Fréttablaðið - 08.11.2019, Síða 2

Fréttablaðið - 08.11.2019, Síða 2
Veður Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil. Frostlaust að deginum við suður- og vesturströndina, ann- ars frost 0 til 10 stig. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestan til. SJÁ SÍÐU 18 Gengið milli gámanna REYKJAVÍK Kostnaður við Friðar- súlu Yoko Ono í ár nemur um 5,8 milljónum króna. Það þykir frekar mikið enda hefur heildarkostnaður við verkið, síðan það var vígt árið 2007 til ársins 2018, numið rúmlega 40 milljónum króna. Hinn hái kostnaður orsakast af því að setja þurfti upp nýja spegla í verkinu sem mun gera súluna enn bjartari og fallegri en fyrr að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar, deildarstjóra safneigna og rann- sókna hjá Listasafni Reykjavíkur. Friðarsúlan er langflóknasta úti- listaverk höfuðborgarinnar og því fer fjarri að bara sé kveikt á ljós- rofa þann 9. október ár hvert þegar kveikt er á súlunni með viðhöfn. „Á hverju ári fer hópur út í Viðey til að stilla ljóssúluna af. Það eru níu kastarar sem mynda súluna og þeir þurfa að vera beinir,“ segir Sigurður Trausti. Þetta er framkvæmt þannig að fimm manna teymi fer út í eyju. Einn starfsmaður fær það hlut- verk að kveikja á fyrsta kastaranum og hinir fjórir leggja síðan mat á hvort ljósgeislinn sé beinn eða ekki. „Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Það er sambærilegt stærra verk í New York, þar sem Tvíbura turnarnir stóðu áður, og þar hafa þeir öll þessu beinu háhýsi til að miða sig við,“ segir Sigurður Trausti. Hann bætir því við að iðulega sé ein- hver kunningi til taks á höfuðborgar- svæðinu sem hægt er að hringja í og fá álit á því hvort geislinn sé beinn. Að hans mati hefur nokkuð vel tekist til í gegnum árin við að hafa súluna beina. „Það þurfti ekkert að stilla hana af í ár þegar við kveikt- um á súlunni. Það hefur einu sinni komið fyrir að við töldum okkur hafa klárað verkefnið en þegar við vorum komnir í smá fjarlægð sáum við að geislinn var ansi skakkur. Þá var klukkan bara orðin of margt þannig að við þurftum að fara aftur út í eyju daginn eftir og laga verkið,“ segir Sigurður Trausti kíminn. Hróður Friðarsúlunnar eykst ár frá ári og má með sanni segja að listaverkið sé að verða eitt af ein- kennistáknum höfuðborgarinnar. Sigurður Trausti segir starfsfólk Listasafns Reykjavíkur tvímæla- laust verða vart við þennan áhuga. „Í ár voru tæplega 1.800 manns sem nýttu sér boð Yoko Ono um ókeypis siglingu út í Viðey til þess að verða vitni að tendrun súlunnar. Það er mesti fjöldi sem hefur mætt á þenn- an viðburð,“ segir Sigurður Trausti. gar@frettabladid.is bjornth@frettabladid.is Friðarsúlan ekki skökk Kostnaður við Friðarsúlu Yoko Ono nemur 5,8 milljónum í ár. Fimm manna teymi stillir súluna af á hverju ári og er vandasamt að stilla ljósgeislan beinan. Þetta er hægara sagt en gert þar sem verkið stendur á berangri og ekkert til að miða við. Sigurður Trausti Traustason, deildastjóri safneigna og rannsókna hjá Listasafni Íslands Frá tendrun Friðarsúlunnar í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VÍKINGUR OG DANÍEL FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 19:30 AUKATÓNLEIKAR ÖRFÁ SÆTI LAUS TÓNLEIKUNUM ER STREYMT BEINT Í MYND Á SINFONIA.IS VÍSINDI Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fékk í gær af hent hin alþjóðlegu KFJ- verðlaun sem veitt eru af Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn. Í til- kynningu frá Ríkisspítalanum segir að Kári og teymi hans hjá deCODE hafi gegnt lykilhlutverki í vinnu spítalans við þróun einstaklings- bundinna lyfja. Henrik Ullum, prófessor í ónæm- isfræðum við spítalann, var einn þeirra sem tilnefndu Kára til verð- launanna. „Það þarf bara að horfa á yfirlit yfir þær vísindagreinar sem Kári hefur skrifað til að átta þig á hversu mikill brautryðjandi hann hefur verið á sviði erfðavísinda,“ er haft eftir Ullum. Samstarf deCODE og spítalans hefur leitt til fjölmargra rannsókn- arverkefna. Fyrirtækið hefur meðal annars greint sýni 200 þúsund sjúklinga úr lífsýnabanka spítalans auk 110 þúsund sýna úr Dönsku blóðgjafarannsókninni. – sar Kári Stefánsson verðlaunaður K JARAMÁL „Þetta eru auðvitað blendnar tilfinningar og eitthvað sem maður hefur engan sérstakan áhuga á að fara í en blaðamenn verða auðvitað að standa með sjálfum sér. Það liggur alveg fyrir að laun þeirra eru ömurleg,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélags Íslands (BÍ). Í dag hefst fyrsta verkfall blaða- manna síðan 1978 en það nær til Fréttablaðsins, Morgunblaðsins, Sýnar og RÚV. Klukkan 10 leggja ljósmyndarar, myndatökumenn og fréttamenn á vefmiðlum þess- ara miðla sem eru í BÍ niður störf í fjórar klukkustundir. Náist ekki samningar munu sömu hópar leggja niður störf næstu tvo föstudaga, fyrst í átta tíma og svo í tólf tíma. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn á prentmiðlum leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember. Eng ir for mleg ir samninga- fundir hafa verið boðaðir milli Blaðamannafélagsins og Sam- taka atvinnulífsins (SA) sem fer með samningsumboð miðlanna fjögurra. Hjálmar segist hafa átt í óformlegum samræðum við SA en ekkert hafi komið út úr þeim. Samningur náðist í gær milli Blaðamannafélagsins og Útgáfu- félags Stundarinnar sem er í aðal- atriðum samhljóma þeim samn- ingum sem hafa verið gerðir við Birtíng og Kjarnann. – sar Blaðamenn og ljósmyndarar á rit- stjórn Fréttablaðsins eru félagar í Blaðamannafélaginu. Fyrsta verkfallið síðan 1978 Í dag hefst fyrsta verkfall blaðamanna síðan árið 1978. Þessi drengur virtist njóta dagsins áhyggjulaus á leið sinni um Hafnarfjörð í gær. Fallegt veður var í höfuðborginni og búast má við svipuðu veðri í dag , hita á bilinu 0-5 stig. Sólsetur í Reykjavík verður klukkan ellefu mínútum fyrir fimm og tunglið rís sautján mínútum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 F -D 3 4 4 2 4 2 F -D 2 0 8 2 4 2 F -D 0 C C 2 4 2 F -C F 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.