Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 28.09.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 201620 Seint á sunnudagskvöldið lauk tíu tíma talningu í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Talið var í Leifsbúð í Búðardal. Alls voru 859 atkvæði greidd og þar af reyndust 787 gild. Á kjörskrá voru 1102 og var því kjörsókn 78%. Niðurstað- an varð sú að Lilja Rafney Magnús- dóttir alþingismaður frá Suðureyri varði forystusæti sitt á listanum, en þrír karlar sóttust einnig eftir því. Kjörstjórn mun síðan leggja fram tillögu að fullmótuðum lista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtu- dagskvöld. Niðurstaða forvalsins um skipan sex efstu sæta var eftirfarandi: 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 2. Bjarni Jónsson 3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir 4. Lárus Ástmar Hannesson 5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 6. Rúnar Gíslason. mm Lilja Rafney varði forystusæti sitt hjá VG Stjórn Viðreisnar staðfesti í lið- inni viku framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþing- iskosningarnar 29. október næst- komandi. Fyrir um þremur vik- um voru kynnt nöfn þriggja efstu á listanum. Listinn í heild er þannig: 1. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræð- ingur Ísafirði 2. Lee Ann Maginnis, verkefna- stjóri Blönduósi 3. Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri RARIK á Vesturlandi 4. Lísbet Harðardóttir, málari Ísa- firði 5. Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur Blönduósi 6. Maren Lind Másdóttir, stjórn- andi farangurskerfa á Keflavíkur- flugvelli, Akranesi 7. Jón Ottesen Hauksson, fram- kvæmdastjóri Akranesi 8. Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi Akranesi 9. Jóhannes H. Hauksson, mjólk- urfræðingur í Búðardal 10. Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, leikskólastjóri Blönduósi 11. Ragnar Már Ragnarsson, bygg- ingafræðingur Stykkishólmi 12. Unnur Björk Arnfjörð, skóla- stjóri Ísafirði 13. Pálmi Pálmason, framkvæmda- stjóri Akranesi 14. Ragnheiður Jónasdóttir, verk- efnastjóri Akranesi 15. Auður H. Ólafsdóttir, hjúkr- unarfræðingur Ísafirði 16. Jóhannes Finnur Halldórsson, hagfræðingur Akranesi. mm Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi Vinnumálastofnun gerir ráð fyr- ir því að Íslendingum muni fækka í Noregi á þessu ári og þeir snúa heim til starfa á nýjan leik. Þróunin hefur á liðnum árum, allt frá gjald- þroti bankanna, verið á hinn veg- inn og margir valið sér búsetu ytra. Skýringin á þessum viðsnúningi nú gæti legið í versnandi atvinnu- ástandi í Noregi, sterkari stöðu ís- lensku krónunnar og batnandi at- vinnumöguleikum hér heima. Í Noregi var atvinnuleysi um 5% í júlímánuði og hafði ekki mælst svo hátt í tvo áratugi. Þar er til dæm- is samdráttur í olíuiðnaði, líkt og í öðrum olíuframleiðsluríkjum, og starfsmönnum fækkað um fjögur þúsund á tveimur árum. mm Grafið sýnir brott- og aðflutta Íslendinga til/frá Noregi og spá Vinnumálastofn- unar fyrir yfirstandandi ár. Íslendingar í Noregi snúa heim að nýju Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjödæmi hefur sam- þykkt framboðslista flokksins vegna komandi alþingiskosninga. Í próf- kjöri var ákveðið hverjir skipuðu sex efstu sætin en nú hefur listinn í heild verið staðfestur. Listann skipa: 1. Haraldur Benediktsson frá Vestra- Reyni, bóndi og alþingismaður 2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir frá Akranesi, lögfræðingur og aðst.maður ráðherra 3. Teitur Björn Einarsson frá Flat- eyri, lögfræðingur og aðst.maður ráðherra 4. Hafdís Gunnarsdóttir frá Ísafirði, forstöðumaður 5. Jónína Erna Arnardóttir í Borgar- nesi, tónlistarkennari og sveitarstj.ftr. 6. Aðalsteinn Orri Arason frá Varma- hlíð, verktaki og búfræðingur 7. June Scholtz frá Hellissandi, fisk- vinnslukona 8. Unnur Valborg Hilmarsdóttir frá Hvammstanga, oddviti Húnaþings vestra 9. Ásgeir Sveinsson frá Patreksfirði, form. bæjarráðs Vesturbyggðar og bóndi 10. Steinunn Guðný Einarsdóttir frá Flateyri, sjómaður og ferðamálafræð- ingur 11. Sigríður Ólafsdóttir frá Víði- dalstungu, ráðunautur og sauðfjár- bóndi 12. Böðvar Sturluson úr Stykkis- hólmi, framkvæmdastjóri og vöru- bifr.stjóri 13. Pálmi Jóhannsson úr Búðardal, framkvæmdastjóri og pípulagn- ingamaður 14. Guðmundur Brynjar Júlíusson frá Akranesi, nemi 15. Þrúður Kristjánsdóttir úr Búð- ardal, fyrrverandi skólastjóri 16. Einar Kristinn Guðfinnsson frá Bolungarvík, forseti Alþingis. mm Sjálfstæðismenn samþykkja framboðslista í NV kjördæmi Fimm efstu á listanum ásamt Einari Kristni sem skipar heiðurssætið. Kjördæmisþing Samfylkingarinn- ar í Norðvesturkjördæmi fór fram á laugardaginn í Reykjavík. Þar var samþykktur framboðslisti flokks- ins fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Tvö efstu sæti listans höfðu áður verið samþykkt í flokksvali. Í tilkynningu frá flokknum segir að jafnfræðis hafi verið gætt um fjölda kvenna og karla. Listann skipa: 1. Guðjón S. Brjánsson, forstjóri, Akranesi 2. Inga Björk Bjarnadóttir, háskóla- nemi, Borgarbyggð 3. Hörður Ríkharðsson, kennari, Blönduósbæ 4. Pálína Jóhannsdóttir, kennari, Bolungarvíkurkaupstaður 5. Gréta Sjöfn Guðmundsdótt- ir, verkefnastjóri, Sveitarfélaginu Skagafirði 6. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfjarðarbæ 7. Sæmundur Kristján Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, Ísafjarðarbæ 8. Guðjón Viðar Guðjónsson, raf- virki, Akranesi 9. Guðrún Eggertsdóttir, viðskipta- fræðingur, Vesturbyggð 10. Pétur Ragnar Arnarsson, slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra 11. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður, Akranesi 12. Eysteinn Gunnarsson, rafveitu- virki, Strandabyggð 13. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, há- skólanemi, Borgarbyggð 14. Bryndís Friðgeirsdóttir, verk- efnastjóri, Ísafjarðarbæ 15. Gunnar Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri, Húnavatnshreppi 16. Sigrún Ásmundsdóttir, iðju- þjálfi, Akranesi. mm Samfylkingin samþykkti fram- boðslista í NV kjördæmi Hér má sjá hluta frambjóðenda í NV kjördæmi. Inga Björk og Guðjón lengst til hægri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.