Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 19. tbl. 18. árg. 6. maí 2015 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi EKKI MISSA AF Skálmöld Einars laugardag 9. maí kl. 17 Örlagasaga Hallgríms og Guðríðar sunnudag 17. maí kl. 16 Síðustu sýningar Nánari upplýsingar um sýningar á landnamssetur.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Sindra torfæran á Hellu fór fram á síðastliðinn föstudag og laugar- dag, 1. og 2. maí. Bjarki Reynisson frá Kjarlaksvöllum í Saurbæ í Dala- sýslu ók þar bíl sínum Dýrinu til sigurs í flokki sérútbúinna götubíla. Auk þess var hann stigahæstur allra keppenda. „Það gerist ekki oft,“ sagði Bjarki í Samtali við Skessu- horn. „Við keyrum sömu brautir og sérútbúni flokkurinn og þeir bílar eiga að vera öflugri“. Bjarki var ekki aðeins sigurvegari í flokki sérútbúinna götubíla heldur hlaut hann einnig tilþrifaverðlaunin í sama flokki. Auk þess gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í vatnaakstr- inum, eða fleytingakeppnina, eins og hún er jafnan kölluð. Henni var gert sérstaklega hátt undir höfði í ár í tilefni af 50 ára afmæli Torfær- unnar á Hellu. Þess ber að geta að Bjarki var eini keppandinn sem náði að fleyta bíl sínum alla leið yfir ána. kgk/ Ljósm. Brynja Rut Borgarsdóttir. Sigraði á Hellu Eimskip hefur gengið frá kaup- um á öllu hlutafé fyrirtækisins Sæ- ferða ehf. í Stykkishólmi. Rekstur Sæferða er í sjótengdri ferðaþjón- ustu þar sem félagið rekur skip- in Baldur og Særúnu á Breiða- firði. „Með kaupum á Sæferðum er Eimskip að stíga ákveðin skref í að styrkja starfsemi sína í sjó- tengdri ferðaþjónustu, en félagið hefur á undanförnum árum rek- ið ferjuna Herjólf á tímabundnum samningi fyrir Vegagerðina sem þjónar samgöngum og ferðaþjón- ustu milli lands og Vestmanna- eyja,“ sagði í tilkynningu vegna kaupanna sem barst fjölmiðlum á mánudaginn. Á síðasta ári fjárfestu Sæferðir í nýrri og stærri ferju sem tekur fleiri farþega og bíla og eyk- ur möguleika fyrirtækisins til frek- ari vaxtar. Heildarvelta fyrirtækis- ins árið 2014 nam 560 milljónum króna sem samsvarar 3,6 milljón- um evra. Kaupin á fyrirtækinu eru háð samþykki Samkeppniseftirlits- ins og eru gerð með þeim fyrirvara að þau verði samþykkt. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips, kveðst mjög sáttur við að hafa náð samningum við eigend- ur Sæferða um kaup á fyrirtæk- inu, enda um mjög spennandi fyr- irtæki að ræða með mikla framtíð- armöguleika er snúa að ferðaþjón- ustu og samgöngum á vestanverðu landinu. „Eimskip mun leggja mikinn metnað í að halda áfram á þeirri braut að efla bæði þjónustu við íbúa svæðisins og ferðaþjón- ustu í góðu samráði við heima- menn og halda áfram að veita við- skiptavinum félagsins framúrskar- andi þjónustu.“ Páll Kr. Pálsson, stjórnarfor- maður Sæferða ehf. er einnig sátt- ur með að samningar um söluna hafi nú náðst, en unnið hefur ver- ið að henni um hríð, eins og fram hefur komið í frétt Skessuhorns. „Við erum mjög sátt við sölu á fyrirtækinu til Eimskips. Sæferðir munu án nokkurs vafa halda áfram að vaxa og dafna í höndum nýrra eigenda, enda hafa fyrirtækin á að skipa öflugum hópi starfsmanna,“ segir Páll. mm Eimskip hefur keypt Sæferðir í Stykkishólmi Nýrri Baldur bættist í flota Sæferða í fyrra. Útgerðir á Vesturlandi geta búið sig undir miklar hækkanir á veiði- gjöldum fyrir næsta fiskveiðiár nái nýtt frumvarp sjávarútvegs- ráðherra fram að ganga á Al- þingi. Þau munu þá hækka um ríflega hálfan milljarð króna. Að- ilar í sjávarútvegi á Vesturlandi hafa gert bráðabirgðaútreikninga til að freista þess að leggja mat á afleiðingar frumvarpsins. Skessu- horn hefur fengið aðgang að nið- urstöðunum. Á fyrra fiskveiði- ári (2013/2014) námu veiðigjöld á Vesturlandi alls 728 milljónum króna. Þá fengu útgerðir í lands- hlutanum hins vegar 219 milljóna króna afslátt af gjöldunum sam- kvæmt ákvæðum laga sem heimila slíkt ef um er að ræða vaxtakostn- að í rekstri útgerðanna vegna kaupa á aflaheimildum. Reiknuð veiðigjöld á skip og báta á Vest- urlandi á yfirstandandi fiskveiði- ári eru alls 971 milljón króna. Á næsta ári stefnir hins vegar í að þau verði alls um 1,5 milljarður í landshlutanum. Sjá nánar um- fjöllun og töflu yfir veiðigjöld og áætlaða hækkun á þeim á einstaka báta á bls. 24. mþh Veiðigjöld hækka gríðarlega

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.