Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 Í tilefni af 20 ára afmæli Kvenna- kórsins Yms verða tónleikar í Tónbergi á Akranesi fimmtudag- inn 7. maí kl. 20. Bera þeir heit- ið „Andar árblæ heitum.“ Á dag- skránni verða fjölbreytt söng- lög, innlend og erlend, sem kór- inn hefur flutt á þessum 20 árum ásamt nýjum lögum sem kórinn hefur verið að æfa undanfarið. Stjórnandi Kvennakórsins Yms er Sigríður Elliðadóttir og mun hún stjórna kórnum á þessum tónleik- um. Undirleikari er Birgir Þóris- son. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 2.000 krónur. Fyrir eldri borg- ara, öryrkja og börn yngri en 12 ára er hann 1.500 krónur (enginn posi er á staðnum). -fréttatilkynning Plæginarnámskeið var haldið á Hvanneyri í síðustu viku á vegum Vélfangs, umboðsaðila Kverne- lands hér á landi. Var námskeiðið fjölsótt af bændum allt frá Vatns- dal í Húnaþingi, Reykhólahreppi, Snæfellsnesi og sveitum Borg- arfjarðar auk nemenda Land- búnaðarháskólans, en liðlega 50 sátu námskeiðið. Námskeðið var þrískipt. Fyrst var fyrirlestur á sal þar sem farið var í gegnum sögu Kverneland samsteypurnar, ásamt fyrirlestri um hönnun og uppbyggingu Kverneland plóga. Þá var verkleg kennsla í stilling- um plóga er hún fór fram innan- húss í kennslusal Bútæknideild- ar. Að lokum voru plógar stilltir í akri og plægt fram eftir degi. Að- alleiðbeinandi var Markus Brin- kopp-Rode frá Kverneland verk- smiðjunum. Skarphéðinn Erl- ingsson frá Vélfangi túlkaði fyr- irlestur og leiðbeiningar. Hauk- ur Þórðarson leiðbeindi ásamt Markus Brinkopp-Rode í verk- lega hlutanum. mm Erna Hafnes bæjarlistamaður Akra- ness opnaði myndlistarsýninguna Óskasteina í Guðnýjarstofu, Safn- asvæðinu á Akranesi á laugardag- inn. Þetta er þriðja myndlistarsýn- ingin en jafnframt sú stærsta sem Erna heldur sem bæjarlistamaður Akraness. Á sýningunni eru mál- verk eftir Ernu sem hún hefur unn- ið undanfarið ár en með henni sýna nemendur úr 4. bekk Brekkubæj- arskóla myndir sem þeir hafa mál- að undir hennar leiðsögn. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöng- kona og Samúel Þorsteinsson tón- listarkennari komu fram við opnun sýningarinnar. „Hugmyndin að Óskasteinum er sú að hver og einn á sér sínar ósk- ir, hvort sem þær eru manneskj- ur, hlutir, tilfinningar eða það sem gefur lífinu tilgang. Við teljum að það sé nauðsynlegt að eiga sér ósk- ir og jafnframt að njóta leiðarinn- ar að því að láta óskina rætast eins og njóta hennar þegar komið er á leiðarenda. Það var einstakt að fá að vinna með krökkunum, hver og einn vann verkið sitt á sinn hátt með mikilli gleði, jákvæðni og sköpun í fyrirrúmi,“ sagði Erna Hafnes. Verk Ernu á sýningunni eru öll unnin í olíu á striga og að miklu leyti unnin með spaða. Krakkarn- ir unnu flestir sín verk með akríl- málningu á striga og notuðu pensla, tuskur og fingurna. Þeir sem koma á sýninguna eru hvattir til þess að horfa vel og lengi á málverkin og finna hjá sér hvaða tilfinning kvikn- ar, frekar en að flokka myndefnið. Sýningin stendur til 31. maí og er opin alla daga kl. 13-17. -fréttatilkynning Á þessu ári verða 70 ár frá lokum Seinni heimsstyrjaldarinnar. Meira en 70 milljónir manna dóu í þessu hræðilega og miskunnarlausa stríði. Fjórir listamenn, þau Guðrún Ás- mundsdóttir sögumaður, Alexandra Chernyshova sópransöngkona, Ás- geir Pall Ágústsson barítónsöngv- ari og Kjartan Valdemarsson píanó- leikari vilja minnast þessara tíma- móta með sögu- og tónlistardag- skránni; „Og þá kom stríðið...” sem flutt verður í Hernámsetrinu í Hvalfirði, laugardaginn 16. maí klukkan 16:00. Í dagskránni seg- ir sögumaðurinn sögur frá stríðs- tímanum frá Hollandi, Bretlandi, Rússlandi og Íslandi milli þess sem flutt verða ýmis lög. Ein saga fjallar t.d. um tvær eldri systur sem bjuggu í Amsterdam. Faðir þeirra var úrsmiður og hafði verslun sem var að selja úr. Fjöl- skylda þeirra hjálpar meira en 400 gyðingum að flytja úr landi svo nas- istar næðu þeim ekki og sendu til Auschwitz. Þær systur voru tvö ár í útrýmingarbúðum nasista í Ra- vensbrusch. Önnur systranna dó þar. Áður hún dó hún fékk að hitta systur sína og segja henni hver væri hennar draumur ef þær ættu eft- ir að komast út. Þetta er ein saga af nokkrum sem eru í dagskránni, sem segir um hörmungar líf fólks, þeirra vonleysi og draumum, fyrir hvað þau voru að berjast og deyja. mm Hávarður Ernir Ívarsson nemandi í 4. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi tók sig nýverið til og bauð upp á gluggaþvott. Ágóðinn af vinnunni fór allur í sjóð til styrktar börnum í Nepal sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna þar. Þetta er frábært framtak hjá Hávarði og öðrum til eftirbreytni. mm/kk Andar árblæ heitum er yfir- skrift afmælistónleika Yms „Og þá kom stríðið...“ er nafn á sögu- og tónlistardag- skrá í Hernámssetrinu Þvoði glugga til stuðnings börnum í Nepal Bændur á námskeiði um plægingu Myndlistarsýningin Óskasteinar í Guðnýjarstofu Erna Hafnes Magnúsdóttir bæjarlistamaður Akraness. Erna Hafnes og nemendur 4. bekkjar úr Brekkubæjarskóla. Söngatriði Hönnu Þóru og Samúels.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.