Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 26

Úti - 15.12.1931, Blaðsíða 26
24 Ú T I O K. EFTIR AÐALHEIÐI SÆMUNDSDÓTTUR. Uppi á Jökulbungunni. Skátastúlkui' hjá vörðunni á efsta hluta Oksins. Eins og allir vita, var sumarið, sem nú er að líða, eitthvert hið fegursta, er lengi hefir komið yfir land vort. Að minsta kosti eigum við á Suðurlandi ekki slíku sumri að venjast. Við skátastúlkurnar ljetum ekki veðurblíðuna ónotaða, enda mátti oft sjá kassabíl með syngj- andi skátastúlkum aka upp úr bænum á laug- ardagskvöldum. Laugardaginn 22. ágúst lögðu 10 skátastúlkur af stað í fyrnefndu farartæki, og var ferðinni heitið áleiðis að Oki. Ókum við til Þingvalla um kvöldið og' tjölduðum i Almannagjá á móts við Leirurnar. Á sunnudagsmorguninn var ris- ið snemma úr rekkju. Veður var hið fegursta þegar um morguninn og dálítil gola, en þó var ekki ugglaust um að sumar okkar óttuðust, að þetta væri ekki anuað en morgunglenna og að skýin, sem hvarvetna lágu eins og klæði á fjallabrúnunum, myndu hyrgja okkur alla út- sýn. Sá ótti var þó ástæðulaus. Við ókum nú sem leið liggur frá Þingvöllum um klyfið norðan Meyjarsætis, Ormavelli, Víði- ker og Brunna og námum ekki staðar fyr en á Langahrygg á Kaldadal. Þar sem við lögðuin upp er smágnýpa út úr Okinu miklu nær veg- inum en Fanntófell. Hefi jeg heyrt hana nefnda Bræðravirki, en veit eigi hvort er rjettnefni. Okið er gömul dyngja, sem kunnugt er, og er töluverður jökuil á því að norðanverðu. Að sunnanverðu er stór skál í Okinu, fylt jökli, og á nyrðri barmi þeirrar skálar er Okið hæst (1198 m.). Það er mjög auðvelt að ganga á Ok. Brattinn er jafn og aflíðandi, en leiðin er sein- farin vegna stórgrýtis, og er betra að vera vel skóaður. Við lögðum nú leið okkar þvert yfir skálina, en lentum þar í ófæru vegna vatns og snerum til sama lands. Um það leyti, sem við vorum þarna í skálinni, varð nokkurs jarð- skjálfta vart í Laugardalnum og víðar, að þvi er við frjettum, er heim kom, en ekki urðum við vör við neinar hræringar. Var nú haldið eftir skálarbarminum að austanverðu og koin- um við brátt að vörðunni, þar sem Ok er hæst. Höfðum við þá gengið í rösklega tvær klukku- stundir. Vörðuna höfðu hlaðið tveir fram- takssamir ferðamenn, er þarna höfðu verið um miðjan júlímánuð, og fundum við kveðju þeirra i vörðunni. Ekki fundum við þar fleiri skeyti. Útsýni er fagurt af Oki. Að norðanverðu blasir við Snæfellsnesið, Mýrarnar og Borgar- fjörðurinn, og má í góðum sjónauka sjá alla leið norður yfir Holtavörðuheiði. Fegurst var þó að líta til jöklanna. Við höfðum nokkra viðdvöl hjá vörðunni, en hjeldum siðan norður á bóginn eftir jökul- Framh. á bls. 40. Langjökuli og Hádegisfell sjeð af Oki.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.