Fréttablaðið - 08.11.2019, Síða 22

Fréttablaðið - 08.11.2019, Síða 22
Unglingunum er bent á að nota ilmefnalausan svita- lyktareyði. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Norðurljósin myndast vegna þess að hlaðnar agnir frá sólinni komast inn í loft- hjúp jarðarinnar. Ljósin sjást við segulskaut jarðarinnar við norður- pólinn. Sams konar ljós sjást við suðurpólinn og kallast suðurljós. Samheiti yfir norður- og suður- ljósin er segulljós. Þegar agnirnar frá sólinni fara inn í segulsvið jarðarinnar streyma þær í átt að pólunum og rekast þar í lofthjúpinn. Við það myndast orka sem framkallar ljósin. Ljósin geta verið í ýmsum litum þó oftast séu þau græn eða bleik. Einnig geta ljósin tekið á sig ýmis form. Fjölbreytileiki litanna stafar af ólíkum tegundum efnasam- banda í lofthjúpi jarðarinnar. Græni og gulgræni litur norður- ljósanna stafar af súrefni, bleiki liturinn stafar aftur á móti af nitri. Grunurinn um tengingu milli norður- og suðurljósanna og sólarinnar kviknaði í kringum 1880. Þökk sé rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið síðan á sjötta áratug síðustu aldar er nú vitað að sólarvindur blæs raf- eindum og róteindum að jörðinni og áðurnefndar agnir komast inn fyrir lofthjúp jarðar. Áður en þessi þekking var til staðar voru uppi hinar ýmsu þjóðsögur um tilvist þessara heillandi ljósa. Norðurljósin eru einnig þekkt undir nafninu aurora borealis og suðurljósin kallast aurora aust- ralis. Áróra var gyðja dögunar í rómverskri goðafræði, en aurora borealis þýðir dögun í norðri og aurora australis þýðir dögun í suðri. Rómverjar til forna tengdu norðurljósin við upphaf nýs dags og töldu að ljósin væru gyðjan Áróra að birtast þeim á himninum. Það er mjög sjaldgæft að norður- ljósin sjáist sunnarlega í Evrópu, ef þau birtast á þeim slóðum eru þau oft rauð að lit. Ef svo ólíklega vildi til að norðurljós sæjust svo sunnar- lega á norðurhvelinu á öldum áður ollu þau talsverðum usla og ótta meðal almennings. Á Ítalíu og Frakklandi taldi fólk að ljósin væru fyrirboði um yfir- vofandi stríð eða hungursneyð. Sögur segja að rauð norðurljós hafi litað himininn yfir Skotlandi og Englandi nokkrum vikum fyrir frönsku byltinguna og síðar var talið að það hefði verið fyrirboði um átökin hjá nágrönnunum í Frakklandi. Hér á Íslandi var talið að ef ólétt kona horfði á norðurljósin gæti það minnkað verki við fæðinguna. Þó varð hún að passa sig að horfa ekki á ljósin á meðan á fæðingunni sjálfri stóð því þá myndi barnið verða rangeygt. Á Grænlandi voru norðurljósin líka tengd barnsfæðingum en þar var talið að þau væru sálir andvana fæddra barna. Á Nýja-Sjálandi og einnig víða á norðurhveli hélt fólk lengi vel að segulljósin stöfuðu af endurspegl- un frá kyndlum eða brennum. Indjánar í Wisconsin í Banda- ríkjunum trúðu því að ljósin sýndu staðsetningu risa sem þeir trúðu að væru andar merkra veiðimanna. Inúítar í Alaska héldu aftur á móti að norðurljósin væru andar dýranna sem þeir veiddu, sela, laxa, dádýra og hvala. Dularfull græn ljós á himni Norðurljósin hafa lengi vakið áhuga fólks og erlendir ferðamenn flykkjast til Íslands yfir vetrar- mánuðina í von um að geta barið þau augum. Áður fyrr voru uppi ólíkar tilgátur um orsök þeirra. Á öldum áður hafði fólk ýmsar skýringar á tilvist norður- og suðurljósanna. NORDICPHOTOS/GETTY Ilmefni geta verið varasöm fyrir viðkvæma húð og orsakað vont ofnæmi. Samkvæmt nýrri rannsókn þjást 180 þúsund Danir af ofnæmi sem stafar af ilmvatni eða öðrum ilmvörum. Umhverfisstofnun Danmerkur hefur nú hrundið af stað herferð á samfélagsmiðlum til að fá ungt fólk til að forðast vörur með ilmefnum en velja í staðinn snyrtivörur án þeirra. Sérstaklega er bent á vörur eins og svitalyktar- eyði sem ætti að vera án ilmefna. Herferðinni er beint að ungling- um á aldrinum 13-16 ára en á þeim aldri byrja þau að nota snyrtivörur ýmiss konar. Ilmefnaofnæmi lýsir sér sem exem, rauðir f lekkir, blöðrur eða jafnvel sár. Ofnæmið brýst fram í húðinni við notkun á ilmefnum. Ilmvötn eru þarna engin undantekning. Það geta liðið nokkur ár áður en ofnæmið brýst fram í húðinni svo best er að sleppa því alveg að nota ilmefni, að því er segir í frétt á Jyllands Posten. Unglingunum er bent á að nota ilmefnalausan svitalyktareyði og ef notað er ilmvatn að sprauta því beint á fatnað í stað húðarinnar. Sagt er að alls kyns ofnæmi hjá fólki vegna efna í iðnaðarvörum kosti Dani yfir níu milljarða króna á ári hverju. Danir í herferð gegn ilmefnum Ert þú með 4 - 8 manna hóp?Villt þú bóka fyrir staffagleði? Saumaklúbb? Gæsun? Bókaðu tíma inná www.malumogskalum.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 0 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 F -F 0 E 4 2 4 2 F -E F A 8 2 4 2 F -E E 6 C 2 4 2 F -E D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.