í gegnum aldirnar hefur fólk notað hvers kyns handverk til að láta gott af sér leiða, segja sína sögu eða að taka sér pláss í heimi sem var kannski dálítið einsleitur,“ segir Sigrún. „Ég bendi á stefnuyfir- lýsingu hannyrðapönksins, sem Betsy samdi í slagtogi við aðra hannyrðapönkara, á http://craf- tivism.com/manifesto.“ Sigrún segir að fyrir fram kunn- átta sé ekki skilyrði fyrir þátttöku í viðburðinum. „Viðburðurinn á laugardaginn er opinn fyrir allt fólk, engrar kunnáttu er krafist. Allt efni verður á staðnum.“ Þá munu gestir einnig eiga von á því að læra meira um þessa áhuga- verðu hugmyndafræði en ljóst er að af mörgu er að taka. „Hugmynd mín á bak við þennan viðburð er sú að fólk geti komið saman, fræðst örlítið um hannyrðapönkið og hvernig fólk hefur notað hannyrðir í hvers kyns jafnréttisbaráttu í gegnum tíðina ásamt því að læra grunnatriðin í bróderingu. Þannig getur fólk tekið þátt í að bródera byltinguna.“ Í anda pönksins, leggur Sigrún svo áherslu á að hannyrðapönk snúist ekki um að skapa óaðfinnan- legt handverk. „Ég bendi á heima- síðuna mína ef fólk vill fræðast meira um hannyrðapönk og að fólk þarf ekki sérkunnáttu til að vera hannyrðapönkarar. Engin krafa er um fullkomnun í hannyrða- pönkinu, hér gildir að framkvæma til góðs.“ Bróderuð bylting í Norræna húsinu Í dag geta áhugasamir kynnst hannyrðapönki á Kynjaþingi í Norræna húsinu, á milli 16 og 17. Sig- rún Bragadóttir, skipuleggjandi, hvetur fólk til að mæta og fræðast um þetta fróðlega fyrirbæri. Sigrún Bragadóttir segir alla geta tekið þátt í hannyrðapönki, óháð fyrri kunnáttu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Í gegnum aldirnar hefur fólk notað handverk til að láta gott af sér leiða, segja sína sögu eða að taka sér pláss í heimi sem var kannski dálítið einsleitur. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 4 -A 8 7 4 2 4 2 4 -A 7 3 8 2 4 2 4 -A 5 F C 2 4 2 4 -A 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.