Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 Nýverið var hafist handa við að end- urnýja hluta heitavatnsleiðslu Orku- veitunnar frá Deildartungu í Borg- arfirði þar sem hún liggur um Mela- sveit og út á Akranes. Um er að ræða 2,9 kílómetra kafla milli bæj- anna Skorholts og Lækjar. Tíðar bilanir hafa orðið á þessum kafla á álagstímum undanfarna vetur sem meðal annars hefur valdið heita- vatnsskorti og truflunum á Akra- nesi. „Verktakafyrirtækið Borgar- verk er með þetta verk en ég er und- irverktaki í rafsuðuvinnunni við að setja rörin saman. Við erum nýbyrj- aðir og verklok eru áætluð í októ- ber. Við reiknum því með að verða hér í sumar en annars fer þetta mik- ið eftir veðri hvernig okkur á eftir að ganga,“ sagði Ólafur R. Guðjónsson vélvirki og eigandi Vélsmiðju Ólafs R. Guðjónssonar á Akranesi, þegar Skessuhorn átti leið hjá í gær. End- urnýjun lagnarinnar á að kosta um 85 milljónir króna. Þessar endur- bætur eru viðauki við þær framfar- ir sem felast í því að í vetur var reist- ur nýr og stærri miðlunartankur fyr- ir heitt vatn á Akranesi. Undanfarin ár hefur Orkuveitan flest ár endur- nýjað búta af lögninni sem að stofni til var lögð í asbest. mþh Orkuveitan endurnýjar heita- vatnslögn við Skorholt Ólafur R. Guðjónsson, betur þekktur sem Óli Gonna, ásamt félaga sínum Sigurði Ágústi Guðbjörnssyni þar sem þeir voru önnum kafnir við að endurnýja rétt tæplega þriggja kílómetra kafla af hitaveitulögninni út á Akranesi. Bollakökur með chili- paprikusultu frá Sólbyrgi Þrátt fyrir að dagatalið hafi boðað komu sumarsins fyrir stuttu og sól- in hafi skinið á vesturhluta landsins undanfarna daga hefur verið frem- ur kalt í veðri. Til að fá yl í kropp- inn er þó hægt að gera ýmislegt fleira en að liggja í sólbaði. Hér birtist uppskrift af chili-súkkulaði bollakökum sem rífa pínulítið í en allir ættu að geta notið. Bollakökurnar 175 gr hveiti 140 gr púðursykur 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi 2 msk kakó 100 gr brætt dökkt súkkulaði 1 chilialdin 2 egg 150 ml olía 50 ml mjólk 2 msk chilipaprikusulta frá Sól- byrgi Aðferðin Forhitið bakaraofninn á 180°C. Byrjið á að blanda þurrefnum saman en bíðið með púðursyk- urinn. Þeytið eggjum og púð- ursykri saman í nokkrar mínút- ur eða þar til blandan lýsist og verður silkimjúk. Næst er olí- unni hrært mjög rólega saman við og þar á eftir bráðnu súkkul- aði. Brytjið chilialdinið og gæt- ið þess að þvo hendur vandlega á eftir, safi aldinsins er ertandi fyrir slímhúð og hættulegt ef hann berst í augu. Þá næst er öllu blandað rólega saman. Hellið svo í bollakökuform og bakið í um það bil fimmtán mínútur. Fylgist þó vel með því að bökunartíminn er misjafn eftir bökunarofnum. Þegar hægt er að stinga pinna í og hann kemur hreinn út eru bollakökurnar tilbúnar. Takið út og kælið alveg. Þá kemur „aðal- trikkið;“ fyllið sprautupoka með tveimur matskeiðum af chilipap- rikusultu sem fæst meðal annars í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum. Gott er að nota Wilton stút núm- er 230 til að stinga inn í kökurn- ar og sprauta um hálfri teskeið af sultu inní hverja bollaköku. Kremið 60 gr smjör 100 gr sýrður rjómi (18%) 150 gr súkkulaðihjúpur Flórsykur og vanilludropar eftir smekk. Aðferð við kremið Byrjað er að bræða súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði. Bætið sýrða rjómanum við og hrærið hraust- lega. Blandan er töluvert kekkjótt í byrjun en örvæntið ei, þetta eins og sumarið, tekur tíma að koma sam- an. Þegar blandan er orðin kekkja- laus er flórsykri og vanilludropum bætt við, þar gildir smekkur hvers og eins. Því meiri flórsykur, því þykkara verður kremið. Ljósm: Emilía Ottesen Freisting vikunnar Vel þótti takast til með fram- kvæmt 1. maí í landshlutanum í ár þó vissulega væri haldið upp á dag- inn að þessu sinni í skugga verkfalla á vinnumarkaði næstu vikur eða mánuði. Á Akranesi var metþátttaka bæði í kröfugöngu og baráttufundi stéttarfélaganna sem haldinn var að henni lokinni. Ræðumaður dagsins var Vilhjálmur Birgisson formað- ur Verkalýðsfélags Akraness. Hann var ómyrkur í máli í garð atvinnu- rekenda og sagði að nú yrðu kjara- bætur sóttar með góðu eða illu. Stéttarfélag Vesturlands stóð fyr- ir baráttu- og hátíðarfundum bæði í Borgarnesi og Búðardal. Signý Jó- hannesdóttir formaður félagsins var ræðumaður í Borgarnesi en í Búðar- dal var það Geirlaug Jóhannsdóttir. Að venju stóð Verkalýðsfélag Snæ- fellinga fyrir hátíðardagskrá í Stykk- ishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík. Meðal skemmtiatriða voru Helgi Björnsson söngvari sem ásamt gítar- leikara tók nokkur lög, Daníel Örn Sigurðsson töframaður ásamt að- stoðarkonu sinni sýndi töfrabrögð og vakti mikla kátínu barna og full- orðinna, Alda Dís Arnardóttir sig- urvegari Ísland got talent, ásamt Braga Þór Ólafssynir gítarleikara, söng svo nokkur lög þar sem miklir hæfileikar þeirra beggja fengu not- ið sín. Ræðumenn dagsins voru þau Sigurður A. Guðmundsson formað- ur Verkalýðsfélags Snæfellinga og Guðbjörg Jónsdóttir varaformað- ur. Að skemmtiatriðum loknum voru svo kaffiveitingar í boði félags- ins. Í Ólafsvík hefur sú hefð skapast að Félag eldri borgara stendur fyrir sýningu á þessum degi og var engin breyting á því í ár. Á sýningunni var að finna ýmsa muni sem félagsmenn hafa unnið að í vetur. Þeir vinna úr margs konar efnum svo sem tré, leir, gleri og fleiru. Dagskránni lauk svo á því að börnum var boðið í bíó. Það var líka gert á Akranesi. mþh Baráttudagurinn 1. maí fór vel fram á Vesturlandi Kröfuganga stéttarfélaganna á Akranesi beygir upp Merkigerði frá Vesturgötu. Ljósm. mþh. Eiríkur Þór Theodórsson, stjórnarmaður í ASÍ-UNG og trúnaðarmaður hjá Stéttarfélagi Vesturlands, var kynnir á 1. maí fundinum í Borgarnesi. Hér er hann ásamt Signýju Jóhannesdóttur formanni Stéttarfélags Vesturlands og Þor- kötlu Ingu Karlsdóttur. Ljósm. Theódór Þórðarson. Daníel töframaður og aðstoðarkona ásamt ungum þátt- takanda í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Sigurður A. Guðmundsson formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga flytur ræðu sína í Klifi í Ólafsvík Ljósm. þa. Á áttunda tug fólks af öllu Vestur- landi kom saman til stefnumótun- arfundar í Hjálmakletti á mánudag- inn. Það voru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem stóðu fyrir fundin- um þar sem kallaðir voru til samráðs fulltrúar úr öllum sveitarfélögum til að móta framtíðarsýn og markmið fyrir landshlutann. SSV og Ráðgjaf- arfyrirtækið Alta munu svo vinna úr niðurstöðum og skila til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins nýrri sókn- aráætlun fyrir Vesturland fyrir 22. júní næstkomandi. Sambærileg vinna fer nú fram í öllum landshlutum þar sem mótuð er sóknaráætlun þeirra sem gilda á til 2019. Markmið sóknaráætlunar er að ráðstafa þeim fjármunum sem varið er af ríkinu á sviði atvinnu-, byggða- og menningarmála. Þetta er gert í samræmi við stefnu sem landshlut- inn mótar sjálfur á þessum sviðum. Vinnan við sóknaráætlun er þríþætt. Í fyrsta lagi að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland sem nýting fjármuna tek- ur mið af, í öðru lagi að stofna upp- byggingarsjóð sem styður menning- ar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni og loks eru skilgreind átaksverkefni fyrir Vesturland sem endurspegla eiga framtíðarsýnina. „Framtíðarsýn Vestlendinga er grunnurinn í sóknaráætlun, sem öll önnur verkefni byggja á. Við köll- uðum til samráðs fulltrúa sveitar- stjórna, stofnana, atvinnulífs auk full- trúa hagsmuna- og félagasamtaka. Við fengum ágæta mætingu í Borg- arnesi á mánudaginn og þessi vinna mun hjálpa okkur við þá vinnu sem í hönd fer næstu vikurnar,“ sagði Páll S Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV. Björg Ágústsdóttir frá Alta tók þátt í að stýra hópastarfi sem fram fór á fundinum í Borgarnesi. Í kynningu fyrir upphaf vinnunnar sagði hún að þátttakendur myndu í sameiningu leggja drög að betra Vesturlandi. Safnað yrði hugmyndum og efnivið til að móta stefnu um atvinnumál, menningu og menntamál, með það fyrir augum að auka lífsgæði. Meðfylgjandi myndir voru teknar við upphaf vinnufundarins á mánu- daginn og tala sínu máli. mm Kallað til samráðs til að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.