Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 88
GAGNRÝNENDUR Í
VÍNARBORG HAFA
SÖMULEIÐIS TEKIÐ DIE EDDA
VEL.
Mik ið va r u m dýrðir í hinu f o r n f r æ g a B u r g t h e a t e r í V í n a r b o r g s í ð a s t l i ð i n n
laugardag þegar Die Edda eftir
Þorleif Örn Arnarsson og Mikael
Torfason var frumsýnd á stóra sviði
hússins. Forseti Íslands, hr. Guðni
Th. Jóhannesson, var í salnum og
sat í stúku ætlaðri fyrirfólki. Hann
mætti síðan á frumsýningarfagnað
baksviðs eftir sýningu ásamt vel-
unnurum leikhópsins.
Burgtheater á sér langa sögu sem
hefst árið 1741 þegar leikhúsið var
byggt að frumkvæði Habsborgar-
keisaraynjunnar Maríu Theresu.
Stofnunin f lutti síðan í núverandi
húsnæði árið 1888 sem var endur-
byggt að miklu leyti á fimmta ára-
tug síðustu aldar eftir hörmungar
seinni heimsstyrjaldarinnar. Á
þessu ári tók austurríski leikstjór-
inn Martin Kusej við sem listrænn
stjórnandi hússins, sem hefur um
sjötíu fastráðna leikara á sínum
snærum. Síðastliðin misseri hefur
hann stýrt Residenz-leikhúsinu
í þýsku borginni München. Með
nýjum leikhússtjóra koma nýjar
áherslur og með fyrstu frum-
sýningum ársins má nefna þýska
uppfærslu af Hver er hræddur við
Virginu Woolf? eftir Edward Albee,
í leikstjórn Kusej, og Die Edda.
Slegið í gegn
Die Edda sló í gegn í Þýskalandi
fyrr á árinu eins og frægt er orðið.
Þorleifur Örn hlaut hin virtu Faust-
verðlaun fyrir bestu leikstjórn
ársins þar í landi fyrir upphaflegu
uppsetninguna sem var frumsýnd í
Hannover. Sú uppsetning var síðan
flutt til Volksbühne í Berlín seinna
um vorið. Þorleifur Örn og Mikael
fengu tæpar fjórar vikur til að æfa
sýninguna innan veggja Burgthea-
ter, og sköpuðu útgáfu sem er byggð
á grunni hinnar gömlu. Upphaflega
var sýningin tæpir fjórir klukku-
tímar en með styttingum og aðhaldi
er sýningartími nú um þrír klukku-
tímar. Elma Stefanía Ágústsdóttir
lærði sitt hlutverk samtímis og Die
Edda markar frumraun hennar á
austurrísku leiksviði en hún hlaut
nýlega þriggja ára ráðningu við
húsið.
Hin endalausa hringrás upphafs,
riss, hnignunar og endaloka byrjar í
þoku. Óljóst er hvar áhorfendur, goð
og jötnar eru stödd í ferlinu. Byrjun-
in er endirinn og endirinn byrjunin.
Völuspá er flutt í heild sinni í byrjun
sýningar, bæði á íslensku og þýsku,
en Elma Stefanía hefur fengið mikið
lof austurrískra gagnrýnenda fyrir
íslenska flutninginn.
Á landamærum
goða og manna
Leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins,
Sigríður Jónsdóttir, fór á frumsýningu
Die Edda í Vínarborg og skrifar um hana.
Viðtökur áhorfenda á frumsýningarkvöldinu voru mjög jákvæðar og uppklöppin ansi mörg, segir gagnrýnandinn sem var á frumsýningu.
BÆKUR
Nornin
Hildur Knútsdóttir
Útgefandi: JPV
Fjöldi síðna: 330
Nornin er önnur bókin í þríleik
Hildar Knútsdóttur sem hófst í
fyrra með bókinni Ljónið. Sú saga
gerist í okkar samtíma og fjallar
um unglingsstúlkuna Kríu sem
f lytur inn í hús við Skólastræti í
miðbæ Reykjavíkur og líf hennar
og ýmsa atburði sem verða þar og
tengjast ömmu hennar á óvæntan
hátt. Í Norninni er Kría sjálf orðin
amma og sagan segir frá barnabarni
hennar, Ölmu, sem býr í Reykjavík
framtíðar sem er vægast sagt breytt.
Loftslagsbreytingar hafa fært allt frá
Bernhöftstorfunni undir sjó og fólk
býr í nýjum háhýsum. Mjóddin er
hinn nýi miðbær, lestir eru helsti
samgöngumátinn, allur matur er
ræktaður í gróðurhúsum og til-
hugsunin um að borða dýr eða
dýra afurðir er mjög framandi.
Veðrakerfin kringum landið eru
smám saman að ná jafnvægi eftir
að bráðnun jökla breytti Golf-
straumnum með tilheyrandi kulda,
milljarðar manneskja hafa farist um
heim allan vegna náttúruhamfara
og stríða í kjölfar loftslagsbreytinga,
landamæri hafa verið afnumin og
fjölmenningarsamfélag blómstrar.
Í upphafi bókar vinnur Alma við
að rækta kjúklingabaunir í risa-
gróðurhúsi á Hellisheiði en gróður-
hús eru helsta forðabúr Íslendinga
í bókinni. Hún fær svo óvænt nýtt
starf í einkagróðurhúsi virtrar
vísindakonu og á sama tíma kynn-
ist hún spennandi fólki en hvort
tveggja hefur afdrifaríkar afleiðing-
ar. Kría amma hennar
kemur töluvert við
sögu en líf hennar er
nokkuð ólíkt því sem
útlit var fyrir þegar
við skildum við hana í
fyrstu bókinni. Konur
eru í öllum aðalhlut-
verkum og hver þeirra
um sig gæti fallið
undir skilgreiningu
einhvers tíma á norn
svo titillinn á vel við.
F r á s a g n a r g á f a
Hildar Knútsdóttur
vex með hverri bók.
Hér heldur hún áfram
með persónu r og
söguþráð úr Ljóninu
sem vindur upp á sig með óvænt-
um hætti. Í forgrunni er þó breytt
heimsmynd í kjölfar loftslagsbreyt-
inga en Hildur hefur verið ötull tals-
maður þess að þær séu teknar alvar-
lega og brugðist
við í tæka tíð.
Hér leggur hún
sig f r a m v ið
að sneiða hjá
heimsendaspám
en byggja samt á
staðreyndum.
Framtíðarsýn-
in í bókinni er
heillandi á marg-
an hátt en hún er
líka dapurleg,
kaffi, súkkulaði
og þrúguvín eru
ekki á færi nema
fárra útvalinna,
margar lífverur
hafa horf ið úr
hei m i nu m og
koma ekki aftur og hinn landa-
mæralausi heimur sem í bókinni
kallast hin Sameinaða þjóð er ekki
eins frábær og hugmyndafræði-
lega hann ætti að geta verið. Þann-
ig veltir höfundur upp ýmsum
samfélagslegum spurningum sem
við ættum í raun að vera að takast
á við í nútímanum og sýnir hvernig
heimurinn gæti hvað skástur orðið
ef við reynum ekki að finna svör við
að minnsta kosti sumum þeirra.
Fyrst og fremst er Nornin þó
áhugaverð, vel skrifuð og spennandi
saga um unga konu sem tekst á við
fjölskyldu sína, umhverfi og ástir
eins og best hún getur, í heimi sem
er okkur lesendum bæði kunnug-
legur og framandi. Það gefur nán-
ast augaleið að þríleikurinn verði
til lykta leiddur með bók sem mun
heita Skápurinn og ég verð að viður-
kenna að ég er strax farin að hlakka
til. Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og spenn-
andi bók sem veltir upp áhugaverðri en
oft á tíðum óþægilegri framtíðarsýn.
Útpæld framtíðarsýn í spennandi sögu
Óskýr landamæri
Þorleifur Örn hefur fágað listrænar
aðferðir sínar en er alls óhræddur
við að gera tilraunir. Sumar þeirra
heppnast misvel líkt og Ódys-
seifskviða Hómers sem hlaut ansi
misjafna dóma í Berlín nú í vor en
aðrar margborga sig líkt og Die
Edda. Í fyrri hluta sýningarinnar
eru aðalsöguhetjurnar kynntar til
sögunnar og grunnurinn lagður að
baráttu goðanna með hádrama og
húmor að vopni. Fyrir miðju sviðs-
ins hangir Askur Yggdrasils sem
elur af sér Óðin á eftirminnilegan
hátt. Seinni hlutinn byrjar með
látum og söng, heimurinn er í þann
veginn að farast og átökin magnast
í hringiðu tortímingarinnar. Landa-
mærin á milli goðheima og mann-
heima verða óskýr. Epískar sögur
af goðum blandast frásögnum
af mannlegri baráttu Torfa Geir-
mundssonar rakara og föður Mika-
els við áfengisneyslu, en hann háði
sitt eigið dauðastríð nýlega. Hér eru
hetjurnar hversdagslegar og hvers-
dagsleg barátta hetjuleg. Að lokum
tekur ekkert nema tómið við.
Jákvæðar viðtökur
Viðtökur áhorfenda á frumsýn-
ingarkvöldinu voru mjög jákvæðar
og uppklöppin ansi mörg. Gagnrýn-
endur í Vínarborg hafa sömuleiðis
tekið Die Edda vel, Elma Stefanía
hefur fengið sérstakt hól fyrir
frammistöðu sína, þá sérstaklega í
opnunaratriðinu. Einnig hefur texti
Mikaels um dauðastríð föður síns
fengið mikið lof.
Íslendingar hafa verið að hasla
sér völl á erlendri leikhúsgrundu
síðastliðin ár. Í vikunni sem leið
var tilkynnt að leikstjórinn Egill
Heiðar Anton Pálsson hefði hreppt
stöðu leikhússtjóra við Hálogaland-
leikhúsið í Tromsø í Noregi. Sólveig
Arnarsdóttir hlaut fastráðningu
við Volksbühne fyrr á árinu og Þor-
leifur Örn mun snúa þangað aftur
sem listrænn stjórnandi. Elma
Stefanía mun næst stíga inn í hlut-
verk Honey í Hver er hræddur við
Virginu Woolf? við Burgtheater og
Mikael hefur verið önnum kafinn
við skriftir á meginlandinu.
Með þessum orðum eru íslenskir
áhorfendur hvattir til að fylgjast
náið með íslensku listafólki í erlend-
um leikhúsum. Ekki láta framandi
tungumál eða ókunnug form stoppa
miðakaup. Góð sviðslist er sitt eigið
tungumál.
2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
2
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
4
-4
F
9
4
2
4
2
4
-4
E
5
8
2
4
2
4
-4
D
1
C
2
4
2
4
-4
B
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
0
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K