Fréttablaðið - 08.11.2019, Page 18

Fréttablaðið - 08.11.2019, Page 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Stóra lygin er sú að fólk breytist. Við erum alltaf sama fólkið. Það er oft mikill slagur hjá fólki, þegar gengið hefur á ýmsu, að telja sér trú um að það sé breytt og öðruvísi en því miður er hljómurinn í því oftast holur,“ segir tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson sem í sumar söng sig inn að innstu hjartarótum lands- manna í lagi sínu Fólk breytist. „Ég lagði svo sem ekki upp með að lagið segði ákveðna sögu sem ætti sér upphaf og endi og hef mest gaman af að búa til lög með svip- myndum sem hlustendur geta fyllt út í sjálfir. Fólk virðist hins vegar vera sérstaklega duglegt að fylla út í skilning sinn á Fólk breytist. Ég hef fengið kveðjur og þakkir fyrir lagið úr ýmsum áttum og sumir segjast hafa farið að gráta við hlustun á því. Mér þykir auðvitað ánægjulegt að fá slík viðbrögð og það er gefandi þegar lög manns halda áfram að stækka, þroskast og þróast eftir að maður gefur lögin frá sér,“ segir Sváfnir. Í Fólk breytist segir: „Ég sé það, ég sé það núna; ég hefði getað verið svo miklu betri við þig.“ „Lagið er alls ekki speglun á eigin sálarlífi en auðvitað hefði ég sjálfur getað verið svo miklu betri. Maður nýtir alltaf eða ýkir sína eigin reynslu eða annarra í lagasmíðarnar en ég lít ekki á þær sem sálfræðitíma á milli mín og þjóðarinnar. Þetta er eins og að fara til miðils sem segir: „Þú þarft að hætta að vera svona stressaður.“ Það eru sannindi sem eiga við alla; allir stressaðir að einhverju marki og gætu líka orðið betri. Þetta er því ekki djúpvitur speki heldur tímalausar staðreyndir sem fólk tengir við og vekja það til umhugs- unar. Það velta svo margir fyrir sér hvernig þeir hefðu getað gert hlutina öðruvísi þegar þeir líta um öxl og það er sammannlegt að vera hvað vitrust þegar við lítum í bak- sýnisspegilinn.“ Hamingjuríkt líf í hálfa öld Sváfnir er fæddur og uppalinn á gangstéttarhellu í Kópavogi, eins og hann segir sjálfur frá. Í sumar hafði hann lifað í hálfa öld. Beðinn um að líta í eigin baksýnisspegil segir hann: „Ég sé frekar gott og hamingju- ríkt líf en líka nokkur glötuð tækifæri til að hafa ekki gert meiri músík. Ég held að tónlistarsköp- unin hafi látið bíða eftir sér því ég er meira skapandi nú en áður og hef þurft að taka út meiri þroska og kjark til að komast á þann stað sem ég er á nú,“ segir Sváfnir sem er rétt að byrja og ætlar svo sannarlega að láta meira að sér kveða í framtíðinni. „Ég hef sýslað við músík og þjónað tónlistargyðjunni síðan ég man eftir mér. Ég er háður tón- list eins og fíkill þótt í seinni tíð hafi ég tekið enn fastar utan um sköpunarþráðinn,“ segir Sváfnir sem áður var í hljómsveitunum Kol og Mönnum ársins, en báðar sveitirnar gáfu út plötur. Sváfnir er nú langt kominn með sólóplötu númer tvö en sú fyrsta, Loforð um nýjan dag, kom út árið 2016. „Sólóplöturnar eiga sér ólíkan aðdraganda. Um áramótin 2016 setti ég af stað loftstein með því að tilkynna fólki að ég ætlaði að gefa út plötu og sannfærði sjálfan mig um að á einu ári væri hægt að semja tónlist, æfa hana með hljómsveit, taka upp plötu og gefa hana út, og það tókst. Ég sem ágætlega undir pressu, set hlutina af stað og þegar tíminn nálgast bretti ég upp ermar og klára,“ segir Sváfnir en nýju plötuna segir hann vera sjálfstæða skepnu sem láti hafa fyrir sér. „Sum lögin fæðast bráðþroska og leka hálf tilbúin úr hljóðfær- unum á meðan önnur kosta meira nostur,“ segir Sváfnir sem spilar á gítar og píanó og semur öll lög og texta sjálfur. „Ég hef aldrei farið í tónlistar- skóla en lært af góðu fólki á langri leið. Síðustu ár hef ég sungið meira því til að byrja með fékk ég miður góða dóma sem söngvari. Ég þrjóskaðist samt við, hélt ótrauður áfram og syng orðið betur í dag.“ Sat fyrir kvonfanginu sínu Sváfnir er þriggja barna faðir og þriggja barna afi. „Það er tilgangur lífsins að eign- ast börn og enn æðri tilgangur lífs- ins að eignast barnabörn; þau eru fullkomnar verur og hamingju- boltar. Þetta er mósaík-fjölskylda eins og gengur og gerist, við hjónin komum færandi hendi hvort með sína stelpuna og eignuðust svo strák saman,“ segir Sváfnir sem varð ástfanginn af eiginkonunni Erlu Vilhjálmsdóttur á Kópavogs- hæli þar sem þau unnu saman fyrir 23 árum. „Ég tók strax eftir fallegu stúlkunni Erlu og fann að ég varð að kynnast henni betur. Því sat ég fyrir henni og gerði mér upp ferðir til að verða á vegi hennar á hælinu. Á þessum tíma reykti ég og vissi að hún þurfti að fara ákveðna leið þar sem ég gat stillt mér upp og reyndi að standa vörpulegur og teinréttur í baki þegar hún gekk fram hjá. Mér tókst greinilega vel upp og þótt hún hafi nú ekki beint stokkið í fangið á mér þá vann ég hjarta hennar hægt en örugglega,“ segir Sváfnir og er þá inntur eftir því hvaða mann hann hafi að geyma. „Ég er svolítill sveimhugi og á það til að missa athyglina út um allt. Ég er líka góður vinur vina minna og traustur og tryggur mínum. Mér er sagt að ég sé húmor isti og finnst ótrúlega gaman að vera í góðra vina hópi og vinna með góðu fólki að góðum og fallegum málum,“ segir Sváfnir og heldur áfram: „Ég tek líka strætó í vinnuna eða hjóla og bíð spenntur eftir borgarlínunni.“ Spurður hvort Erla sé honum innblástur í tónlistar- og textagerð svarar Sváfnir: „Já, hún kveikir í mér melódíur og ljóð, hvort sem hún veit það eða ekki. Það þýðir samt ekki að öll lögin séu um hana eða mig; maður þarf líka að vera sögumaður um aðra því fólk er svo skemmtilegt,“ segir Sváfnir, alltaf sá sami. „Ég hef auðvitað ekkert breyst og dapurlega niðurstaðan er sú að fólk breytist ekki mikið. Það þroskast og lærir. Sjálfur er ég svo alltaf að reyna að vera enn betri við konuna mína en það gengur svona og svona. Ég er þó ekki að semja lög um okkur hjónin heldur er það staðreynd að við þurfum öll að verða betri,“ segir hann og hlær. Uppalinn í Kópavogsleikhúsi Í dagvinnunni er Sváfnir markaðs- fulltrúi í Þjóðleikhúsinu. „Ég hef yndi af því að starfa að markaðs- og kynningarmálum fyrir listastofnanir og var áður hjá Sinfóníunni og í Borgarleikhúsinu. Með fullri virðingu fyrir skemmti- legri vinnu á auglýsingastofu hefur það ekki slegið sama tón hjá mér að vinna fyrir framleiðendur súkkulaðis og bílaumboðin. Efni- viðurinn er ekki jafn lifandi og í listum,“ segir Sváfnir sem kann vel við sig í leikhúsinu. „Ég er skilgetið afkvæmi Leik- félags Kópavogs og var alinn upp á 5. til 8. bekk Gamla Kópavogs- leikhússins því mamma mín og pabbi voru þungavigtarkraftar í leikfélaginu og einn bræðra minna lengi vel formaður og skipuleggjandi þess. Þar var ég fenginn til að semja tónlist við tvö leikverk og það finnst mér ótrúlega heillandi vinna sem mér verður vonandi aftur falin síðar,“ segir Sváfnir en foreldrar hans eru Helga Harðardóttir og Sigurður Grétar Guðmundsson heitinn sem einnig skrifaði dálkinn Lagna- fréttir í Morgunblaðið í árafjöld. Umræddur bróðir hans er Hörður Sigurðarson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga. „Það er því engin furða að ég finni mig vel í Þjóðleikhúsinu, þeim frábæra vinnustað. Hér hefur starfsánægja aldrei mælst hærri og hér starfar samstilltur hópur góðs fólks,“ segir markaðsstjórinn Sváfnir sem kveðst ómögulegur í að markaðssetja sjálfan sig. „Það hefur tekið mig tíma að standa með eigin verkum þótt ég sé alltaf stoltur af þeim. Það fer mér ekki vel að tala um eigið ágæti, en óskastaðan væri vitaskuld að spila meira opinberlega,“ segir Sváfnir sem er þekktur fyrir stór- kostlega tónleika með hljómsveit sinni Sváfnismönnum. „Ef tónlistarhátíð eða viðburða- stjórar ramba á þetta viðtal er ég í símaskránni og heldur betur til. Það toppar ekkert að spila eigið efni fyrir þá sem hlusta. Ég er búinn með kráarspilamennskuna og get ekki hugsað mér lengur að syngja gamla slagara fyrir mis- drukkið fólk um nætur. Það var vissulega góð reynsla og æfing en það kemur að því að það gefur manni ekkert lengur og hættir að vera spennandi. Það er líka einmanalegt að spila einn en óhjákvæmilega verður til kær- leikur á milli manna sem spila saman músík. Þeir opna hjörtu sín og treysta hver öðrum í mikilli sköpun og það er ekkert sem jafnast á við það,“ segir Sváfnir um tónlistina sem er hans stóra ástríða í lífinu. „Tónlistin er líka mikill örlaga- valdur því ég hef kynnst svo mörgu góðu fólki í gegnum músík. Tónlistin er stétt góðra manna og kvenna. Í íslensku tónlistarlífi er svo mikið af góðu og jákvæðu fólki sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að aðrir geti komið sínu sköp- unarverki áleiðis.“ Sváfnir er hissa á viðtökunum sem nýju tónsmíðarnar hans hafa fengið að undanförnu. Á dögunum kom út lagið Fer sem fer og rauk beint á vinsældalista. „Það kom ekki á óvart að Fer sem fer næði vinsældum því það er meiri smellur í sjálfu sér. Fólk breytist er hins vegar ekki dæmi- gerður smellur en fólk er kannski miklu minna dæmigert en maður heldur. Það er ótrúlega magnað að upplifa viðtökurnar og miklu meiri verðlaun en stefgjöld þótt þau séu ótrúlega fín líka,“ segir Sváfnir sæll. Í Fer sem fer fékk hann leikar- ann Theódór Júlíusson til að leika mann af allt öðru kaliberi í mynd- bandi við lagið. „Hugmyndin að laginu kviknaði út frá þeirri staðreynd að það eiga allir einn vin eða kunn- ingja sem þeir máta sig við. Þessi vinur er alltaf aðeins meira töff og einu kaliberi ofar. Það sprettur af einhverju óöryggi. Ég er með ákveðinn mann í huga en get því miður ekki sagt frá því hver hann er og tek það leyndarmál með mér í gröfina,“ segir Sváfnir og hlær. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Ég hef fengið kveðjur og þakkir fyrir lagið og sumir segjast hafa farið að gráta. Ég lít þó ekki á laga- smíðarnar sem sál- fræðitíma á milli mín og þjóðar- innar. Framhald af forsíðu ➛ Sváfnir segir alltaf eins, rétt eins og fjöllin, og konuna sína kveikja í sér melódíur og ljóð. FRÉTTABLAÐ- IÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 F -F F B 4 2 4 2 F -F E 7 8 2 4 2 F -F D 3 C 2 4 2 F -F C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.