Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 78

Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 78
VIÐ ERUM SVO LÁNSÖM AÐ VERA HÉR MEÐ GRÆNA ORKU, EN ÞÁ VELTIR MAÐUR ÞVÍ FYRIR SÉR HVAÐ ÞAÐ ER Í SPORINU OKKAR SEM VELDUR ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVONA STÓRT. Losun meðal Íslendings er 12 tonn á ári. Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf einstaklingur að vera undir 4 tonnum á þessu ári. Á næsta þarf að vera undir 3,9 tonnum. n Mannesja sem gengur eða hjólar, flýgur ekki, er vegan, býr ein, eyðir undir 75 þúsund á mánuðí í þjónustu og 65 þúsund í vörur Kolefnisspor 5,73 tonn á ári Jafngildir árslosun 2,8 bíla n Manneskja á bensínbíl, flýgur til Bretlands og Evrópu einu sinni á ári, borðar kjöt, býr ein, eyðir undir 75 þúsund á mánuðí í þjónustu og 65 þúsund í vörur Kolefnisspor 9,89 tonn á ári Jafngildir árslosun 4,8 bílum n Manneskja sem á rafmagnsbíl, flýgur til Bretlands og Evrópu einu sinni á ári, borðar kjöt, býr ein, eyðir undir 75 þúsund á mánuðí í þjónustu og 65 þúsund í vörur Kolefnisspor 7,38 tonn á ári Jafngildir árslosun 3,6 bílum Kolefnisreiknirinn er samst ar fsverkef ni OR og Eflu verkfræði-stofu og eru það þau Hólmfríður Sigurðar-dóttir, umhverf is- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur á Ef lu, sem hafa unnið í sameiningu ásamt samstarfsfólki að opnun reiknisins. „Verkefnið á sér sögu tilviljana,“ segir Hólmfríður um það hvernig kom til að fyrirtækin tvö fóru að vinna saman en það hófst þegar Efla var að kynna fyrir starfsmönnum OR „Matarsporið“ sem kynnt var fyrr á árinu. Hún segir að fyrir kynningu hafi verið búið að ræða innanhúss hjá OR hvort eðlilegt framhald annarra verkefna sem miða að því að draga úr losun, eins og CarbFix-verkefni upp á Hellisheiði, væri ekki að gera eitthvað fyrir viðskiptavini þeirra, sem eru allt að 60 til 70 prósent þjóðarinnar. Hún segir loftslagsmálin þess eðlis að aldrei hafi komið til greina að rukka fyrir aðgang að reikn- inum. „Það var strax tekin ákvörðun um að þetta yrði opið. Loftslagsmálin eru þess eðlis að okkur finnst að fólk eigi að geta, án þess að borga fyrir það, fengið upplýsingar um sína stöðu varðandi kolefnissporið upp á það hvernig það geti brugðist við,“ segir Hólmfríður. Hún segir að Íslendingar séu miklir neytendur en það sé kannski ekki öllum ljóst hvað það nákvæm- lega sé við okkar neyslu sem geri kolefnissporið svo stórt. Erum í tólf tonnum en þurfum að vera í fjórum „Hinn almenni íbúi á Íslandi er að losa um tólf tonn á ári og við vitum að ef við ætlum að ná mark- miðum Parísarsamkomulagsins þá þyrftum við að vera núna í fjórum tonnum,“ segir Hólmfríður. Sigurður segir að það sé margt sem þurfi að gera og málið sé ef til vill f lókið fyrir venjulegt fólk. Marg- ir hafi heyrt um kolefnisbókhald og -losun en geri sér illa grein fyrir því í hverju það felst. „Þetta snýst ekki bara um það sem er að gerast innan landfræði- legrar einingar Íslands, heldur einnig það sem við erum að kaupa frá útlöndum og rannsóknir hafa sýnt fram á að mjög mikið af lofts- lagsáhrifum á sér stað erlendis,  í tengslum við vöru sem við erum svo að neyta hér á Íslandi. Það er einn af hvötunum að því að fara í þetta verkefni, að ná utan um hvað til- heyrir einstaklingi og hans neyslu,“ segir Sigurður. Hann segir að til dæmis í bók- haldi Íslands sem skilað er alþjóð- lega sé öll stóriðja en það sé ekki endilega vandamál okkar sem ein- staklinga hér. „Álið sem er framleitt hér tilheyrir ekki endilega einstaklingnum, held- ur frekar álið í símanum sem Íslend- ingurinn kaupir,“ segir Sigurður. Hólmfríður segir að hugsunin að baki reikninum sé þannig að færa það nær okkur sem er að baki kolefnissporinu. Hún hafi reynt að nýta erlenda kolefnisreikna, en þeir nýtist Íslendingum illa vegna þess að kynding og lýsing hefur miklu stærra kolefnisspor annars staðar en hér. „Við erum svo lánsöm að vera hér með græna orku, en þá veltir Höfum val á hverjum degi Í dag geta einstaklingar í fyrsta skipti reiknað kolefnisspor sitt miðað við íslenskar aðstæður. Reiknivélin er að- gengileg á netinu og er opin öllum. Losun meðal Íslendings er á ári tólf tonn, en þyrfti að vera í fjórum tonnum. Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur á Eflu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR maður því fyrir sér hvað það er í sporinu okkar sem veldur því að það er svona stórt. Þegar við skoð- um gögnin úr reikninum sjáum við að kynding og lýsing er aðeins tvö prósent kolefnissporsins en þetta er þáttur sem þjóðirnar í kringum okkur eru að berjast við. Það sem eftir er eru þá ferðir, matur og vörur og þjónusta og þar er tækifæri til að gera betur,“ segir Hólmfríður. Fyrir kolefnisreikninn hafa því bæði verið framkvæmdar vistferlis- greiningar á neyslu innan- og utan- lands og þannig greind umhverfis- áhrifin af því sem við kaupum og notum „frá vöggu til grafar“. „Það er svo mikilvægt að taka til greina hver áhrifin eru til dæmis af því að kaupa kjól sem er saumaður í útlöndum, eða síma eða bíl eða jafnvel eitt avókadó sem ræktað er erlendis. Við þurfum að hugsa hvað sú ákvörðun þýðir, því á hverjum degi höfum við val um hvað við ætlum að hafa í matinn, hvort við ferðumst innan- eða utanlands, hvernig bíl við kaupum, hvort við erum á bíl eða hversu marga kjóla við eigum,“ segir Hólmfríður. Ábyrgðin liggi ekki einungis hjá einstaklingum Sigurður segir að þótt það sé mikil- vægt fyrir einstaklinga að huga að sinni neyslu þá sé nauðsynlegt að muna að ábyrgðin liggi ekki ein- göngu hjá einstaklingum, heldur einnig hjá fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum. „Við erum ekki að skipa neinum fyrir, heldur erum við einfaldlega að veita fólki upplýsingar sem hafa ekki almennilega verið fyrir hendi áður því þótt ábyrgðin sé ekki ein- göngu þeirra þá hljóta einstaklingar að spyrja sig hverju þau séu að valda í þessu og hvert þeirra kolefnisspor sé í þessu öllu saman. Kolefnis- reiknirinn er leið til að komast að því,“ segir Sigurður. Hólmfríður tekur undir það og segir að það geti hjálpað ein- staklingnum að ákveða að breyta hegðun sinni og neyslu að færa niðurstöðurnar til hans. Hún segir að hér á landi hafi verið stigið stórt skref árið 2015 þegar hátt í 100 fyrirtæki skrifuðu undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykja- víkurborgar og þau fengu aðstoð við að setja sér markmið en að á sama tíma sé lítið um leiðbeiningar sem segi einstaklingum til um hvað þeir geti gert. Með kolefnisreikninum geti fólk tekið upplýsta ákvörðun. Þar sé hægt að finna upplýsingar um losun meðal Íslendings samanborið við hvernig losun þarf að vera til að ná markmiðum Parísarsamkomu- lagsins. Þegar búið er að reikna sporið fær hver einstaklingur svo ráð um hvernig hann geti minnkað sína losun. „Við viljum ekki skilja fólk eftir í lausu lofti þegar það sér kolefnis- sporið sitt, en miðað við til dæmis meðal Íslending þarf kolefnissporið að vera einn þriðji af því sem það er í dag til að ná þeim markmiðum,“ segir Sigurður. Reiknirinn sjálfur byggir á fyrr- nefndum vistferlisgreiningum þar sem umhverfisáhrifin eru rakin alla leið upp og niður virðiskeðjuna. „Það segir okkur hvert kolefnis- spor einnar vöru er og það notum við í kolefnisreikninum,“ segir Sigurður. Tækifæri fyrir framleiðendur Til að reikna kolefnissporið þarf að setja inn ýmsar breytur eins og í hversu stórri íbúð maður býr, hvað maður eyðir miklu  í f jar- skipti, hversu mikið maður greiðir fyrir húsnæðislánið, hversu margir eru á heimilinu, hversu oft maður f lýgur á ári, þær samgönguleiðir sem maður nýtir á hverjum degi, hvort maður neytir kjöts eða ekki og hversu miklu maður eyðir í vörur eða þjónustu á mánuði. „Þetta er fyrsta útgáfan og við verðum auðvitað að sjá hvernig við- brögðin verða. Fólk verður kannski ekki glatt að sjá niðurstöðurnar og við lítum á þetta sem tækifæri til að skilja út á hvað þetta gengur,“ segir Hólmfríður. Þau segja tækifærin sem fylgja reikninum stór fyrir framleið- endur til dæmis, því að miklu leyti er það þeim háð hversu lítið hver einstaklingur nær að gera kolefnis- spor sitt. Það séu því mörg tækifæri fólgin í því að framleiðendur merki vörur sínar og kolefnissporið að baki þeim. „Bara það að vita meira hjálpar okkur til aðgerða,“ segir Hólm- fríður. Sigurður tekur undir það og segir að hann hafi orðið var við það víða að fólk kalli ekki einungis eftir aðgerðum til að bregðast við lofts- lagsvánni, heldur kalli það einnig eftir upplýsingum og telur að kol- efnisreiknirinn geti aðstoðað við það. „Hvernig á maður að taka ákvörðun um sína neyslu ef maður veit ekki hvað er að valda kolefnis- sporinu?“ Hægt er að reikna kolefnissporið á kolefnisreiknir.is.  Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 4 -7 C 0 4 2 4 2 4 -7 A C 8 2 4 2 4 -7 9 8 C 2 4 2 4 -7 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.