Úti - 15.12.1931, Síða 10

Úti - 15.12.1931, Síða 10
8 Ú T I Enda var honum veitt athygli. Hann hafði ekki komið áður á eyrina. Hann var bersýnilega bráðungur og feiminn af tilhugsuninni um það að ætla að hjóða sig fram til vinnu á meðal fullvaxinna og vanra manna. Verkamennirnir stóðu í hópum og röbbuðu saman. Þeir töluðu um veðrið, vinnuna, og ýmislegt annað. Sumir voru drýldnir og sögðu alt liægt, en ákveðið, eins og' þeir vildu með því gefa i skyn, að í þessu væru þeir vissir og öðrum þar ekki betur treystandi. Aðrir töluðu hátt og vildu láta sem flesta heyra, hvað þeir sögðu. En flestir voru yfirlætislausir og mæltu fátt, rjett skutu orði og orði inn, eins og þeir vildu gefa til kvnna, að þeir væri þarna staddir og fylgdust með glað- vaknaðir. Þegar Hreiðar gekk, hægur og niður- lútur, fram lijá einum af þessum hópum og var jafnvel að hugsa um að nema stað- ar, þvi að einhversstaðar mátti liann til að stansa, heyrði liann hlátur og að sagt var: „Hver er þessi á hosunum?“ Sá, er sagði þetta, þóttist auðheyrilega vera maður með mönnum. Hann var ekki hár vexti, en teygði furðanlega úr sjer, svo að hann sýndist jafnvel stærri en hann var í raun og veru. Ekki var liann ófríður, en óskemtileg hrukka var fyrir ofan vinstra munnvikið. Hún hafði smátt og smátt myndast við það, að maðurinn hafði snemma vanið sig á að segja ýmis- legt, sem honum sjálfum fanst vera fyndið, og um leið setti hann beyglu á munninn. Þetta gerði manninn svip- ljótan. Menn litu á „þennan á hosunum". En hann fór enn meira hjá sjer og var eins og liann þyrði varla að lireyfa sig. Hon- um varð liorft til mannsins, sem kastað hafði að honum þessari háðglósu. Svipur hans, einkum drættirnir i kringum munn- inn, festist honuin í minni. Hreiðari leið illa. Skap hans var æst og með hverri mínútu varð liann biturri. Ósjálfrátt reyndi hann að láta allagremju sina bitna á einhverju, er hann hjelt að stjórnaði þessu. En liann náði ekki tök- um á neinu, engu áþreifanlegu, aðeins hverfulli ímyndun, sem hann fann, að hánn gat elcki kent um neitt. Fyrir þá sök varð hann enn reiðari. Og svo fór liann að ávíta sjálfan sig. Fyrir hvað? Hann gat ekki gert sjer það Ijóst. í fyrstu ásakaði hann ekki manninn, sem í rauninni átti sök á þessu ástandi hans. En þegar hann liafði jafnað sig' svo, að liann áræddi að líta umhverfis varð þessi maður fyrir augum lians. Þá bloss- aði upp í honuin heift lil mannsins. Þessi andstyggilegi skakkkjaftur! Hann þurfti endilega að verða til þess að gera gys að honum, svo að allir heyrðu. Hreiðar skyldi muna honum það. Seinna myndi liann áreiðanlega liefna sín. Á nokkrum mínútum dreymdi Hreiðar um, að hann væri orðinn verkstjóri, er rjeði menn í vinnu. Það er atvinnuleysi og þessi maður kemur til hans og biður um vinnu, eins og aðrir. En verkstjórinn veit, hve voldugur hann er, og lætur sem liann sjái ekki manninn. Ilann tekur menn alt i kring um hann, og maðurinn stendur að lokum einn eftir. Þá segir verkstjórinn lionum, af hverju hann fær ekki vinnu. Það sje af því, að liann hafi eitt sinn að ástæðulausu sært umkoniu- lítinn dreng, er feiminn og kjarklitill leit- aði sjer atvinnu i fyrsta skipti á æfinni. Þá hafi liann þóst maður að meiri, er hann gat með fyndni sinni leitt athygli manna að „þessum á hosunum“. Nú sje drengurinn orðinn verkstjóri og taki ekki svona mann í vinnu. Hreiðar lirekkur upp úrþessumdraum- órum við að sjá menn vera að byrja að vinna. Ef liann yrði nú ekki tekinn, fengi ekkert að gera? Fullorðnu mennirnir voru auðvitað miklu færari til vinnu en hann. Ef til vill þyrfti á svo mörgum að halda, að allir fengju eitthvað — og liann

x

Úti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.