Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 Hvað ætlar þú að gera í sumar? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Aldís Eir Valgeirsdóttir: Bara vinna hjá HB og fara í úti- legur og svona með fjölskyld- unni. Leó Snær Guðmundsson: Ég ætla að vinna á golfvellinum við að slá völlinn. Svo ætla ég að spila fótbolta og smá golf. Matthías Haukstein Ólafsson: Ég ætla að vinna í sumar. Svo er ég meiddur þannig að ég verð líka í endurhæfingu fyrir fót- boltann. Elínborg Egilsdóttir: Ég verð að vinna á Barmahlíð á Reykhólum og svo ætla ég að ferðast og skoða eitthvað. Jón Hjörvar Valgarðsson: Ég ætla að vinna og spila fót- bolta. Hið árlega Herrakvöld Víkings í Ólafsvík var haldið síðastliðið föstudagskvöld. Að sögn viðstaddra var kvöldið afar vel heppnað, líkt og áður. Um fimmtíu herrar mættu og áttu saman mjög svo skemmtilega kvöldstund. Leikmenn meistara- flokks þjónuðu til borðs og var boð- ið upp á humarsúpu að hætti Vík- inga og Víkinganaut ásamt meðlæti í aðalrétt. Kári Viðarsson sá um veislustjórnina eins og honum ein- um er lagið. Jónas Gestur Jónasson formaður meistaraflokks hélt ræðu, þar sem hann fór yfir síðasta ár en ræðumaður kvöldsins var Magnús Þór Jónsson fráfarandi skólastjóri. Dregið var í leikmannahappdrætti Víkings ásamt því að nokkrar Vík- ingstreyjur voru boðnar upp. Einn- ig var boðin upp landsliðstreyjan sem Ari Freyr Skúlason spilaði í þegar Ísland mætti hollenska lands- liðinu og sigraði. Nú styttist í að fótboltasumarið fari á fullt og hefst keppni í 1. deild karla föstudaginn 8. maí. Víkingur Ólafsvík spilar svo fyrsta leik sumarsins á heimavelli þann 9. maí við Hauka. þa Borgnesingar eignuðust Íslands- meistara í samkvæmisdansi á Ís- landsmeistaramótinu sem hald- ið var í Laugardalshöllinni helgina 25.-26. apríl síðastliðnum. Það voru þau Anton Elí Einarsson og Arna Jara Jökulsdóttir sem urðu meist- arar í latin dönsum en þau keppa í flokki unglinga II, í efsta getu- stigi í grunnsporum. Anton Elí og Arna Jara eru bæði á fjórtánda ald- ursári og æfa dans hjá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar. Dansparið hefur staðið sig mjög vel á þessu ári og eru þau ósigruð í latin döns- um á árinu í sínum flokki. Þá urðu þau RIG meistarar á Reykjavíkur- leikunum í janúar, bikarmeistar- ar í mars og lönduðu Íslandsmeist- aratitlinum núna. Í ballroom döns- um hafa þau unnið tvenn brons- verðlaun og ein silfurverðlaun á árinu. Einnig fóru þau í viku langa keppnisferð á eitt stærsta dansmót í heimi til Blackpool á Englandi um páskana. grþ Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjöl- skylduna víða um land á mæðra- daginn, sunnudaginn 10. maí klukkan 11. Vitað er að hér á Vesturlandi verður a.m.k. geng- ið í Borgarnesi og Stykkishólmi. Í tilkynningu frá hópnum í Borgar- nesi segir að lagt verði af stað frá íþróttahúsinu og gengið um bæ- inn í tæpa klukkustund. Göng- unni lýkur við Geirabakarí. Auk þessara staða verður gengið í Reykjavík, á Patreksfirði, Ísafirði, Hvammstanga, Siglufirði, Ak- ureyri, Egilsstöðum, Neskaup- stað, Fáskrúðsfirði, Höfn, í Vest- mannaeyjum og á Selfossi. All- ar göngur hefjast kl. 11 og nánari upplýsingar um hvern stað verð- ur að finna á heimasíðunni www. gongumsaman.is Gangan er gjaldfrjáls en göngu- fólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman. Í ár verða meðal annars seldir bolir og höfuðklút- ar sem hannaðir voru sérstaklega fyrir félagið af Jör og margnota innkaupapokar hannaðir af Sigur- borgu Stefánsdóttur. Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina Styrktarfélagið Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Lands- samband bakarameistara sem stend- ur fyrir sölu á brjóstabollum í bak- aríum um allt land dagana 7. – 10. maí í tengslum við mæðradaginn. Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna. Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Göngum sam- an er grasrótarfélag þar sem allir gefa vinnu sína og megináhersla er á að öll framlög einstaklinga renni óskipt í styrktarsjóð félagsins. Frá stofnun félagsins, haustið 2007, hefur um 50 milljónum verið út- hlutað til íslenskra rannsóknarað- ila á sviði brjóstakrabbameins og í haust er stefnt að því að 10 milljónir renni til vísindarannsókna. Göng- um saman leggur áherslu á mikl- vægi hreyfingar til heilsueflingar og á vegum félagsins eru vikulegar göngur á nokkrum stöðum á land- inu mestan hluta ársins. mm Vorsýning Fimleikafélags Akra- ness fór fram síðastliðinn laugar- dag í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þátttakendur voru á breiðu aldurs- bili, frá fimm til átján ára en all- ir krakkar innan fimleikafélagsins tóku þátt í sýningunni, sem nú var haldin í fjórða sinn. Þemað í ár var Lísa í Undralandi og að sögn Stef- aníu Sólar Sveinbjörnsdóttur, sem hafði yfirumsjón með sýningunni, var þetta stærsta sýningin sem fim- leikafélagið hefur haldið. „Við höf- um alltaf verið með þema en þetta er í fyrsta skipti sem við bætum smá leik inn í. Við vorum búin að vera að æfa fyrir þessa sýningu síðan í lok febrúar og þjálfararnir lögðu mikla vinnu í atriðin sín. Krakkarn- ir bjuggu svo til skreytingar ásamt þjálfurum og tóku þátt í sem mest- um undirbúningi,“ sagði Stefanía Sól í samtali við Skessuhorn. Sýn- ingin var hin glæsilegasta og lögðu fjölmargir áhorfendur leið sína í íþróttahúsið. „Það var alveg pakkað út að dyrum, það komu svo margir áhorfendur.“ Stefanía Sól segir að eitt af mark- miðunum með að setja upp svona sýningu sé að vekja athygli á því hversu flottir fimleikakrakkar séu á Skaganum. „Og við viljum benda á það í leiðinni hvað það er sorg- legt að við séum ekki með aðstöðu sem hentar þeim betur og gerir þeim kleift að æfa fleiri og erfið- ari stökk. Við getum til að mynda ekki tekið fleiri iðkendur inn í fé- lagið núna vegna aðstöðuleysis og þrengsla í æfingasalnum. Þar fyrir utan fara 40 mínútur af æfingatím- anum okkar í að bera mjög þung áhöld fram og til baka til þess að hægt sé að æfa. Það fer bæði illa með flottu og fínu áhöldin okk- ar sem og bök iðkenda og þjálf- ara. Það er löngu orðið tímabært að Fimleikafélag Akraness fái fim- leikahús. Við erum búin að reyna að ná því fram í sjö ár og bíðum enn.“ grþ/ Ljósm. Ágústa Friðriksdóttir. Meðfylgjandi mynd er úr safni Skessuhorns og tekin í upphafi einnar af fyrstu skipulögðu Göngum saman ferðunum sem farnar hafa verið í Borgarnesi. Mæðradagsganga Göngum saman verður á sunnudaginn Leikmannatreyjur voru seldar á uppboði ásamt því að dregið var í leikmanna- happdrætti Víkings. Herrakvöld Víkings haldið í Ólafsvík Nýkrýndu Íslandsmeistararnir í góðri sveiflu. Ljósm. Þóra Þorkelsdóttir. Íslandsmeistarar í latin dönsum Stærsta vorsýning FIMA til þessa Sýningin var hin glæsilegasta. Hér má sjá elstu nemendur fimleikafélagsins sem er í umsjón Stefaníu Sólar, Marenar Óskar, Höllu og Írisar Tinnu. Yngstu nemendur fimleikafélagsins eru fimm ára og voru fiðrildi á sýningunni. Hópurinn er í umsjón Elísu Svölu og Stefaníu Sólar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.