Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 08.11.2019, Qupperneq 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ólíkt því sem við erum vön verður samkeppnis- hæfni atvinnulífs- ins í þetta sinn ekki endurreist með gengis- veikingu. Af hverju þurfa Reyk- víkingar að fara til sýslumanns í Kópavogi til að fá sjálf- sagða þjón- ustu? Er einhver knýjandi ástæða til að hafa fyrir- komulagið eins og það er? Hvernig væri það að geta endurnýjað ökuskír­teini eða vegabréf um leið og maður fær bók í bókasafninu, fer á upplestur eða fær sér kaffi og leyfir krökkunum að leika lausum hala í fallegum leikrýmum á meðan? Það er hægt í Árósum sem er álíka stór borg og höfuðborgarsvæðið hér heima. Slík borgaraþjónusta er líka veitt í nokkrum hverfa­ bókasöfnum. Af hverju þurfa Reykvíkingar að fara til sýslumanns í Kópavogi til að fá sjálfsagða þjónustu. Er einhver knýjandi ástæða til að hafa fyrirkomulagið eins og það er? Flókið, tímafrekt, óvistvænt. Á okkar miklu nettímum ganga bókasöfn í endur­ nýjun lífdaganna. Borgir á Norðurlöndum hafa tekið forystu í þeim efnum. Talað er um „nýja norræna bókasafnið“. Gott dæmi um það er DOKK1, bókasafn, þjónustu­ og menningarmiðstöð í Árósum, byggð niður við höfn á vannýttu iðnaðarsvæði. Innanbæjar­ lest keyrir inn í húsið á jarðhæð. Dokkin dregur til sín mikinn fjölda borgarbúa á hverju ári – og gesti frá öðrum borgum í Evrópu, meðal annars Reykjavík, sem kynna sér starfsemina. Í Helsinki var opnað nýtt höfuðbókasafn og menn­ ingarmiðstöð fyrir skemmstu sem kallast Oodi og hefur vakið heimsathygli. Niður við höfn í Ósló verður á næstunni opnað glæsilegt aðalbókasafn með fyrir­ lestrasölum, vinnustofum, veitingum og auðvitað fullt af bókum. Nokkrum hverfabókasöfnum hefur verið breytt í ævintýraheim, samkomustað og auð­ vitað lestrar­ og vinnustað. Aðsókn hefur tvöfaldast. Nokkur ár eru síðan farið var að vinna í svipuðum anda í Reykjavík. Á næsta ári verður opnað bókasafn í Úlfarsárdal sem tengist menningarmiðstöð, skóla og sundlaug. Það gæti orðið ævintýralegur staður. Eigum við að taka skrefið alla leið og flétta borgaraþjón­ ustunni inn í bókasöfnin eins og gert er í Árósum? Hvernig getum við bætt þjónustu og aðstöðu fyrir fjölskyldur og börn, fyrir fólk að hittast og læra saman í bókasöfnunum? Hvernig getum við gert Grófarhúsið að spennandi stað sem dregur til sín fullt af fólki? Ný stefna sem nú er unnið að fyrir Borgarbókasafnið vísar okkur vonandi veginn. Bókasöfn á tímum netsins Hjálmar Sveinsson formaður menn- ingar-, íþrótta- og tómstunda- ráðs 31. okt — 14. nóv hverfidmitt.is Kosning Þetta hefur gengið vonum framar. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni erum við að upplifa niðursveiflu, sem var viðbúin óháð falli WOW, án þess að Seðlabankinn skerði kjör heimila með vaxtahækkunum til að bregð­ast við gengisfalli og í kjölfarið aukinni verð­ bólgu. Margt kemur til. Engin ástæða er til að gera lítið úr bættum árangri við framkvæmd peningastefnunnar en vel útfærð áætlun við afnám hafta, þar sem kröfu­ hafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, og uppgangur ferðaþjónustunnar, stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnu­ greinar landsins, hafa hins vegar ráðið meiru um að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd og með yfir 800 milljarða gjaldeyrisforða. Á þeim sterka grunni, eftir að tókst að semja um skaplega kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, hefur verið hægt að lækka vexti, saman­ lagt um 1,5 prósentur frá því í vor, og á sama tíma að viðhalda gengi krónunnar stöðugu. Það er samt lítið mál að klúðra þessu. Sterkt raungengi og hár launakostnaður þýðir að rekstrarumhverfi fyrir­ tækja er erfitt. Ólíkt því sem við erum vön verður sam­ keppnishæfnin í þetta sinn ekki endurreist með gengis­ veikingu heldur verður að horfa til leiða sem miða að því að auka framleiðni. Eigi það að takast þurfa Íslendingar að horfast í augu við þann veruleika, sem hefur sögu­ lega séð reynst erfitt, að vinnumarkaðurinn taki mið af launaþróuninni í Evrópu, eins og Ásgeir Jónsson seðla­ bankastjóri nefndi á Peningamálafundi Viðskiptaráðs í gær. „Ef okkur dettur í hug að hækka laun hér meira – leiðrétt fyrir framleiðni – en í Þýskalandi,“ útskýrði Ásgeir, „þá mun það koma niður á okkur.“ Það skýtur því skökku við að nú ætli opinberir starfsmenn að láta á það reyna að sækja meiri kjarabætur en um var samið á almennum vinnumarkaði. Við vitum hvernig það mun enda og þá mun peningastefnan koma að litlu gagni. Ísland er í öfundsverðri stöðu. Ólíkt mörgum Evrópu­ ríkjum sem eru með neikvæða raunvexti vegna veik­ leika í hagkerfinu eru vaxtalækkanir Seðlabankans til marks um aðlögunarhæfni og sterka stöðu þjóðarbúsins sem birtist okkur í viðskiptaafgangi, háu sparnaðar­ stigi og lágum skuldum ríkisins. Það er fátt sem mælir með því, nú þegar Ísland er í niðursveiflu og fjárfesting fer minnkandi, að raunvextir hér séu hærri en í öðrum OECD­ríkjum. Seðlabankinn er á öðru máli en þrátt fyrir lækkun vaxta um 0,25 prósentur í vikunni kom fram í máli seðlabankastjóra og aðalhagfræðings að ekki væri að vænta frekari vaxtalækkana gangi spár bankans eftir. Raunvextir munu því lítið lækka, sem er á skjön við skilaboð aðstoðarseðlabankastjóra örfáum mánuðum áður, enda þótt efnahagshorfurnar hafi versnað. Það er ekki væntingastjórnun sem telst til eftirbreytni. Viðbrögð fjárfesta á skuldabréfamarkaði hafa verið fyrirsjáanleg. Ávöxtunarkrafan hefur hækkað umtals­ vert, bæði á ríkisskuldabréf og sértryggð skuldabréf bankanna, með þeim afleiðingum að nú má búast við því að fastir vextir íbúðalána bankanna taki að hækka á ný og hið sama á við um þau vaxtakjör sem fyrirtækjum bjóðast sem hafa nú áform um að leita sér fjármögnunar á skuldabréfamarkaði. Það er tæplega niðurstaða sem seðlabankastjóri vonaðist eftir. Klúður Rökræður Liður í samráði við almenning um endurskoðun stjórnar- skrárinnar er rökræðukönnun sem fram fer um helgina. Þetta er göfug hugmynd sem gengur út á að fólk rökræði um einstaka þætti stjórnarskrárinnar. Kanna á sérstaklega hvort viðhorf fólks breytist við það að ræða hlutina og hlusta á rök og mótrök. Það verður eiginlega að teljast aðdáunarverð bjartsýni að ætla að koma 300 Íslendingum á sama stað til að hlusta á rök ann- arra. Það er ekki beint íslenski hátturinn að rökræða við þá sem kunna að vera á annarri skoðun en maður sjálfur og segja svo í lokin: „Já, þetta er rétt hjá þér. Þú hefur með rökum þínum fengið mig til að skipta um skoðun.“ En einhvern tímann er allt fyrst. 20. október Þann 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um endurskoðun stjórnarskrár- innar. Mikill meirihluti vildi leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnar- skrá. Afgerandi meirihluti vildi að náttúruauðlindir sem ekki væru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. Þjóðin vildi líka persónukjör til Alþingis í meiri mæli, jafnt vægi atkvæða og að tiltekið hlutfall kjósenda gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hljóta allir að bíða spenntir eftir niðurstöðum helgarinnar. sighvatur@frettabladid.is 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 F -E 2 1 4 2 4 2 F -E 0 D 8 2 4 2 F -D F 9 C 2 4 2 F -D E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.