Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað miðvikudaginn 30. apríl síðastliðinn. Hæsti styrkurinn renn- ur til verkefnis sem er þáttur í upp- byggingu nýrrar rannsóknastofu á Hvanneyri. Nú styttist í að verk- efnið leiði til opnunar nýs fyrirtæk- is, Efnagreiningar ehf. Fyrirtækið mun taka að sér hvers konar efna- greiningar er rannsóknastofa Land- búnaðarháskólans sinnti áður en auk þess bjóða upp á margvíslegar snefilfrumefnagreiningar. Þessi nýja rannsóknastofa verður mun betur tækjum búin en sú sem hún leysir af hólmi. Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir þeim sem vinna að álitleg- um viðskiptahugmyndum og verk- efnum. Skilyrði fyrir styrkveitingu eru að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi, en einnig geta þær konur sótt um styrki sem eru að þróa nýjungar í starf- andi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlun- ar, vegna markaðssetningar, vöru- þróunar, hönnunar og vegna launa- kostnaðar en ekki eru veittir styrk- ir til framkvæmda eða vegna stofn- kostnaðar. „Með styrkjum sem þess- um er tvímælalaust stuðlað að auk- inni fjölbreytni í atvinnulífinu. Fjöl- mörg ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Einnig eru styrkveitingar sem þessar mikil hvatning fyrir þær, sem er ekki síður mikilvæg þegar á hólminn er komið,“ segir í tilkynn- ingu frá félagsmálaráðuneytinu. Leysir úr brýnni þörf innanlands Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti styrkina við athöfn í Bláa lóninu. Fram kom hjá ráðherra að í ár hafi borist 239 umsóknir víðsvegar af landinu. 33 verkefni hlutu styrki, alls 35 milljónir króna. Hæsta styrkinn hlaut Elísabet Axels- dóttir á Hvanneyri, þrjár milljón- ir króna vegna verkefnisins „Þró- un og smíði á gagnagrunni vegna efnamælinga.“ Eins og fram kom í viðtali við Elísabetu í Skessuhorni fyrir nokkru snýst verkefnið um að setja upp rannsóknarstofu til efnamælinga, einkum á heyi, jarð- vegi og loðdýrafóðri og selja nið- urstöðurnar til aðila í landbún- aði og annarra sem þörf hafa fyr- ir slíka þjónustu. Nú er ekkert fyr- irtæki í landinu sem sinnir þessari þjónustu eftir að Landbúnaðarhá- skólinn lokaði rannsóknastofunni á Hvanneyri. Svefnlausu nóttunum fækkar Aðspurð segist Elísabet vera alsæl með þessa viðurkenningu og pen- ingastyrk sem eðli málsins sam- kvæmt komi að góðum notum nú skömmu áður en starfsemin hefst. Elísabet á fyrirtækið Efnagrein- ingu ehf, sem stofnað var eftir að ljóst þótti að starfsemi rannsókna- stofu LbhÍ yrði hætt. Nú verð- ur nýja rannsóknastofan opn- uð í gömlu Nautastöðinni ofan við Hvanneyri. „Við erum í þann mund að hefja starfsemi. Eigum von á aðaltækinu; massagreini, til landsins eftir u.þ.b. tvær vikur og getum þá fljótlega byrjað að veita þessa þjónustu. Það kemur maður með tækinu frá Bandaríkjunum og setur það upp. Tæki sem þetta get- ur mælt flest frumefni lotukerfis- ins; stein- og snefilefni í heyi, jarð- vegi, vatni og margvíslegum öðrum efniviði.“ Elísabet segir að styrkur sem þessi hjálpi henni mikið fjár- hagslega. „Þeim fækkar svefn- lausu nóttunum,“ segir frumkvöð- ullinn í samtali við Skessuhorn. Það var Byggðastofnun sem lán- aði fyrir 85% af tækjakaupum en Landsbankinn veitti framkvæmda- lán. Auk þess hafa Vaxtasamningur Vesturlands, Hugheimar og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins veitt rausnarlega styrki til verkefnisins. mm Nýverið tók nýr rekstrarstjóri til starfa í Húsasmiðjunni á Akra- nesi. „Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur, það er ekki lengri tími en það,“ sagði Óli B. Jónsson, nýi rekstrarstjórinn þegar blaðamað- ur Skessuhorns heimsótti hann á skrifstofuna í liðinni viku. Óli er fæddur og uppalinn í Reykjavík og alnafni afa síns. Blaðamaður komst að því eftir að hafa ranglega ávarp- að hann Ólaf. Áður en Óli fluttist á Akranes bjó hann á Sauðárkróki og síðan á Bifröst. „Ég er lærður tré- smiður og starfaði sem slíkur í 13 ár. Norður á Sauðárkróki í sjö ár og í Reykjavík í sex ár þar á undan. Ég þekki þennan bransa því út og inn, vissi hvernig var að vera á hin- um endanum í þessum geira áður en ég tók við þessu starfi og veit núna hvernig landið liggur beggja megin borðsins,“ sagði Óli. „Síð- an fór ég að læra viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og er að klára það nám núna þegar ég kem hingað. Það mun bitna aðeins á náminu,“ bætir Óli við og bros- ir. „En námið fer svo sem ekkert frá manni, maður getur alltaf lok- ið því.“ Tip top fólk Óli tekur við starfinu af Skúla Hreini Guðbjartssyni. „Já, Skúli forveri minn lét draum sinn ræt- ast, seldi húsið og flutti ásamt eig- inkonu sinni vestur í Dali og gerð- ist kúabóndi. Haustferð starfs- fólksins verður væntanlega að fara og heimsækja hann,“ segir Óli. Aðspurður um hvort breytingar verði á rekstri Húsasmiðjunnar á komandi misserum segir Óli svo ekki vera. „Reksturinn verður með sama sniði og verið hefur. Hann hefur verið góður en við munum reyna að gera betur, það er alltaf svigrúm til þess,“ segir hann. „Ég er líka mjög ánægður með starfs- fólkið. Okkur vantar reyndar einn í fullt starf en þeir sem eru hér fyr- ir eru alveg „tip top“ starfsmenn,“ bætir hann við. Óli býr nú ásamt konu sinni og þremur börnum á Akranesi og kveðst kunna vel við bæinn. „Við keyptum okkur hús á Brekkubraut í fyrra. Hér eru allir almennilegir, ólmir í að koma og taka í spaðann á manni, kynnast mér og marg- ir hafa spurt mig út í ættartréð, hverra manna ég sé,“ segir Óli og brosir. Ætlar að lækka forgjöfina Óli er mikill golfari, segir það vera sitt helsta áhugamál og kveðst full- ur eftirvæntingar að geta byrjað að iðka þá íþrótt af kappi. „Ég stefni á að spila mikið í sumar og Akranes er góður staður til þess. Ég er með 18 í forgjöf núna og ætla að lækka hana niður í 15 í sumar, að minnsta kosti. Það ætti að vera mjög raun- hæft markmið. Ég reikna með að fara í golf svona þrisvar sinnum í viku, eftir vinnu og á kvöldin,“ segir Óli. „Þetta er mín hreyfing og hugleiðsla. Ég kem fullkomlega afslappaður heim á kvöldin ef ég skelli mér í golf eftir vinnu.“ Þeg- ar blaðamaður spurði hvort hann vildi bæta einhverju við að lokum, vitnaði hann í texta Megasar. „Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig,“ sagði Óli að lokum, léttur í bragði. kgk Steinunn Garðarsdóttir á Gríms- stöðum í Reykholtsdal hefur verið starfsmaður Hnoðrabóls um þriggja áratuga skeið, en þó með fjögurra ára hléi þegar hún vann á Hýrumel. Steina er elskuð og dáð af börnum á leikskólanum sem gjarnan kalla hana ömmu Steinu. Margir sem komn- ir eru á fullorðinsár kalla hana enn ömmu sína og faðma hana og knúsa þegar leiðir liggja saman. Í liðinni viku var síðasti starfsdagur Steinu á Hnoðrabóli og færði foreldrafélag leikskólans henni blómvönd við það tilefni og þakkaði henni fyrir hið góða starf sem hún hefur unnið fyrir börnin í sveitinni. Á myndinni með henni er Bára Sigurjónsdóttir for- maður foreldrafélags Hnoðrabóls. Aðspurð segist Steina nú fá betri tíma til að sinna búinu og karlinum, en hún og Guðmund- ur Kristinsson eiginmaður henn- ar, reka sauðfjárbú á Grímsstöð- um. „Þetta er góður tími til að hætta og nú fer einmitt sauðburð- ur í hönd. Það kom reyndar fyr- ir stundum, þegar ég var bæði að vinna á leikskólanum og við búið á vorin, að maður var stundum svo- lítið lúinn. Einu sinni þegar ég var að lesa fyrir börnin eftir hádegis- matinn hrökk ég upp við að þau sögðu: „Amma, af hverju heyrist ekkert í þér?“ Þá var ég náttúrlega steinsofnuð á undan þeim,“ segir amma Steina. mm/ Ljósm. Sjöfn Guðlaugsdóttir. Síðasti starfsdagur ömmu Steinu á Hnoðrabóli Óli B. Jónsson, nýr rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Akranesi. Nýr rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Akranesi Elísabet Axelsdóttir á Hvanneyri hlaut hæsta styrk til atvinnumála kvenna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra afhenti Elísabetu styrkinn. Arngrímur Thorlacius og Elísabet Axelsdóttir standa að verkefninu að opna nýja rannsóknastofu á Hvanneyri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.