Fréttablaðið - 04.11.2019, Page 6
413,7 m2 eining
276,3 m2 eining
TIL SÖLU!
Upplýsingar:
Baldur s. 660 6470
Flugvellir 20
Nýtt þjónustu- / iðnaðarhúsnæði nálægt Leifsstöð.
(3ja mínútna akstur)
Í REYKJANESBÆ
Eða selt saman sem eitt húsnæði samtals
690m2. Stór lóð! Tilbúið til afhendingar,
fullbúið að utan og tilbúið til innréttingar
að innan með rafmagns- og hitalögnum.
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
löggiltur fasteignasali
Sími: 693-2916
halldor@fastgardur.is
Langflestir Strandamenn búa á Hólmavík og þar segist oddvitinn þurfa að vera bjartsýnn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Kosningabaráttan í Bretlandi á fullt
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaf lokksins, f lytur ræðu á ráðstefnu í Háskólanum í Gloucester, um helgina. Ráðstefnan
fjallaði um loftslagsmál og græna iðnbyltingu. Corbyn varði fyrstu helgi kosningabaráttunnar í suðvesturhluta Englands. Kosið
verður til þings í Bretlandi þann 12. desember. Þetta verða þriðju þingkosningar Breta á fjórum og hálfu ári. NORDICPHOTOS/ EPA
BYGGÐAÞRÓUN Börnum í þremur
sveitarfélögum á Ströndum hefur
frá aldamótum fækkað um meira en
helming.
Nú er svo komið að aðeins tvö börn
eru búsett í Árneshreppi og enginn
leikskóli er starfandi á Drangsnesi í
Kaldrananeshreppi. Oddvitar sveit
arstjórna segja vörnina erfiða og að
eitthvað stórkostlegt þurfi að koma
til svo að þróunin snúist við.
Samanlagt búa á Ströndunum nú,
í þessum þremur sveitarfélögum,
um 600 manns. Langflestir þeirra
búa í Hólmavík í Strandabyggð en
í Strandabyggð allri búa um 450
manns. Jón Gísli Jónsson, oddviti
hreppsnefndar Strandabyggðar,
telur vörnina erfiða.
„Þetta er vont og erfitt. Eitthvað
togar nú suður á höfuðborgarsvæðið.
Þar eru auðvitað íþróttamöguleikar
og afþreying sem minna er um hérna
í fámenninu hjá okkur. Við teljum
hins vegar kosti á móti,“ segi Jón Gísli
sem telur að stöðu sinnar vegna þurfi
hann að vera bjartsýnn. „Ég verð að
horfa á framtíðina björtum augum
og halda því fram að við verðum
enn þá til. En með íbúaþróunina, þá
er erfitt að vita hvað verður.“
Horfurnar eru öllu svartari í
Kaldrananeshreppi þar sem aðeins
19 börn bjuggu í hreppnum árið
2018. Vitað er að á síðustu vikum
haf i tvær f jölskyldur f lutt úr
hreppnum með börn og því er sú
tala mun lægri nú.
Finnur Ólafsson oddviti segir
tækifæri fyrir byggðina að rísa á ný.
„Ef allt gengur upp sem við erum
að berjast fyrir þá verður öf lugri
byggð hér og gæti skapað um hund
rað störf á svæðinu,“ segir Finnur.
Þar séu norskir og íslenskir aðilar
að skoða þann möguleika að hefja
fiskeldi í sveitarfélaginu með nýrri
tækni þar sem ekki verður um opið
sjókvíaeldi að ræða.
Hins vegar er ljóst að þessi sveitar
félög eru í nauðvörn. Ekki er ólíklegt
að heilsársbúseta leggist af á næstu
áratugum í Árneshreppi. Aðeins rétt
rúmlega fjörutíu manns búa þar nú
og þarf lítið að gerast til að byggð
þar þurrkist hreinlega út.
Drangsnes og Hólmavík sem tveir
kjarnar gætu vissulega blómstrað
en með fækkun í sveitunum í kring
gæti róðurinn orðið þyngri. Bjart
sýni virðist hins vegar ríkja meðal
sveitarstjóranna.
sveinn@frettabladid.is
Strandabörn helmingi
færri en um aldamótin
Fækkun íbúa á Ströndum hefur verið viðvarandi síðustu áratugi. Börnum
hefur fækkað hlutfallslega meira en öðrum íbúum á svæðinu. Endurnýjunin
verður því ekki sjálfbær og útlit fyrir enn meiri fækkun í komandi framtíð.
VIÐSKIPTI Tómas Már Sigurðs
son, fyrrverandi aðstoðarforstjóri
bandaríska álfyrirtækisins Alcoa,
hefur verið ráðinn forstjóri HS
Orku og tekur hann við starfinu
um næstu áramót. Gengið var frá
starfslokum fyrrverandi forstjóra
HS Orku í lok ágúst síðastliðins.
Áður var Tómas Már forstjóri
Alcoa á Íslandi, í Evrópu og Mið
Austurlöndum og nú síðast aðstoð
arforstjóri Alcoa á heimsvísu. Hann
er umhverfisverkfræðingur frá
Háskóla Íslands með meistarapróf
frá Cornellháskóla í skipulags
verkfræði. Hann hefur setið í fjölda
stjórna og situr í stjórn Íslands
banka.
Í samtali við frettabladid.is segir
Tómas að HS Orka sé frumkvöðull
í jarðhitanýtingu auk nýsköpunar
og þróunar sem henni tengist. „Þau
tækifæri sem blasa við HS Orku eru
afar spennandi og ég hlakka til að
vinna að þeim með því afburðafólki
sem hjá fyrirtækinu starfar,“ segir
Tómas. – jþ
Tómas Már nýr
stjóri HS Orku
+PLÚS
VEIÐI „Mér sýnist á samfélags
miðlum og af því sem ég hef heyrt að
þetta hafi verið góð helgi til veiða,“
segir Áki Ármann Jónsson, for
maður Skotvís. Hann segir að gott
veður hafi átt sinn þátt í því. Hann
segir að nokkuð virðist hafa verið af
fugli. Erfitt sé hins vegar að segja um
hvar mest veiddist þessa helgina.
„Það sem maður veit er að Norð
urlandið, Norðausturlandið, Aust
urlandið og Vestfirðir hafi haldið
þessu uppi.“ Áki segir að það sé
algengt að menn fari á þessi svæði
þó að þeir búi annars staðar. „Eitt
hvað hefur verið um að menn hafi
verið á fjórhjólum og sexhjólum við
veiðar. Það er algerlega bannað sam
kvæmt veiðilögum og við höfum
verið að brýna það fyrir mönnum.“
Áki segir ekki meira um það í ár
en endranær að landeigendur hafi
lokað svæðum fyrir veiðum. „Þetta
er áberandi núna því þessar til
kynningar eru að færast inn á sam
félagsmiðla.“ – jþ
Rjúpnaveiði fyrstu helgi
tímabilsins gekk vel
Rjúpnaveiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tómas Már Sigurðsson.
4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
5
-3
D
D
0
2
4
2
5
-3
C
9
4
2
4
2
5
-3
B
5
8
2
4
2
5
-3
A
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K