Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 Passíusálmar Hallgríms Pétursson- ar voru ortir á Vesturlandi á þeim árum þegar skáldið og presturinn bjó í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd með eiginkonu sinni Guðríði Sím- onardóttur. Þegar Hallgrímur hafði lokið við að yrkja þá skrifaði hann út fimm eintök af sálmunum eigin hendi. Eitt þeirra sendi hann pró- fasti sínum að Melum í Melasveit á Vesturlandi. Hin fjögur sendi hann til jafn margra kvenna. Tvær þeirra bjuggu á Vesturlandi, það er í Borg- arfirði og á Mýrum. Sú þriðja var fædd og uppalin á Akranesi en ný- lega brottflutt austur í Flóa. Fjórða konan var svo Ragnheiður Brynj- ólfsdóttir Skálholtsbiskups Sveins- sonar. Hann var á þeim tíma um- svifamikill jarðaeigandi og útgerð- armaður á Vesturlandi. Nú í vor rekur Steinunn Jóhannesdóttir rit- höfundur, leikari og leikstjóri lífs- sögur þeirra hjóna Hallgríms og Guðríðar í sýningu á Sögulofti Landnámsseturs Íslands í Borg- arnesi. Það er vel við hæfi, mitt á Vesturlandi þar sem Hallgrímur og Guðríður áttu sín bestu ár. Skilað miklu verki Sjálf er Steinunn fædd og uppal- in á Akranesi, dóttir hjónanna Jó- hannesar Finnssonar og Bjarnfríðar Leósdóttur sem lést í marsmánuði síðastliðnum. Steinunn bjó á Akra- nesi til 16 ára aldurs að hún hleypti heimdraganum til náms. Í dag býr hún í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum Einari Karli Haraldssyni. Á kvöldi skírdags frumsýndi Steinunn „Örlagasögu Hallgríms og Guðríðar“ fyrir fullu húsi í Landnámssetrinu. Sýningar standa enn yfir en Steinunn hefur um ára- bil kynnt sér sögu þeirra hjóna. Þegar liggja eftir hana tvær stór- ar heimildaskáldsögur. Sú fyrri er Reisubók Guðríðar Símonardóttur sem kom út árið 2001. Sú bók hefur komið út í mörgum prentunum og verið gefin út í Noregi og Þýska- landi. Hin bókin er „Heimanfylgja. Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð,“ frá árinu 2010. Auk þessa hefur Stein- unn skrifað leikrit um sögu Guð- ríðar, barnabók um æsku Hallgríms auk ritgerða. Hún hefur líka haldið ótal fyrirlestra um þau hjón og sögu þess tíma er þau voru uppi. Sýning- in í Landnámssetrinu er nýjasti af- rakstur þeirrar vinnu sem Steinunn hefur lagt í að rannsaka og koma á framfæri sögu Hallgríms og Guð- ríðar. Vinna sem hófst í leikhúsi Við settumst niður með Steinunni á heimili hennar í Reykjavík til að heyra meira um hennar störf. Að- spurð segir Steinunn að frumorsök- ina fyrir því að hún fór að kynna sér ævi Hallgríms og Guðríðar megi líklega rekja til þess er hún starf- aði sem leikkona í Þjóðleikhúsinu. „Þar lék ég Guðríði Símonardótt- ur í leikritinu Tyrkja-Guddu eftir fyrrverandi prest í Hallgrímskirkju í Reykjavík sem var séra Jakob Jóns- son. Þetta var jólasýning leikhússins 1983 til 1984.“ Um áratug síðar fór Steinunn að kynna sér betur sögu Guðríð- ar og Hallgríms. Hún varð vör við mikinn áhuga á efninu og var beð- in að halda fyrirlestra. „Fólki þótti þessi saga af konu frá 17. öld greini- lega spennandi. Ég var í framhald- inu beðin um að skrifa leikrit um Hallgrím og Guðríði sem hægt yrði að setja upp í Hallgrímskirkju. Það varð strax áhugi á að fá það til sýn- inga í kirkjum víða um land. Efir því sem ég kynntist sögunni betur fór að vakna með mér löngun til að gera meira úr þessu efni. Ég ákvað að skrifa heimildaskáldsögu sem varð Reisubók Guðríðar Símonardótt- ur. Ég ferðaðist víða til að afla fanga, fór í fótspor Guðríðar, þræddi allar söguslóðir Tyrkjaránsins hér heima og erlendis, meðal annars til Alsír í Norður Afríku. Þangað voru hátt í 400 Íslendingar fluttir sem hertekn- ir voru hér á landi í Tyrkjaráninu 1627. Guðríður var jú ein af þeim.“ Skoðaði æskuár Hallgríms Árið 2010 kom svo önnur bók; Heimanfylgja. Sagan af Hallgrími ungum hafði tekið yfir í huga Stein- unnar. „Ég ákvað að skrifa um æsku- ár Hallgríms Péturssonar til að varpa ljósi á það hvað mótaði hann sem ungan dreng. Ég hafði feng- ið aðstöðu á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði þar sem Hallgrímur ólst upp. Á Hólum stóð þá yfir fornleifa- gröftur. Um leið og ég var þarna stóðu yfir rannsóknir á búsetuminj- um frá þeim tíma þegar Guðbrand- ur Þorláksson var biskup og Hall- grímur Pétursson var að alast þar upp. Rústir Hólaprentsmiðju fund- ust. Þegar stafirnir úr prentverkinu komu upp úr jörðinni þá varð þetta eitthvað svo áþreifanlegt. Hall- grímur var þarna ungur drengur á þessum tíma á milli þessara ótrú- legu fjalla sem umkringja Hjalta- dalinn. Hólar voru miðstöð bóka- útgáfu í landinu. Þarna var lagður grunnur að menntun prestastétt- arinnar og síðar almennings. Þessa menntabyltingu upplifði Hallgrím- ur Pétursson á sinn hátt sem dreng- ur. Hann ólst upp innan um prent- verk, bækur, skólalíf og trúariðkun. Þarna voru margar sterkar persónur af báðum kynjum og öllum stéttum. Hann kynntist Guðbrandi Þorláks- syni, Arngrími Jónssyni og Þorláki Skúlasyni og konum eins og Hall- dóru Guðbrandsdóttur dóttur bisk- ups. Eftir því sem ég hugleiddi þetta meira þá fann ég fyrir sterkari löng- un til að skrifa bók um það hvern- ig þessi strákur varð til, draga upp mynd af þessu magnaða umhverfi sem mótaði hann.“ Þriðja bókin í smíðum Steinunn Jóhannesdóttir segir að henni hafi líka fundist hún verða að gera bakgrunni Hallgríms skil áður en hún héldi áfram að fást við árin sem Hallgrímur og Guðríður áttu saman síðar meir. „Æskuárin skipta svo miklu í mótun persónunn- ar Hallgríms Péturssonar og skýrir kannski margt í hans höfundarverki og þeirri stefnu sem hann tók síðar í lífinu. Þriðja heimildaskáldsaga mín um Hallgrím og Guðríði er þannig í undirbúningi. Hún mun segja frá tímaskeiðinu eftir að þau verða hjón. Sögusvið hennar verður auk Suður- nesja að stærstum hluta á Vestur- landi. Í seinni hluta sýningar minn- ar í Landnámssetrinu gef ég innlit í atburði þess tímabils í lífi beggja og það efni sem ég hef verið að vinna með þar.“ Steinunn leitar víða fanga þegar hún semur bækur sínar. Það er ekki alltaf auðvelt að finna heimildir og vísbendingar þegar fjallað er um fólk sem var uppi fyrir um fjórum öldum. „Ég reyni að rýna í tengsl fólks eftir því sem heimildir leyfa. Það kemur ýmislegt í ljós og hugmyndir kvikna þegar þau eru skoðuð. Annálar, al- þingisbækur, bréfabækur, ættartöl- ur, dómsskjöl og fleira gagnast vel við þessa vinnu. Sjálft höfundarverk Hallgríms, bæði ljóð hans og laust mál, geymir auðvitað marga lykla. Og eins og fyrir Reisubókina hef ég heimsótt söguslóðir bæði hér heima á Íslandi og erlendis.“ Fól sálmana konum Á síðasta ári var þess minnst að 400 ár voru liðin frá fæðingu Hallgríms Péturssonar. „Ég hélt allnokkra fyrirlestra þar sem ég sagði frá uppvaxtar- og þroskaárum hans. Ég hafði svo umsjón með Passíu- sálmalestrinum í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Í tengslum við þetta hafði ég farið að grafast nánar fyrir um eitt sem mér þótti afar merki- legt. Á þeim tíma sem Hallgrímur var að ljúka við Passíusálmana, bú- settur sem sóknarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, maður á besta aldri einungis 45 ára gamall, þá valdi hann fjórar konur til að taka sálmana að sér. Hann var búinn að fá umsögn um þetta verk sitt frá manni sem hann treysti, að það væri gott og þyrfti að komast út og víða. Þá sendi hann handrit Passíusál- manna til þessara fjögurra kvenna. Það fyrsta sendi hann til dóttur velgerðarhjóna sem hann hafði átt á Ytra-Hólmi við Akranes. Hún hét Ragnhildur Árnadóttir og bjó þarna í Kaldaðarnesi í Flóa. Næstu handrit fóru svo til mágkvennanna Helgu Árnadóttur í Hítardal á Mýrum og Kristínar Jónsdóttur í Einarsnesi í Borgarhreppi. Í Híta- rdal var stunduð handritasöfnun og mikil fræðaiðkun. Þar bjó mennt- að fólk og sömuleiðis í Einarsnesi. Síðan sendi Hallgrímur fjórða ein- takið til Ragnheiðar Brynjólfsdótt- ur biskupsdóttur í Skálholti.“ Steinunn vekur athygli á að Hallgrímur skyldi senda handrit að sálmunum sem hann hafði skrif- að eigin hendi til fjögurra kvenna. Tvær bjuggu á Vesturlandi, ein hafði búið þar en var nýflutt á Suð- urland og sú fjórða bjó á biskups- setrinu í Skálholti. Hann þekkti þær allar. Með þessu sýndi hann þeim mikið traust. „Hann var að tryggja varðveislu sálmanna með Steinunn Jóhannesdóttir leikstjóri og rithöfundur: „Merkustu verk Hallgríms Péturssonar urðu til á Vesturlandi og tengsl hans þar voru sterk“ Steinunn Jóhannesdóttir við afsteypu af minnismerki Einars Jónssonar myndhöggvara um Hallgrím Pétursson. Verkið stendur í garðinum við listasafn Einars á Skólavörðuholti í Reykjavík. Frásagnarsýning Steinunnar „Örlagasaga Hallgríms og Guðríðar“ var frumsýnd á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi á Skírdag. Þessi mynd var þá tekin að lokinni sýningunni. Ritverk Steinunnar Jóhannesdóttur sem fjalla um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur. Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem Hallgrímur Pétursson var prestur. Fremst á myndinni er legsteinn hans en þau Guðríður hvíla bæði í kirkjugarðinum í Saurbæ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.