Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2019, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 02.11.2019, Qupperneq 96
Ýr útskrifaðist með BA-gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2010 og hefur frá útskrift hannað undir sínu eigin merki, Another Creation. Ýr hefur haldið einkasýningar og unnið sem bún- ingahönnuður í kvikmyndum, leik- húsi, fyrir Íslenska dansf lokkinn, Íslensku óperuna, Söngkeppnina á RÚV og við tónlistarmyndbönd. Nú nýverið stofnaði hún nýtt fata- merki, Warriör, í samstarfi við vin sinn Alexander Kirchner og Hunter Simms sem búsettur er í New York. Kynntust í grunnskóla Alexander og Ýr hafa þekkst frá því í grunnskóla en þau voru saman í unglingadeildinni í Hlíðaskóla og kynntust svo aftur á síðari árum í gegnum tískubransann á Íslandi. Alexander var lærlingur hjá Ýri þegar hún hélt sína fyrstu einka- sýningu og í framhaldi deildu þau vinnurými um tíma á meðan Alex- ander hóf sinn eigin hönnunarferil. Þau hafa bæði verið undir mikl- um áhrifum frá hönnun hvort annars í gegnum tíðina og oft velt því fyrir sér að vinna saman. Það var því kjörið tækifæri þegar sam- eiginlegur vinur þeirra frá New York kom með þá hugmynd að sameina þau tvö undir einum hatti til að nýta sem best hæfileika þeirra beggja. Ólíkir stílar í samstarfinu „Ég er mest í sníðagerð og hef mikla unun af því að þróa og vinna ný snið. Það hefur því verið mitt helsta hlutverk í samstarfinu,“ útskýrir Ýr aðspurð hvernig svona hönnunar- samstarf gangi fyrir sig. „Eftir alla þessa reynslu er ég jafnframt með góð sambönd við framleiðendur víðs vegar um heiminn. Alexander hefur góða innsýn í götutískumenn- inguna og veit hvað er nýtt og títt í þeim málum, það er því ómetanlegt að hafa hann sem sérlegan ráðgjafa þegar kemur að hönnun og einnig er hann með mjög gott tengslanet sem nýtist félaginu mjög vel. Við komum í raun úr mjög ólík- um vinahópum þó að við þekkjum mikið af sama fólkinu. Þetta gerir það að verkum að ólíkir stílar mæt- ast sem er alltaf áhugavert.“ Vinur frá NY leiddi þau saman Með þeim Ýri og Alexander í liði er Hunter Simms, þaulreyndur auglýs- ingahönnuður búsettur í New York sem hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir sín störf. „Hann hefur unnið fyrir stór merki á borð við Nike, Spot ify, Apple, Ree- bok, Mercedes og fleiri. Hunter hefur mikinn áhuga á íslenskum listum og hefur heim- sótt Ísland undanfarin 20 ár starfs síns vegna en einnig af því að hann á hér stóran vinahóp og tengslanet. Hunter heillaðist af íslenskri fata- hönnun og hefur lengi haft áhuga á að tengjast henni betur, sér í lagi að flytja hana út á Bandaríkjamarkað.“ Það var svo í vor að hann hafði samband við Alexander og Ýri varðandi mögulegt samstarf. „Við höfum svo verið að f lakka mikið fram og til baka undanfarið, ég er búin að vera samanlagt í meira en mánuð úti frá í haust, en Hunter er að koma hingað í tíunda sinn í dag. Stefnan er að vera með pop-  Kynlaus hönnun án landamæra Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir hefur síðastliðin níu ár hannað undir sínu eigin merki, Another Creation, en nýverið stofnaði hún nýtt merki, Warriör, í samstarfi við vini sína, þá Alexander Kirchner og Hunter Simms. Ýr og Alexander höfðu þekkst lengi þegar sameiginlegur vinur frá New York kom með hugmynd að samstarfi þeirra tveggja. MYND/ EINAR SNORRI Warriör-línan einskorðast við ákveðinn grunn; fjöl- nota íþróttagalla. Sérstakir aukahlutir eru svo fram- leiddir eftir pöntun. MYND/STEFÁN JOHN TURNER Flíkurnar eru unnar úr endur- nýttum gervi- efnum til að stuðla að betri nýtingu. MYND/STEFÁN JOHN TURNER Fötin frá Warriör henta báðum kynjum og breiðum aldurshóp. up í New York á næstu tískuviku í febrúar og kynna svo nýja línu hér heima á HönnunarMars. Fyrstu markaðssvæðin eru því Ísland og Bandaríkin þar sem tengingarnar liggja fyrir.“ Aukið notagildi og lengri líftími Hugmyndafræðin á bak við hönnun Warriör er að auka notagildi fatn- aðar og lengja líftíma hans. Fram- leiðslan einskorðast við ákveð- inn grunn; fjölnota íþróttagalla. Sérstakir aukahlutir, svo sem auka ermar, hettur og fleira eru svo fram- leiddir sérstaklega eftir pöntun. Hugmyndin er að stuðla að betri STEFNA WARRIÖR ER AÐ FJÖLBREYTTIR MENNINGARKIMAR MÆTIST. HÖNNUNIN HEFUR ENGIN LANDAMÆRI OG VILL SAMEINA FÓLK MEÐ ÓLÍKAN UPPRUNA, ÚR ÓLÍKUM MENNINGARKIMUM OG ÓLÍKUM STÉTTUM. nýtingu og þá um leið minni sóun þar sem notagildi og líftími einnar og sömu flíkurinnar eykst margfalt. „Við fengum að vinna frum- gerðirnar með Henson sem hefur áratuga reynslu í gerð íþróttafatn- aðar og var það samstarf algjörlega ómetanlegt,“ útskýrir Ýr. Meginein- kenni hönnunar Warriör er að hún er það sem kallað er „unisex“, það er hönnunin er hvorki bundin við ákveðið kyn né kynskilgreiningu. „Hún á að höfða til allra og geta einstaklingar skilgreint sig með því að velja sér ákveðna aukahluti eða með mismunandi samsetningu á vörunni. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er ekki að vinna með náttúruleg efni, en við fundum framleiðanda sem endurvinnur gerviefni og þar af leiðandi erum við að stuðla að betri nýtingu,“ segir Ýr. Flíkur sem undirstrika per- sónueinkenni hvers og eins Fötin henta báðum kynjum og segir Ýr aldurshópinn mjög víðan. „Megináherslan er samt á ungt fólk og er útgangspunkturinn f lott breytanleg hönnun og góð efni. Gallarnir eru bæði f lottir sem hversdags klæðnaður en henta einnig vel í ræktina eða í útivist. Við höfum bæði verið að vinna mikið með breytanlegar f líkur sem hægt er að renna sundur og saman og einnig er fókusinn mikið á f líkur sem undirstrika persónueinkenni hvers og eins, skera sig úr fjöld- anum. Stefna Warriör er að fjölbreyttir menningarkimar mætist. Hönn- unin hefur engin landamæri og vill sameina fólk með ólíkan upp- runa, úr ólíkum menningarkimum og ólíkum stéttum. Kúnnahópur okkar beggja samanstendur mikið af listamönnum og fólki sem fer sínar eigin leiðir í lífinu, svo okkur fannst tilvalið að kalla okkur Warriör.“ Í dag er opið hús á vinnustofu Ýrar að Miðstræti 12 í tilefni þess að vefverslunin fer í loftið klukkan 14. Þar getur að líta nýja stíla frá fatamerkinu sem eru til í takmörk- uðu upplagi en einnig eldri stíla frá Ýri og Alexander í sitthvoru lagi. bjork@frettabladid.is 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 4 -8 5 E 4 2 4 2 4 -8 4 A 8 2 4 2 4 -8 3 6 C 2 4 2 4 -8 2 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.