Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 28.09.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 39. tbl. 19. árg. 28. september 2016 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Thors saga Jensen Guðmundur Andri Thorsson flytur sögu langafa síns Midapantanir í síma 437 1600 og á landnam@landnam.is Næstu sýningar Föstudaginn 30. september kl. 20 Laugardaginn 1. október kl. 20 Sunnudaginn 2. október kl. 16 Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi LANDNÁMSSETur Íslands Hrútur einn í Grundarfirði er að flytjast búferlum á allra næstu dögum. Hann er nefninlega að flytja í Húsdýragarðinn í höfuðborginni. Þar mun hann verða til sýnis næstu árin og búa við það að láta börn og fullorðna dást að sér. Hrúturinn hefur það sér- kenni að vera mógolsóttur að lit sem þykir nokk- uð óvenjulegur litur. Að auki þykir hann vel byggð- ur og efnilegur af hrúti að vera. Eigendur hrútsins eru þau Bárður Rafnsson og Dóra Aðalsteinsdóttir í Grundarfirði en það lá svo sem ekkert annað fyrir en að hann færi í sláturhús ásamt öðrum lömbu . En skjótt skipast veður í lofti og með einu símtali breyttust áætlanir fyrir mógolsa og er hann nú á leið í Laugardalinn. Ekki var búið að finna nafn á grip- inn en fréttaritari stingur upp á nafninu Grundi. Að minnsta kosti þangað til annað kemur í ljós. tfk Grundfirskur hrútur flytur á mölina Nýsmíðin Akurey AK-10 var sjósett hjá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul í Tyrklandi í gær. Eirík- ur Jónsson, skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, var um borð þegar skipinu var rennt á flot en hann verður skipstjóri á Akurey. Á vef HB Granda segir að skipið sé nýsmíði nr. CS 48 hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans í Istanbul Tyrklandi og er skipið annar ísfisktogarinn af þremur, sem smíð- aður er hjá tyrknesku stöðinni fyrir HB Granda. Áður hafði Celikstrans smíðað uppsjávarskipin Venus NS og Víking AK fyrir félagið. Að sögn Þórarins Sigurbjörns- sonar, sem haft hefur eftirlit með skipasmíðinni í Tyrklandi fyrir HB Granda, hófst smíði Akureyjar síð- astliðinn vetur. Smíði ýmissa stál- hluta eða svokallaðra blokka hófst um haustið 2015 en kjölur var form- lega lagður að skipinu snemma árs 2016. Framdrifsbúnaður skipsins er kominn um borð ásamt spilum og fleiri hlutum. Hafist verður handa af fullum krafti við frágang á rafmagni, rörakerfum, íbúðum o.fl. nú eftir sjó- setninguna. Í frétt HB Granda segir um helsta búnað og stærðir í skipinu: Heildarlengd: 54.75 m. Breidd: 13.50 m. Særými u.þ.b. 1830 tonn. Stærð á lest 815 rúmmetrar. Stærð aðalvélar 1799 kW. Þvermál skrúfu 3800 mm. Klefar eru fyrir 17 manna áhöfn. All- ir eru þeir eins manns utan einn sem er stærri. ,,Smíðahraði þessa skips er talsvert meiri en á Engey RE, sem senn verð- ur tilbúin til afhendingar, enda er um raðsmíði að ræða. Áætluð afhending á Akurey er á fyrri hluta ársins 2017. Öllum frágangi neðansjávar er lok- ið, eins og frágangi á botnstykkjum, skrúfubúnaði, stýri og fleiru. Þegar öllum frágangi um borð verður lokið verður skipið klárt til reynslusigling- ar,“ segir Þórarinn Sigurbjörnsson. Eftir heimkomuna hingað til lands verður síðan settur ýmiss búnaður í borð um skipið, þar á meðal mjög fullkominn kælibúnaður frá Skagan- um á Akranesi. mm Akurey AK-10 sjósett í Tyrklandi Frá sjósetningu Akureyjar AK 10. Ljósm. Celiktrans. Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samning um frumhönnun og kostnaðargreiningu á lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð. Samið var við Snerru ehf um verkið. „Hér er um að ræða fyrstu skref í átt að ljósleiðaravæðingu alls sveitar- félagsins en vonir stands til þess að verkefnið komist á framkvæmda- stig hið fyrsta,“ segir Gunnlaug- ur A Júlíusson sveitarstjóri í sam- tali við Skessuhorn. „Guðmund- ur Daníelsson eigandi Snerru ehf hefur komið að hönnun kerfa fyr- ir fjölmörg sveitarfélög og væntir Borgarbyggð góðs af þessu sam- starfi,“ sagði Gunnlaugur jafn- framt. mm Borgarbyggð semur um hönnun ljósleiðara Unnið var við lagningu ljósleiðara í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfells- nesi á síðasta ári. Ljósm. úr safni. Bárður Rafnsson og Dóra Aðalsteinsdóttir með mógolsótta hrútinn Grunda á milli sín.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.