Fréttablaðið - 04.11.2019, Page 38

Fréttablaðið - 04.11.2019, Page 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Sími: 558 1100 Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 Allir sófar á taxfree tilboði* SÓFAR TAXFREE www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N A LLTAF OP IN * Taxfree tilboðið gildir á sófum, sófa borðum og púðum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. CLEVELAND Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk- eða ljósgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm 145.153 kr. 179.990 kr. FRIDAY Þéttur, þægilegur og rúmgóður sófi með háu baki og góðum bakstuðningi. Tungan er færanleg frá vinstri til hægri. Grátt Danny áklæði. Stærð: 252 x 175 x 91 cm 145.153 kr. 179.990 kr. EASY Rúmgóður og þéttur tungusófi í dökkgráu slitgóðu áklæði. Ljósir viðarfætur. Tungan er færanleg og getur verið beggja vegna. Stærð: 233 x 147 x 86 cm 145.153 kr. 179.990 kr. Björn Ingi Baldvinsson er nítján ára gamall nemandi á fjórða ári á félagsfræðibraut við Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hann þekkir hvern krók og kima eftir að hafa „byggt“ nákvæma eftir- líkingu af skólanum í tölvuleiknum Minecraft. Skólabyggingin var nokkur þol- inmæðisvinna enda hugaði hann að ótal smáatriðum auk þess sem segja má að hann hafi verið í lífshættu á meðan hann stóð í stafrænni bygg- ingarvinnunni þar sem hann vann í stillingu sem gerir hann berskjald- aðan fyrir árásum annarra spilara. „Ég var að þessu í rúmlega tvo og hálfan mánuð,“ segir Björn Ingi og bætir við að hann hafi verið að vinna í sumar. „Þannig að ég var bara að gera þetta þegar mér leidd- ist.“ Kláraði grunnskólann fyrst „Ég byggði Árbæjarskóla í fyrra en man nú ekki af hverju mér datt í hug að reisa grunnskólann minn í Minecraft,“ segir Björn Ingi þegar hann er spurður hvað varð til þess að hann réðist í það þolinmæðis- verk að byggja MH. „Ég gerði það allavegana og síðan langaði mig líka að byggja MH.“ Hann segir Minecraft vera þess eðlis að stundum langi hann til þess að gera eitthvað þar en viti ekki nákvæmlega hvað. „Og þá finnst mér voða gaman að byggja eitthvað úr raunveruleikanum vegna þess að þá er maður með alveg fast plan um hvað maður ætlar sér að gera.“ Byggt á busakorti Björn Ingi hófst handa við smíðina í lok júlí þegar skólinn var lokaður en „það er kort af skólanum inni á heimasíðu MH sem allir busar fá og ég man eftir að hafa fengið þetta kort af báðum hæðunum,“ segir Björn Ingi sem studdist við kortið þar til hann komst inn í bygginguna sjálfa á ný. Í kortinu eru þó eyður sem hann fyllti upp í eftir minni og lagfærði enn meira þegar skólinn byrjaði. „Þá fór ég og fullvissaði mig um að allt væri á sínum stað,“ segir Björn Ingi sem lagði reglustiku á kortið til þess að allir kvarðar og hlutföll væru rétt. Hættuspil? Björn Ingi lauk við byggingu MH í því sem kallað er „survival mode“ í Minecraft en það felur í sér að spil- arar geta ekki athafnað sig óáreittir ólíkt „creative mode“ þar sem leik- menn eru almáttugir í leiknum og geta gert hvað sem þeim dettur í hug og notast við allt sem leikurinn býður upp á. „Í „survival mode“ snýst þetta um að þú ert í raun leikmaður inni í heiminum og þú þarft að lifa. Sjá fyrir þér og passa að enginn komi og drepi þig,“ segir Björn Ingi og hlær þegar hann er spurður hvort hann hafi verið í „lífshættu“ við hús- bygginguna. Hann gerir ekki mikið úr háskanum, truflunum og áreiti þar sem hann var kominn vel á veg í leiknum og hafði komið sér vel fyrir þar áður en hann hófst handa. Mikil ánægja með MH í MH Björn Ingi segir aðspurður að staf- ræn eftirlíking hans af skólanum hafi strax vakið mikla athygli og ánægju innan steinsteyptra veggja MH, bæði hjá nemendum og kenn- urum. Hann byrjaði á að vekja athygli á þessu í Facebook-hópi nemenda- félagsins sem telur um 800 manns sem létu um 300 „lækum“ rigna yf ir skólabygginguna. „Öllum fannst þetta ótrúlega flott og nem- endafélagið bað meira að segja um eintak af heiminum á USB-lykli til varðveislu í skjalasafni nemenda- félagsins.“ Björn Ingi opnaði aðgang að skól- anum á sérstökum netþjóni þar sem talsverður gestagangur hefur verið í skólanum. „Það hafa samt ekki allir tök á að fara inn á Minecraft-serv- era,“ segir Björn Ingi sem býður alla sem við slíkt ráða velkomna á: s21.hosthorde.com:26367. toti@frettabladid.is Byggði MH í háskalegum Minecraft-heimi Björn Ingi Baldvinsson er 19 ára MH-ingur sem stundar skólann bæði í raunheimum og sýndarveruleika þar sem hann hefur reist nákvæma eftirmynd Menntaskólans við Hamrahlíð í Minecraft. Björn Ingi vistar MH meðal annars á sérstaklega vörðum netþjóni þar sem hægt er að skoða skólann. „Þar sem það er ekki hægt að eyðileggja neitt eða þannig,“ segir Björn Ingi sem hér er settur inn á eigin tölvumynd af MH. ÖLLUM FANNST ÞETTA ÓTRÚLEGA FLOTT OG NEMENDAFÉLAGIÐ BAÐ MEIRA AÐ SEGJA UM EINTAK AF HEIMINUM Á USB-LYKLI TIL VARÐVEISLU Í SKJALASAFNI NEMENDAFÉLAGSINS. 4 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 5 -2 5 2 0 2 4 2 5 -2 3 E 4 2 4 2 5 -2 2 A 8 2 4 2 5 -2 1 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.