Úti - 15.12.1931, Síða 37

Úti - 15.12.1931, Síða 37
Ú T I 35 sýnt inn í heimkynni margháttaðrar knnnáttu, en úr því unnu hörnin síðan sjálf effir þeim skilningi og tilfinningu, sem livert einstakt lagði í það, sem þau sáu og lieyrðu. Cizek sagði ekki: Teiknaðu, eða skerðu út þennan hlut, heldur gerðu það, sem atliygli þin beinist að, og þar sem hörnin voru víða, og' margt bar fyrir sjónir, leiddu þau það i ljós i skólanum eða lieima, sem hverju fyrir sig þótti markverðast. Einnig er lögð stund á það i skólum þessum, að vekja áhuga meðal barna og unglinga fyrir vinnunni, einkum þó með þvi að láta þau taka þátt í henni sjálf. Hæfileg vinna þroskar skilnings- og at- hyglisgáfuna auk þess sem liún veitir reynsluþekkingu, sem hækur geta ekki veitt. Einkum er lögð stund á hin dag'- legu störf, sem lifið krefur, og ræktun nytja- og skrautjurta, til gagns og prýðis fyrir heimilin. Vitanlega er athygli vak- in fyrir heimilunum liið innra, og fyrir því hve margt þarf að gera til þess að þau líti sem fegurst og þriflegast út; því að með meiri skilningi fyrir ytra sem og innra útliti þerra, liefir- komið í ljós, að það stuðlar að aukinni ánægju, nieiri reglu, meira hreinlæti og vaxandi menn- ingu. Það er hlutverk þessara greina, að beina athygli ykkar að því, sem hefir á- Iirif í umhverfinu, að fjölbreyttum mynd- urn náttúrunnar, og hvernig nota megi þær til þess að fegra og verða sem vakn- ing innan heimilanna. Til þess liefi jeg valið trjeskurðinn, því að hann gripur yfir vitt svið viðfangsefna, og komast má af með fá og einföld verkfæri. Á þessum árstíma er einmitt heppilegt að vinna eitthvað sem að gagni má verða innan lieimilanna. Ykkur vantar yfirleitt fyrir- myndir úr bókum eða tímaritum, og er það ekki nauðsynlegt, beldur snúið ykk- ur að náttúrunni og öðrum þeim fyrir- myndum, sem þið hafið í kringum ykk- ur, því að í þeim er fólgið það líf, sem þið lil'ið með og þekkið best.. Heimili alþýðumanna geta ekki orðið iburðarmikil, enda alt annað en eftir- sóknarvert, og fremur að hæfi skraut- gjörnum oflátungum og hjegómamönn- um. Engu að síður geta íbúðirnar orðið sviphreinar og' aðlaðandi, enda þótt efna- liagur sje þröngur. Svipurinn birtist i heildarmyndinni í því hvernig innan- Stokksmununum er komið fyrir i lieild. Sje þess t. d. gætt að ofhlaða ekki íbúðir af húsbúnaði, getur tekist að fá hreinan og látlausan svip yfir þær, sem jafnframt sínir að sjerbver hlutur er þar i einhverj- um ákveðnum tilgangi, einnig smáir skrautmunir sem gera sitt til, að ein- hæfi verði ekki of mikið. Sje litur veggj- anna blæhreinn og þýður, fer vel á því, að hafa fremur fáar myndir á þeim, svo að liturinn njóti sín betur, en skipulag myndanna verður vitanlega að vera eftir smekk eigandans. Að segja mönnum að svona og svona skuli þetta eða liitt vera og ekki öðruvísi, og' það oft á móti til- finningum þeirra, sem við það eiga að húa, er misskilningur, því að sjerhver hlutur og mynd, sem stríðir á móti til- finningum eigandans er þýðingarlítil fyrir hann. Það sem aftur á móti er gert af hugsunarleysi eða vana, stendur fyrir utan þá vakningu að láta lieimilið bera vott um tilfinningu og' einkenni þeirra sem þar búa. Svo má segja að allur þorri manna bafi litla þekkingu á æðri list, ef borið er saman við listamenn, sem gert liafa liana að lífsstarfi sínu. Á þetta þó ekki hvað síst við hjer á landi, þar sem listastarf- semi flest má kallast í bernsku. En með vaxandi starfi og velgengni hinna vinn- andi stjetta, skapast jarðvegur fyrir list- ina. Þegar skórinn hættir að kreppa að, og áliyggjur fyrir þvi hverfa, hvað skuli Jiaft til hnífs og skeiðar, fer menn að dreyma um fegurð og lífsþægindi. I.ist- lmeigða menn grípur þá löngun til að

x

Úti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.