Úti - 15.12.1931, Síða 40

Úti - 15.12.1931, Síða 40
38 ÚTI teikna livern flöt fvrir sig uns heildar- myndin er fengin. Aðferð þessi kemur að fullum notum sje um samræmar (sym- metriskar) myndir að ræða, þar sem sömu línurnar endurtakast með jöfnu millibili t.. d. í fljettum og' öðrum banda- skreytingum. Allir geta gert slikar skreyt- ingar þótt þeir hafi ekki lært að teikna, liafi þeir aðeins sirkil til að mæla með línur og hlutföll, og' má þvi mæla með þessari aðferð við þá sem ekki eiga kost á að njóta teiknikenslu. Oft mun það hafa átt sjer stað, og það ekki síður nú en áðnr var, að þeim sem tilsagnar njóta á trjeskurðarnámskeið- um, sem haldin eru út um landið, sje að- eins fengnar fyrirmyndir til að vinna eftir, en ekki veitt minsta leiðbeining i teikningu. Nærri má því geta live slík kensluhögun getur komið mönnum að haldi, þar sem teikning er einmitt frum- skilyrðið fyrir því að menn geti bjarg- að sjer sjálfir i þessu efni að námstíma loknum. Er mjer ekki kunnugt um, að slík kensla þekkist nú orðið annarsstað- ar en hjer hjá okkur, og væri því æski- legt að framvegis yrði þessu kipt i lag. Verkfæri og vinnutilhögun. Til þess að unt sje að forma fremur einfaldar mvndir, einkum þó af mönnum og' dýrum, eru 10—15 skurðjárn af mis- munandi gerðum talin nægileg. Líta þau út eins og mynd á bl . . sýnir. Járnin þurfa að bita vel, svo að skurðförin verði lirein og skörp, en til þess að kvetja þau er notað brýni er hefir slípaða fleti bog- laga og' livassa, en falla við mismunandi lögun járnanna að innanverðu, en að ut- an má nota flatt l)rýni. Að lokinni brýnslu, slípist þau á leðuról, sem siuvrja skal með feiti. Þegar skera á mvnd í sljetta fjöl eins og mynd á bls . . sýnir, þarf fyrst að marka teikninguna sem greinilegast á fjölina (nota má kalkipappír). Undir fjölina þarf l>orð sem er stöðugt vel, og Borö meö útbúnaöi fyrir lágskurö. Skrúfur.

x

Úti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.