Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 08.05.2015, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 Halla Steinólfsdóttir bóndi í Ytri Fagradal á Skarðsströnd hefur sent sveitunum sínum og nágrönnum í Dalabyggð og Reykhólasveit ákall þar sem hún skorar á fólk að ljúka í sameiningu við söfnun fyrir stafræn- um röntgenbúnaði á heilsugæslu- stöðina í Búðardal. Halla skrifaði með annarri hendi ákall á fésbók- ina til sveitunga sinna eftir að hún hafði orðið fyrir óhappi þar sem hún fékk á eigin skinni að prófa að stafrænt röntgentæki þarf að vera til staðar. Bréf hennar er svohljóðandi: „Ég varð fyrir því að gemsi, borinn fallegu lambi, styggur og hrædd- ur, stökk á hendina mína fyr- ir ofan úlnlið og þar sem ég ætl- aði að stöðva hana var ég búin að spenna einhverja vöðva. Við þetta gaf sig eitthvað og það var vont. Því fór ég til myndatöku á heilsugæsl- unni í Búðardal (já með bílstjóra). Þar er ágætis röntgenapparat sem dugar vel og hægt að setja stafrænt júnit við, en það kostar þetta. Það voru teknar fimm myndir en þótt það sé góður læknir í Búðardal þá er hann ekki röntgenlæknir og þarf því að senda myndirnar suður til að lesa úr þeim. Það sáust þó á þeim mín fallegu bein, óbrotin. Fram- köllunarvélin framkallar í myrkra- herbergi með framköllunarvökvum og tilheyrandi sem var fínt dót árið sem ég fæddist. Það tekur tvo daga að láta lesa úr þeim. Ef þetta hefði verið alvarlegt þá er auðvitað ekki beðið og sjúklingar sendir á Akra- nes. Með stafrænu er hægt að senda myndirnar með einu „klikki“ á tölv- unni og með öðru klikki fá niður- stöður. Ég get beðið. Ég er heppin. En mér er ofboðið að hugsa til þess að við sem búum hérna, búum við þá mismunun að þurfa langar leiðir til viðgerða sem hægt væri að gera hér heima. Það getur vel verið að það eigi að skaffa þessi tæki og til- biðja einhverja gæja (heilbrigðis- kerfð) um að láta nú milljón í þetta eða hitt sem þeir svo reikna út að borgi sig ekki því það vanti mýkri stól undir rassg... á þeim. Nei, ger- um þetta bara sjálf. Skora hér með á ykkur. 1000 kall á söfnunarreikn- inginn, allir í heimabankann og merkið „Röntgen“. Takk. Þetta er fyrir OKKUR. - Halla Steinólfs- dóttir.“ Söfnunarreikningur: 312-13-110023, kennitala: 530586-2359. Halla bætir því við að svona dót kosti 2,4 milljónir króna með upp- setningu og nú þegar hafi safnast 1,7 milljón. „Það er innan við þús- undkall á haus sem eftir er. Legg ég nú til að við tökum saman höndum og klárum þetta.“ mm Sendir ákall til sveitunga sinna um að ljúka söfnun fyrir stafrænu röntgen Slakað á með kaffibolla við fjárhúsin í Ytri Fagradal nú fyrir skömmu. Ljósm. Jófríður Ísdís Skaftadóttir. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Vortónleikar í Tónbergi fimmtudaginn 7. maí kl. 20 Stjórnandi: Sigríður Elliðadóttir Undirleikari: Birgir Þórisson Á dagskránni verða fjölbreytt sönglög á vorlegum og glaðlegum nótum, bæði innlend og erlend. Aðgangseyrir kr. 2.000 fyrir fullorðna, kr. 1.500 fyrir 12 ára og yngri, eldri borgara og öryrkja (enginn posi á staðnum). ANDAR ÁRBLÆ HEITUM... 20 ára afmælis tónleikar Kvennakórinn Ymur Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 5 Við erum með kranabíl, gámabíla, traktorsgröfu, 16t hjólagröfu, 2t og 6t beltavélar, vatnstank. Hafið samband í síma 862-1717 Tökum að okkur jarðvegsvinnu t.d. húsgrunna, drenun, niðursetningu rotþróa, múrbrot, niðurrif, garðavinnu og vegavinnu. Stauraborun fyrir sumarhús og sólpalla. Erum með vatnstank fyrir heitt/kalt vatn og rykbindingu. Bíla-/vélaflutningar og kranavinna. Útvegum mold og möl. Gámaleiga. SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.