Úti - 15.12.1931, Side 23

Úti - 15.12.1931, Side 23
Ú T I 21 SKÁTALÍF Á ÍSAFIRÐI. Gunnar Andrew. Fram af Skutulsfirði liggur dalur einn lítill, er Tungudalur nefnist. Mestur hluti dalsins liggur mjög lágt, og er umluktur hæðadrögum eða hálsum. Munnmæli herma, að í Tungu hafi ein- hvern tíma í fyrndinni búið systur tvær, er hjetu Korna og Kolfinna. Voru báðar hinir mestu svarkar, og samdi illa. Garður er granna sættir, segir máltækið, og tóku þær því það ráð að skifta túninu á milli sín með garði eftir því endilöngu. En sam- búðin batnaði lítt. Og þar kom að lokum að Korna flýði, og bygði bæ framar i daln- um, að Kornustöðum. Segir lítt af viðskift- um þeirra systra eftir það, en þó munu engir kærleikar hafa verið milli nábúanna. Og einn góðan veðurdag, er þær mættust á förnum vegi, skarst svo í milli þpirra, að þær lögðu hendur hvor á aðra. Lauk þeirri viðureign svo, sem vænta mátti af slíkum skapvörgum, að báðar lágu í valnum. Þar heitir nú Orustuhóll. Nú er öldin önnur í Tungudal. Enn mæt- ast menn að sönnu á Orustuhól, en við- EFTIR GUNNAR ANDREW SKÁTAFORINGJA. skiftin eru nú miklu friðsamlegri en á dög- um þeirra systra Kornu og Kolfinnu. í dalmynninu er hið myndarlega kúabú ísfirðinga og hefir það tekið mestan hluta dalsins til ræktunar. En í hlíðunum norðan- megin er skógarkjarr upp á brúnir. Þang- að leita ísfirðingar á sumrum, og kalla það »að fara í skóginn«. Og þótt tæpast sje um verulegan skóg að ræða, þá una flestir sjer vel þarna á fögrum sumarkvöldum, við þrastasöng og sætan ilm af lyngi og kjarri. Á Kornustöðum stendur nú lítið en lag- legt hús, umgirt undurfögrum en litlum garði fullum af fögrum trjám og blómum, íslensk- um og erlendum. Ennfremur er garðurinn prýddur gosbrunni ogfallegu líkani af meyju, er hlustar á bergmálið. Þarna býr á sumr- in, Simson, hinn hagi Ijósmyndari ísfirð- inga og þúsund þjala smiður. Útlendingur- inn, sem óhræddur trúði íslenskri moldu fyrir jurtum hinna heitari landa — og sem ekki varð fyrir vonbrigðum. Framar i dalnum er annað hús, nokkuð stærra og veglegra. Það er einnig umgirt fallegum garði. Er hann svipaður garði Simsons, en stærri. Það er alment kallað Skógarhúsið og er eign tveggja ísfirskra piparsveina, er á sumrum flýja skarkala bæjarins og leita sjer hvíldar og hugsvöl- unar i náttúrunni.

x

Úti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.